Indiana var sekúndubroti frá framlengingu | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. apríl 2016 07:15 DeMar DeRozan og Paul George voru langbestir í nótt. vísir/getty Toronto Raptors og Atlanta Hawks komust í nótt í 3-2 í einvígum sínum í átta liða úrslitum austurdeildar NBA í nótt og þurfa aðeins einn sigur til viðbótar til að komast í undanúrslitin. Toronto vann sigur á Indiana Pacers á heimavelli, 102-99, þar sem dramatíkin var svakaleg í restina en Indiana skoraði flautukörfu sem síðar var dæmd ógild. Gestirnir fengu innkast undir körfunni þegar nokkrar sekúndur voru eftir og náðu að koma boltanum á Solomon Hill sem var dauðafrír þegar innan við sekúnda var eftir. Hill setti niður þriggja stiga skot og fögnuðu Indiana-menn vel og innilega enda búnir að tryggja sér framlengingu. Eða svo héldu þeir. Dómararnir skoðuðu atvikið betur og kom í ljós að boltinn var enn við fingurbjörg Hill þegar klukkan rann út. Leik lokið og dramatískur Toronto-sigur í höfn. Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan. DeMar DeRozan skoraði 34 stig fyrir Toronto en Paul George gerði enn betur fyrir Indiana og skoraði 39 stig, tók átta fráköst og gaf átta stosðendingar. Atlanta Hawks þurfti ekki að hafa mikið fyrir 110-83 sigri á Boston á heimavelli sínum í nótt, en grunninn að sigrinum lagði liðið í öðrum og þriðja leikhluta sem það vann samanlagt, 74-42. Mike Scott var stigahæstur hjá Atlanta en hann spilaði 22 mínútur af bekknum og skoraði 17 stig. Kent Bazemore og Jeff Teage skoruðu 16 stig fyrir Atlanta en Isiah Thomas var stigahæstur Boston með 15 stig. NBA Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Toronto Raptors og Atlanta Hawks komust í nótt í 3-2 í einvígum sínum í átta liða úrslitum austurdeildar NBA í nótt og þurfa aðeins einn sigur til viðbótar til að komast í undanúrslitin. Toronto vann sigur á Indiana Pacers á heimavelli, 102-99, þar sem dramatíkin var svakaleg í restina en Indiana skoraði flautukörfu sem síðar var dæmd ógild. Gestirnir fengu innkast undir körfunni þegar nokkrar sekúndur voru eftir og náðu að koma boltanum á Solomon Hill sem var dauðafrír þegar innan við sekúnda var eftir. Hill setti niður þriggja stiga skot og fögnuðu Indiana-menn vel og innilega enda búnir að tryggja sér framlengingu. Eða svo héldu þeir. Dómararnir skoðuðu atvikið betur og kom í ljós að boltinn var enn við fingurbjörg Hill þegar klukkan rann út. Leik lokið og dramatískur Toronto-sigur í höfn. Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan. DeMar DeRozan skoraði 34 stig fyrir Toronto en Paul George gerði enn betur fyrir Indiana og skoraði 39 stig, tók átta fráköst og gaf átta stosðendingar. Atlanta Hawks þurfti ekki að hafa mikið fyrir 110-83 sigri á Boston á heimavelli sínum í nótt, en grunninn að sigrinum lagði liðið í öðrum og þriðja leikhluta sem það vann samanlagt, 74-42. Mike Scott var stigahæstur hjá Atlanta en hann spilaði 22 mínútur af bekknum og skoraði 17 stig. Kent Bazemore og Jeff Teage skoruðu 16 stig fyrir Atlanta en Isiah Thomas var stigahæstur Boston með 15 stig.
NBA Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira