Atvinnumennska er ekki bara gull og grænir skógar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 26. ágúst 2016 06:00 Ragnar í leik með Þór. fréttablaðið/ernir „Ég er alveg hrikalega ánægður með þetta,“ segir hinn 218 sentimetra hái Ragnar Nathanaelsson en hann skrifaði í gær undir samning við spænska B-deildarfélagið Caceres sem Pavel Ermolinskij lék með á sínum tíma. Ragnar skrifaði undir svokallaðan einn plús einn samning við félagið. Ef allir eru sáttir eftir veturinn þá mun hann framlengja og spila áfram fyrir félagið. „Þetta kom fyrst upp fyrir um mánuði. Ég var mjög spenntur er þetta kom fyrst upp. Mikið tækifæri í nýju landi. Þetta er líka sterk og skemmtileg deild. Það hafa margir frábærir leikmenn komið frá Spáni og þar er spilaður alvöru körfubolti,“ segir Ragnar og tilhlökkunin leynir sér ekki. Ragnar segist vera mjög ánægður með samninginn sem hann sé að fá. „Ég er mjög ánægður þar sem þetta er fyrsti samningur en ég lít samt aðallega á þetta sem gott tækifæri til að koma mér á framfæri. Sýna mig og sanna. Það er líka mikil ástríða hjá þjálfaranum og hann gerði mig mjög spenntan fyrir að koma til félagsins,“ segir Ragnar en liðið datt út í átta liða úrslitum í úrslitakeppninni í fyrra. Ragnar prófaði fyrst að fara í atvinnumennsku fyrir tveimur árum er hann samdi við Sundsvall Dragons í Svíþjóð. Þar voru fyrir þrír Íslendingar. Það reyndist ekki ferð til fjár enda sat Ragnar meira og minna á bekknum. „Ég sá þar að atvinnumannslífið er ekki bara gull og grænir skógar. Ég lærði aðeins að standa á eigin fótum þarna þó svo ég hafi haft Hlyn [Bæringsson] og Jakob [Sigurðarson] til að halda í höndina á mér og svo bjó ég með Ægi Þór Steinarssyni. Það hjálpaði til en núna verð ég einn og er tilbúinn að takast á við það. Þetta er bara spennandi. Ég er kominn með íslensk/spænska orðabók og byrjaður að tala við Jón Arnór og strákana og þeir eru farnir að kenna mér smá setningar,“ segir Ragnar en hann er bjartsýnn á að fá að spila mikið. „Þeir tala um að ætla að nota mig. Ég er líka hugsanlega að fá mun betri þjálfun þarna en í Svíþjóð. Þjálfarinn hefur talað mikið um hversu spenntur hann sé að fara að vinna með mér og ég hef verið að leita að slíku. Ég er eiginlega mest spenntur fyrir því að fá hörkuþjálfun.“ Ragnar er metnaðarfullur og ætlar að nýta þetta tækifæri vel í von um að það leiði til einhvers enn betra. „Ég lít á þetta sem glugga sem vonandi kemur mér enn lengra. Nú verð ég að nýta tækifærið vel. Ég bíð svo spenntastur eftir leiknum við liðið hans Ægis þann 20. desember. Ef allt fer að óskum þá eyði ég svo jólunum heima hjá honum. Það væri frábært.“ Körfubolti Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Sjá meira
„Ég er alveg hrikalega ánægður með þetta,“ segir hinn 218 sentimetra hái Ragnar Nathanaelsson en hann skrifaði í gær undir samning við spænska B-deildarfélagið Caceres sem Pavel Ermolinskij lék með á sínum tíma. Ragnar skrifaði undir svokallaðan einn plús einn samning við félagið. Ef allir eru sáttir eftir veturinn þá mun hann framlengja og spila áfram fyrir félagið. „Þetta kom fyrst upp fyrir um mánuði. Ég var mjög spenntur er þetta kom fyrst upp. Mikið tækifæri í nýju landi. Þetta er líka sterk og skemmtileg deild. Það hafa margir frábærir leikmenn komið frá Spáni og þar er spilaður alvöru körfubolti,“ segir Ragnar og tilhlökkunin leynir sér ekki. Ragnar segist vera mjög ánægður með samninginn sem hann sé að fá. „Ég er mjög ánægður þar sem þetta er fyrsti samningur en ég lít samt aðallega á þetta sem gott tækifæri til að koma mér á framfæri. Sýna mig og sanna. Það er líka mikil ástríða hjá þjálfaranum og hann gerði mig mjög spenntan fyrir að koma til félagsins,“ segir Ragnar en liðið datt út í átta liða úrslitum í úrslitakeppninni í fyrra. Ragnar prófaði fyrst að fara í atvinnumennsku fyrir tveimur árum er hann samdi við Sundsvall Dragons í Svíþjóð. Þar voru fyrir þrír Íslendingar. Það reyndist ekki ferð til fjár enda sat Ragnar meira og minna á bekknum. „Ég sá þar að atvinnumannslífið er ekki bara gull og grænir skógar. Ég lærði aðeins að standa á eigin fótum þarna þó svo ég hafi haft Hlyn [Bæringsson] og Jakob [Sigurðarson] til að halda í höndina á mér og svo bjó ég með Ægi Þór Steinarssyni. Það hjálpaði til en núna verð ég einn og er tilbúinn að takast á við það. Þetta er bara spennandi. Ég er kominn með íslensk/spænska orðabók og byrjaður að tala við Jón Arnór og strákana og þeir eru farnir að kenna mér smá setningar,“ segir Ragnar en hann er bjartsýnn á að fá að spila mikið. „Þeir tala um að ætla að nota mig. Ég er líka hugsanlega að fá mun betri þjálfun þarna en í Svíþjóð. Þjálfarinn hefur talað mikið um hversu spenntur hann sé að fara að vinna með mér og ég hef verið að leita að slíku. Ég er eiginlega mest spenntur fyrir því að fá hörkuþjálfun.“ Ragnar er metnaðarfullur og ætlar að nýta þetta tækifæri vel í von um að það leiði til einhvers enn betra. „Ég lít á þetta sem glugga sem vonandi kemur mér enn lengra. Nú verð ég að nýta tækifærið vel. Ég bíð svo spenntastur eftir leiknum við liðið hans Ægis þann 20. desember. Ef allt fer að óskum þá eyði ég svo jólunum heima hjá honum. Það væri frábært.“
Körfubolti Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti