Viðskipti innlent

WOW air tvöfaldar farþegafjölda sinn milli ára

Sæunn Gísladóttir skrifar
Sætanýtingin var 87 prósent í apríl.
Sætanýtingin var 87 prósent í apríl. Vísir/Vilhelm
WOW air flutti 80 þúsund farþega til og frá landinu í apríl eða um 102 prósent fleiri farþega en í apríl árið 2015. Sætanýting WOW air í apríl var 87 prósent en sætanýting í fyrra á sama tímabili var 75 prósent. Sætanýting WOW air jókst milli ára þrátt fyrir 86 prósent aukningu á sætaframboði í apríl. Framboðnum sætiskílómetrum fjölgaði um 93 prósent í apríl frá því á sama tíma í fyrra segir í tilkynningu.

Það sem af er árinu hefur WOW air flutt um 273 þúsund farþega en það er 114 prósent aukning farþega á sama tímabili frá árinu áður. Fjöldi ferðamanna hefur aukist um 35 prósent það sem af er árinu, þar af er 71 prósent aukning í fjölda ferðamanna frá Bandaríkjunum.

WOW air mun auka sætaframboð sitt um 127 prósent á árinu í 1,9 milljón sæta en á síðasta ári var sætaframboð félagsins 837 þúsund sæti. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×