Tekjuvöxtur hjá mörgum félögum Sæunn Gísladóttir skrifar 27. október 2016 07:00 Fjöldi uppgjöra skráðra félaga birtast á næstu dögum. vísir/gva Fimm félög kynntu uppgjör þriðja ársfjórðungs í gær. Fjórðungurinn var betri hjá Nýherja en sami ársfjórðungur í fyrra, hagnaður, tekjur og EBITDA hækkuðu. Tekjuvöxtur var 14 prósent sem var meiri en fyrripart árs. Í tilkynningu segir að reksturinn hafi verið á áætlun. Horfur í rekstri séu ágætar. Jákvæðar fregnir eru einnig af Marel þar sem helstu vísar eru jákvæðir á fjórðungnum. Í tilkynningu segist Árni Oddur Þórðarson forstjóri ánægður með niðurstöðuna. Nálægt 15 prósenta rekstrarhagnaður er fyrir fyrstu níu mánuði ársins. Langtímahorfur Marel séu góðar en til skemmri tíma litið hafi óvissa í heimsbúskapnum aukist.Hagnaður, tekjur og EBITDA Fjarskipta, móðurfélags Vodafone, drógust saman á fjórðungnum samanborið við sama tímabil árið áður. Fram kemur í tilkynningu frá Fjarskiptum að þriðji fjórðungurinn hafi orðið fyrir áhrifum af flutningum félagsins, samkeppni og verðlækkunum á farsímamarkaði á fyrri hluta ársins. Einskiptiskostnaður vegna húsnæðismála nam 50 milljónum króna. EBITDA horfur eru lækkaðar vegna skoðunar félagsins á mögulegum kaupum á ljósvaka- og fjarskiptahluta 365 og er áætlað að þær verði í kringum 3,1 milljarður fyrir árið. Hagnaður Össurar dróst saman á milli ára. Hagnaður nam 13 milljónum dollara, jafnvirði 1.480 milljóna króna, samanborið við 14 milljónir dollara, jafnvirði 1.590 milljóna króna, árið áður. Tekjur námu 129 milljónum dollara, 14,7 milljörðum króna, á tímabilinu samanborið við 117 milljón dollara, 13,3 milljarða króna, á sama tímabili árið 2015. Í tilkynningu segir Jón Sigurðsson framkvæmdastjóri að tekjuvöxtur hafi verið góður á fjórðungnum. Vegna kaupa á Medi Prosthetics er spáð enn meiri tekjuvexti á árinu, eða 8-10 prósentum, í stað 7-9 prósenta. VÍS, eins og önnur tryggingafélög, hefur átt erfitt uppdráttar á árinu. Hagnaður á fjórðungnum sem og aðrir vísar eru neikvæðir miðað við sama tímabil árið áður. Samkvæmt afkomu fyrstu níu mánaða ársins nemur hagnaður af rekstri 592 milljónum króna, sem er 30 prósent af hagnaðinum á sama tímabili í fyrra. Í tilkynningu segir Jakob Sigurðsson forstjóri að jákvætt sé að sjá hve mikið iðgjöld hafi aukist það sem af er ári, eftir nokkurra ára stöðnun, eða um 11,2 prósent frá sama tíma í fyrra. Gert er ráð fyrir að áfram verði ágætur vöxtur í innlendum iðgjöldum á árinu en ólíklegt er að samsett hlutfall verði í árslok lægra en það var fyrir árið 2015. Uppgjör hinna tryggingafélaganna auk Símans og Landsbankans verða kynnt í dag. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
Fimm félög kynntu uppgjör þriðja ársfjórðungs í gær. Fjórðungurinn var betri hjá Nýherja en sami ársfjórðungur í fyrra, hagnaður, tekjur og EBITDA hækkuðu. Tekjuvöxtur var 14 prósent sem var meiri en fyrripart árs. Í tilkynningu segir að reksturinn hafi verið á áætlun. Horfur í rekstri séu ágætar. Jákvæðar fregnir eru einnig af Marel þar sem helstu vísar eru jákvæðir á fjórðungnum. Í tilkynningu segist Árni Oddur Þórðarson forstjóri ánægður með niðurstöðuna. Nálægt 15 prósenta rekstrarhagnaður er fyrir fyrstu níu mánuði ársins. Langtímahorfur Marel séu góðar en til skemmri tíma litið hafi óvissa í heimsbúskapnum aukist.Hagnaður, tekjur og EBITDA Fjarskipta, móðurfélags Vodafone, drógust saman á fjórðungnum samanborið við sama tímabil árið áður. Fram kemur í tilkynningu frá Fjarskiptum að þriðji fjórðungurinn hafi orðið fyrir áhrifum af flutningum félagsins, samkeppni og verðlækkunum á farsímamarkaði á fyrri hluta ársins. Einskiptiskostnaður vegna húsnæðismála nam 50 milljónum króna. EBITDA horfur eru lækkaðar vegna skoðunar félagsins á mögulegum kaupum á ljósvaka- og fjarskiptahluta 365 og er áætlað að þær verði í kringum 3,1 milljarður fyrir árið. Hagnaður Össurar dróst saman á milli ára. Hagnaður nam 13 milljónum dollara, jafnvirði 1.480 milljóna króna, samanborið við 14 milljónir dollara, jafnvirði 1.590 milljóna króna, árið áður. Tekjur námu 129 milljónum dollara, 14,7 milljörðum króna, á tímabilinu samanborið við 117 milljón dollara, 13,3 milljarða króna, á sama tímabili árið 2015. Í tilkynningu segir Jón Sigurðsson framkvæmdastjóri að tekjuvöxtur hafi verið góður á fjórðungnum. Vegna kaupa á Medi Prosthetics er spáð enn meiri tekjuvexti á árinu, eða 8-10 prósentum, í stað 7-9 prósenta. VÍS, eins og önnur tryggingafélög, hefur átt erfitt uppdráttar á árinu. Hagnaður á fjórðungnum sem og aðrir vísar eru neikvæðir miðað við sama tímabil árið áður. Samkvæmt afkomu fyrstu níu mánaða ársins nemur hagnaður af rekstri 592 milljónum króna, sem er 30 prósent af hagnaðinum á sama tímabili í fyrra. Í tilkynningu segir Jakob Sigurðsson forstjóri að jákvætt sé að sjá hve mikið iðgjöld hafi aukist það sem af er ári, eftir nokkurra ára stöðnun, eða um 11,2 prósent frá sama tíma í fyrra. Gert er ráð fyrir að áfram verði ágætur vöxtur í innlendum iðgjöldum á árinu en ólíklegt er að samsett hlutfall verði í árslok lægra en það var fyrir árið 2015. Uppgjör hinna tryggingafélaganna auk Símans og Landsbankans verða kynnt í dag. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent