Svona finnur þú falin skilaboð á Facebook sem þú vissir ekki af Bjarki Ármannsson skrifar 13. apríl 2016 13:01 Samfélagsmiðillinn Facebook lumar á ýmsum krókum og kimum sem notendur vita ekki endilega af. Vísir/Getty Samfélagsmiðillinn Facebook lumar á ýmsum krókum og kimum sem notendur vita ekki endilega af. Meðal þeirra er vandlega falin skilaboðamappa þangað sem skilaboð til þín geta ratað án þess að þú hafir hugmynd um það. Í október síðastliðnum breytti Facebook viðmóti sínu að þessu leytinu til. Áður var hver notandi með tvær möppur undir skilaboð; í aðra setti Facebook öll þau skilaboð sem síðan taldi öruggt að ættu beint erindi við þig og í hina, sem opna þurfti sérstaklega, rötuðu þau „útsíuðu“ skilaboð sem síðan taldi að væri ruslpóstur frá ókunnugum.Hér finnur þú möppuna sem um ræðir.VísirEftir breytingarnar er það nú þannig að öll skilaboð sem ekki eru frá vinum þínum á Facebook rata í möppuna „skilaboðabeiðnir“ eða „message requests“. Þar getur fólk óskað eftir því að hefja við þig samtal þó þið séuð ekki vinir á Facebook. Nema hvað, ein önnur mappa er til sem alls ekki allir notendur vita af og er ólíklegt að maður rekist á án þess að maður leiti hennar sérstaklega. Þetta er mappan „útsíaðar skilaboðabeiðnir“ eða „filtered message requests“. Hana finnur maður með því að opna skilaboðagluggann líkt og til að skoða skilaboðabeiðnir og smella svo á „meira“. Ef maður vill finna möppuna í gegnum snjallsímaforrit Facebook, þarf að smella á „stillingar“ eða „settings,“ „fólk“ eða „people“ og þar er hægt að skoða möppuna.Stutt kennslumyndband á ensku sem fer í gegnum ferlið.Sem fyrr segir, vita tiltölulega fáir af þessari möppu. Henni er ætlað að grípa ruslpóst ýmis konar frá fólki sem vill hag notenda ekki sem mestan en dæmi eru um það að ansi mikilvæg skilaboð hafi ratað þangað og notendur ekki séð þau fyrr en seint og um síðir. Til að mynda greinir Business Insider frá tilfelli manns sem sá ekki skilaboð maka vinar síns úr menntaskóla þess efnis að vinur hans væri fallin frá fyrr en tveimur mánuðum síðar. Þá kom í ljós við vinnslu þessarar fréttar að blaðamaður 365 missti fyrir nokkru af heimsókn erlends kunningja til Íslands vegna þess að skilaboðin rötuðu í huldumöppuna.Notendur Twitter segja margir svipaða sögu.Nice one Facebook, this hidden message thing has got my wife in tears.She was contacted by a cousin, who has died since sending the message— Matt Spicer (@Bristol_Pirate) April 6, 2016 Lost my passport last year and some 10/10 messaged me saying he had it and facebook hid the message from me— Brittany Knight (@bwitt_xox) April 5, 2016 thought i'd lost all contact forever w my japanese host family but just found a fb message from them that fb filtered out 2 YEARS ago !!!!— merman (@merrmerrm) April 7, 2016 Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Samfélagsmiðillinn Facebook lumar á ýmsum krókum og kimum sem notendur vita ekki endilega af. Meðal þeirra er vandlega falin skilaboðamappa þangað sem skilaboð til þín geta ratað án þess að þú hafir hugmynd um það. Í október síðastliðnum breytti Facebook viðmóti sínu að þessu leytinu til. Áður var hver notandi með tvær möppur undir skilaboð; í aðra setti Facebook öll þau skilaboð sem síðan taldi öruggt að ættu beint erindi við þig og í hina, sem opna þurfti sérstaklega, rötuðu þau „útsíuðu“ skilaboð sem síðan taldi að væri ruslpóstur frá ókunnugum.Hér finnur þú möppuna sem um ræðir.VísirEftir breytingarnar er það nú þannig að öll skilaboð sem ekki eru frá vinum þínum á Facebook rata í möppuna „skilaboðabeiðnir“ eða „message requests“. Þar getur fólk óskað eftir því að hefja við þig samtal þó þið séuð ekki vinir á Facebook. Nema hvað, ein önnur mappa er til sem alls ekki allir notendur vita af og er ólíklegt að maður rekist á án þess að maður leiti hennar sérstaklega. Þetta er mappan „útsíaðar skilaboðabeiðnir“ eða „filtered message requests“. Hana finnur maður með því að opna skilaboðagluggann líkt og til að skoða skilaboðabeiðnir og smella svo á „meira“. Ef maður vill finna möppuna í gegnum snjallsímaforrit Facebook, þarf að smella á „stillingar“ eða „settings,“ „fólk“ eða „people“ og þar er hægt að skoða möppuna.Stutt kennslumyndband á ensku sem fer í gegnum ferlið.Sem fyrr segir, vita tiltölulega fáir af þessari möppu. Henni er ætlað að grípa ruslpóst ýmis konar frá fólki sem vill hag notenda ekki sem mestan en dæmi eru um það að ansi mikilvæg skilaboð hafi ratað þangað og notendur ekki séð þau fyrr en seint og um síðir. Til að mynda greinir Business Insider frá tilfelli manns sem sá ekki skilaboð maka vinar síns úr menntaskóla þess efnis að vinur hans væri fallin frá fyrr en tveimur mánuðum síðar. Þá kom í ljós við vinnslu þessarar fréttar að blaðamaður 365 missti fyrir nokkru af heimsókn erlends kunningja til Íslands vegna þess að skilaboðin rötuðu í huldumöppuna.Notendur Twitter segja margir svipaða sögu.Nice one Facebook, this hidden message thing has got my wife in tears.She was contacted by a cousin, who has died since sending the message— Matt Spicer (@Bristol_Pirate) April 6, 2016 Lost my passport last year and some 10/10 messaged me saying he had it and facebook hid the message from me— Brittany Knight (@bwitt_xox) April 5, 2016 thought i'd lost all contact forever w my japanese host family but just found a fb message from them that fb filtered out 2 YEARS ago !!!!— merman (@merrmerrm) April 7, 2016
Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira