Í smábænum Gioiosa Ionica á Suður-Ítalíu eru flóttamenn látnir nota gerviseðla til að versla við íbúa bæjarins.
Seðlarnir eru í raun hluti af stuðningskerfi flóttamanna og virka sem inneignarnótur. Flóttamenn mega eyða peningunum í það sem þeir vilja, en einungis innan bæjarmarka til að bæjarbúar hagnist af viðveru þeirra. Í frétt BBC um málið segir að flóttamennirnir 75 í bænum hafi meðal annars skapað tuttugu ný störf.
Bæjarstjórnin fær jafnvirði 4.700 íslenskra króna á dag fyrir nauðsynjar handa flóttamönnum, þeim býðst svo að vinna í bænum og verða sér þannig úti um reynslu.
Seðlarnir eru á formi gervi-evra, á 10 evru seðlinum er Che Guevara, á 20 evru seðlinum er Hugo Chavez og Karl Marx er á 50 evru seðlinum. Á hinni hliðinni er svo Giovanni Maiolo, sem sér um flóttamannamál í bænum.
Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Gervipeningar fyrir flóttamenn
Sæunn Gísladóttir skrifar

Mest lesið

Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi
Viðskipti innlent

Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða
Viðskipti innlent

Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks
Viðskipti innlent


Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum
Viðskipti innlent


Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion
Viðskipti innlent

Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri
Viðskipti innlent

Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara
Viðskipti innlent

Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra
Viðskipti innlent