Vill að lífeyrissjóðir stofni kjararáð Ingvar Haraldsson skrifar 13. apríl 2016 10:45 Bolli Héðinsson, vill að lífeyrissjóðir nýti sér stöðu sína á hlutabréfamarkaði til að koma í veg fyrir of há laun stjórnenda og stuðla að siðlegum fyrirtækjarekstri. fréttablaðið/pjetur Bolli Héðinsson, hagfræðingur og formaður Samtaka Sparifjáreigenda, vill að lífeyrissjóðirnir komi á fót kjarráði til að sporna gegn of háum launagreiðslum og kaupaukum til stjórnenda. „Því skyldu lífeyrissjóðirnir ekki notfæra sér það afl sem þeira hafa sameiginlega og reyna koma skikki á launakjör stjórnenda þeirra fyrirtækja sem þeir eiga í, í stað þess að búa við stöðugar hótanir stjórnenda um að þeir fari eitthvað annað, fái þeir ekki þau laun og kaupauka sem að þeir krefjist?,“ spyr Bolli. Kjararráðið yrði sjálfstæðri nefnd sem úrskurði um laun stjórnenda fyrirtækja í eigu lífeyrissjóða. „Kjararáð lífeyrissjóðanna myndi setja saman launatöflum fyrir stjórnendur og skipa þeim, hvort sem er í bönkum eða öðrum fyrirtækjum lífeyrissjóðanna, viðeigandi stað í launatöflum sem kjarráðið setur.“ Bolli segist ekki hafa áhyggjur af því að íslenskir stjórnendur myndu leita úr landi. „Ég veit að það er enginn eftirspurn eftir íslenskum stjórnendum í útlöndum, nema manni og manni,“ segir hann. Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríksins, stærsta lífeyrissjóðs landsins, segir hugmyndina nýja og skoðunarverða. „Hún gegnur hins vegar út á víðtækara samstarf milli lífeyrissjóða en er til staðar því hver og einn lífeyrissjóður kemur fram sem sjálfstæður fjárfestir. Ég hef ákveðnar efasemdir um að markaðurinn og samkeppnisyfirvöld myndu heimila þetta víðtæka samstarf lífeyrissjóðanna,“ segir Haukur. Haukur segir þá hluthafastefnu sem LSR hafi samþykkt ganga út frá því að launakjör stjórnenda þeirra fyrirtækja sem lífeyrissjóðurinn eigi hlut í séu hófleg en í takti við það sem tíðkist hjá sambærilegum fyrirtækjum. Bolli telur hins vegar ekki að samkeppnisyfirvöld muni setja sig upp á móti fyrirkomulaginu. Samtök atvinnulífsins reki til að mynda samræmda kjarastefnu. Þá segir hann kaupauka geta verið góðragjaldaverðir í fyrirtækjum sem sýsla væru með áþreifanlega hluti, en mjög samfærandi rök hafi verið færð fyrir því að kaupaukar í fjármálafyrirtækjum skili litlu sem engu. Bolli segir að lífeyrissjóðirnir ættu að mynda sér sameiginlega eigandastefnu, um í hvernig fyrirtækjum, þeir fjárfesti. „Til dæmis gæti það verið regla hér eftir að þeir fjárfesti ekki í fjármálafyrirtækjum sem veiti ráðgjöf um að setja upp fyrirtæki á Tortóla eða öðrum skattaskjólum,“ segir Bolli. Auk þess ætti að vera ákveðin siðferðisviðmið uppi um þá stjórnendur sem séu í forsvari fyrir fyrirtæki í eigu lífeyrissjóða.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiblaði Fréttablaðsins þann 13. apríl Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Bolli Héðinsson, hagfræðingur og formaður Samtaka Sparifjáreigenda, vill að lífeyrissjóðirnir komi á fót kjarráði til að sporna gegn of háum launagreiðslum og kaupaukum til stjórnenda. „Því skyldu lífeyrissjóðirnir ekki notfæra sér það afl sem þeira hafa sameiginlega og reyna koma skikki á launakjör stjórnenda þeirra fyrirtækja sem þeir eiga í, í stað þess að búa við stöðugar hótanir stjórnenda um að þeir fari eitthvað annað, fái þeir ekki þau laun og kaupauka sem að þeir krefjist?,“ spyr Bolli. Kjararráðið yrði sjálfstæðri nefnd sem úrskurði um laun stjórnenda fyrirtækja í eigu lífeyrissjóða. „Kjararáð lífeyrissjóðanna myndi setja saman launatöflum fyrir stjórnendur og skipa þeim, hvort sem er í bönkum eða öðrum fyrirtækjum lífeyrissjóðanna, viðeigandi stað í launatöflum sem kjarráðið setur.“ Bolli segist ekki hafa áhyggjur af því að íslenskir stjórnendur myndu leita úr landi. „Ég veit að það er enginn eftirspurn eftir íslenskum stjórnendum í útlöndum, nema manni og manni,“ segir hann. Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríksins, stærsta lífeyrissjóðs landsins, segir hugmyndina nýja og skoðunarverða. „Hún gegnur hins vegar út á víðtækara samstarf milli lífeyrissjóða en er til staðar því hver og einn lífeyrissjóður kemur fram sem sjálfstæður fjárfestir. Ég hef ákveðnar efasemdir um að markaðurinn og samkeppnisyfirvöld myndu heimila þetta víðtæka samstarf lífeyrissjóðanna,“ segir Haukur. Haukur segir þá hluthafastefnu sem LSR hafi samþykkt ganga út frá því að launakjör stjórnenda þeirra fyrirtækja sem lífeyrissjóðurinn eigi hlut í séu hófleg en í takti við það sem tíðkist hjá sambærilegum fyrirtækjum. Bolli telur hins vegar ekki að samkeppnisyfirvöld muni setja sig upp á móti fyrirkomulaginu. Samtök atvinnulífsins reki til að mynda samræmda kjarastefnu. Þá segir hann kaupauka geta verið góðragjaldaverðir í fyrirtækjum sem sýsla væru með áþreifanlega hluti, en mjög samfærandi rök hafi verið færð fyrir því að kaupaukar í fjármálafyrirtækjum skili litlu sem engu. Bolli segir að lífeyrissjóðirnir ættu að mynda sér sameiginlega eigandastefnu, um í hvernig fyrirtækjum, þeir fjárfesti. „Til dæmis gæti það verið regla hér eftir að þeir fjárfesti ekki í fjármálafyrirtækjum sem veiti ráðgjöf um að setja upp fyrirtæki á Tortóla eða öðrum skattaskjólum,“ segir Bolli. Auk þess ætti að vera ákveðin siðferðisviðmið uppi um þá stjórnendur sem séu í forsvari fyrir fyrirtæki í eigu lífeyrissjóða.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiblaði Fréttablaðsins þann 13. apríl
Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira