Sala húsgagna eykst um þriðjung Sæunn Gísladóttir skrifar 16. september 2016 13:29 Síðastliðna sex mánuði hefur sala húsgagna verið að jafnaði um þriðjungi meiri en á sama tíma og í fyrra. Vísir/Getty Landsmenn mublera hjá sér heimilin sem aldrei fyrr. Í ágúst síðastliðnum var velta í húsgagnasölu 36 prósent meiri en í sama mánuði í fyrra, samkvæmt tölum frá Rannsóknasetri verslunarinnar. Síðastliðna sex mánuði hefur sala húsgagna verið að jafnaði um þriðjungi meiri en á sama tíma og í fyrra. Þó viðskipti með húsgögn hafi ekki náð sömu hæðum og var fyrir hrun hefur þessi tegund verslunar verulega rétt úr kútnum að undanförnu. Sala húsgagna var í ágúst síðastliðnum 66 prósent meiri að magni til (á föstu verðlagi) en í ágúst 2010. Hins vegar þegar húsgagnasala er borin saman við ágúst 2007 sést að salan þá var 29 prósent meiri en hún var í ágúst síðastliðnum. Ef fram heldur sem horfir verður húsgagnasala orðin meiri eftir ár en hún var fyrir hrun. Aukinn ferðamannastraumur hefur jákvæð áhrif á sölu húsgagna. Þó vissulega séu erlendir ferðamenn ekki tíðir viðskiptavinir húsgagnaverslana þá krefst umbúnaður ferðaþjónustuaðila mikilla fjárfestinga. Reglulega þarf að endurnýja húsgögn og húsbúnað á hótelum, heimagististöðum og í gistihúsum. Húsgagnaverslanir njóta góðs af því, segir í tilkynningu. Sala í stærsta vöruflokk smásöluverslunar, sem er matur og drykkjavörur, eykst áfram hratt. Í ágúst síðastliðnum var 8,4 prósent meiri sala en í ágúst í fyrra, sem er álíka vöxtur og hefur verið undanfarna mánuði. Að öllu jöfnu eru ekki miklar sveiflur í veltu í flokki dagvöruverslana og því er þessi vöxtur nokkuð mikill þegar horft er yfir lengra tímabil. Byggingavöruverslun blómstrar nú sem aldrei fyrr, og kemur sjálfsagt fæstum á óvart. Í síðasta mánuði var næstum 20 prósent meiri velta en í sama mánuði í fyrra. Í þeim tölum er bæði sala vegna nýbygginga og endurnýjunar á húsnæði. Heldur meiri sala var í raftækjum, tölvum og snjallsímum í ágúst síðastliðnum en 12 mánuðum áður. Í ágúst eru venjulega útsölur á raftækjum. Sú vörutegund sem mestar sveiflur urðu í, í þessum vöruflokki, voru tölvur. Líklega hefur upphaf skólaársins í ágúst, og endurnýjun á tölvum þess vegna, haft þar mest áhrif. Litlar breytingar voru á veltu fata- og skóverslana í ágúst. Verðlag hefur þó lækkað töluvert í samanburði við ágúst í fyrra sem ræðst fyrst og fremst af afnámi 15 prósent tolla á fatnað um síðustu áramót. Verðlag hefur almennt lítið breyst í smásöluverslunum. Verð á dagvöru og áfengi hefur hækkað um 0,8% á síðustu tólf mánuðum, verð á fötum lækkaði á sama tímabili um 6,2% og verð á húsgögnum hækkaði um 2%. Tengdar fréttir Meiri sala á hönnun en fyrir hrun Áhugi Íslendinga á innanhússhönnunarvöru hefur sjaldan verið meiri. 16. mars 2016 09:00 Lá við slagsmálum vegna nýrra vegghilla í Söstrene Grene Í Smáralind náði röðin frá versluninni að Bæjarins bestu og var þar hleypt inn í hollum. 8. september 2016 12:58 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Sjá meira
Landsmenn mublera hjá sér heimilin sem aldrei fyrr. Í ágúst síðastliðnum var velta í húsgagnasölu 36 prósent meiri en í sama mánuði í fyrra, samkvæmt tölum frá Rannsóknasetri verslunarinnar. Síðastliðna sex mánuði hefur sala húsgagna verið að jafnaði um þriðjungi meiri en á sama tíma og í fyrra. Þó viðskipti með húsgögn hafi ekki náð sömu hæðum og var fyrir hrun hefur þessi tegund verslunar verulega rétt úr kútnum að undanförnu. Sala húsgagna var í ágúst síðastliðnum 66 prósent meiri að magni til (á föstu verðlagi) en í ágúst 2010. Hins vegar þegar húsgagnasala er borin saman við ágúst 2007 sést að salan þá var 29 prósent meiri en hún var í ágúst síðastliðnum. Ef fram heldur sem horfir verður húsgagnasala orðin meiri eftir ár en hún var fyrir hrun. Aukinn ferðamannastraumur hefur jákvæð áhrif á sölu húsgagna. Þó vissulega séu erlendir ferðamenn ekki tíðir viðskiptavinir húsgagnaverslana þá krefst umbúnaður ferðaþjónustuaðila mikilla fjárfestinga. Reglulega þarf að endurnýja húsgögn og húsbúnað á hótelum, heimagististöðum og í gistihúsum. Húsgagnaverslanir njóta góðs af því, segir í tilkynningu. Sala í stærsta vöruflokk smásöluverslunar, sem er matur og drykkjavörur, eykst áfram hratt. Í ágúst síðastliðnum var 8,4 prósent meiri sala en í ágúst í fyrra, sem er álíka vöxtur og hefur verið undanfarna mánuði. Að öllu jöfnu eru ekki miklar sveiflur í veltu í flokki dagvöruverslana og því er þessi vöxtur nokkuð mikill þegar horft er yfir lengra tímabil. Byggingavöruverslun blómstrar nú sem aldrei fyrr, og kemur sjálfsagt fæstum á óvart. Í síðasta mánuði var næstum 20 prósent meiri velta en í sama mánuði í fyrra. Í þeim tölum er bæði sala vegna nýbygginga og endurnýjunar á húsnæði. Heldur meiri sala var í raftækjum, tölvum og snjallsímum í ágúst síðastliðnum en 12 mánuðum áður. Í ágúst eru venjulega útsölur á raftækjum. Sú vörutegund sem mestar sveiflur urðu í, í þessum vöruflokki, voru tölvur. Líklega hefur upphaf skólaársins í ágúst, og endurnýjun á tölvum þess vegna, haft þar mest áhrif. Litlar breytingar voru á veltu fata- og skóverslana í ágúst. Verðlag hefur þó lækkað töluvert í samanburði við ágúst í fyrra sem ræðst fyrst og fremst af afnámi 15 prósent tolla á fatnað um síðustu áramót. Verðlag hefur almennt lítið breyst í smásöluverslunum. Verð á dagvöru og áfengi hefur hækkað um 0,8% á síðustu tólf mánuðum, verð á fötum lækkaði á sama tímabili um 6,2% og verð á húsgögnum hækkaði um 2%.
Tengdar fréttir Meiri sala á hönnun en fyrir hrun Áhugi Íslendinga á innanhússhönnunarvöru hefur sjaldan verið meiri. 16. mars 2016 09:00 Lá við slagsmálum vegna nýrra vegghilla í Söstrene Grene Í Smáralind náði röðin frá versluninni að Bæjarins bestu og var þar hleypt inn í hollum. 8. september 2016 12:58 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Sjá meira
Meiri sala á hönnun en fyrir hrun Áhugi Íslendinga á innanhússhönnunarvöru hefur sjaldan verið meiri. 16. mars 2016 09:00
Lá við slagsmálum vegna nýrra vegghilla í Söstrene Grene Í Smáralind náði röðin frá versluninni að Bæjarins bestu og var þar hleypt inn í hollum. 8. september 2016 12:58