„Viljum standa jafnfætis keppinautum okkar“ Samúel Karl Ólason skrifar 13. apríl 2016 14:45 Frá aðalfundi Samtaka leikjaframleiðenda eða IGI. MYND/SI/ODD STEFÁN Mikill vöxtur hefur verið í leikjaiðnaði á Íslandi á undanförnum árum. Mögulega gæti geirinn orðið ein af grunnstoðum íslensks efnahagslífs, með réttum stuðningi. Nýtt frumvarp sem ætlað er að styðja við bakið á nýsköpunarfyrirtækjum er til umræðu á Alþingi í dag. Frumvarpinu er ætlað að bæta samkeppnisstöðu Íslands og færa lagaumhverfi nær því eins og það er í öðrum þjóðum. Aðalfundur Samtaka leikjaframleiðenda, eða IGI, fór fram í síðustu viku, en þrettán fyrirtæki eru nú í samtökunum. Þá eru átján fyrirtæki að framleiða tölvuleiki hér á landi. Hér að neðan má sjá samantektarmyndband frá fundinum. Í myndbandinu er rætt við Hilmar Veigar Pétursson, forstjóra CCP og fráfarandi formann IGI, Vignir Guðmundsson, forstjóra Radiant Games og núverandi formann IGI, og Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóra Samtaka Iðnaðarins. Þá er einnig sýnt frá erindum sem flutt voru á aðalfundinum.Sjá einnig: Leikjaiðnaðurinn blómstrar á íslandi. Í tilkynningu frá Samtökum Iðnaðarins, sem IGI eru aðilar að, segir að SI hafi ávallt lagt áherslu á að rekstrarumhverfi íslenskra nýsköpunarfyrirtækja þurfi að komast nær því sem gerist annars staðar. Það þurfi til þess að þau nái að dafna vel og vaxa hratt. Lengi hafi verið kallað eftir breytingum í skattaumhverfinu. Í dag er til umræðu á Alþingi nýtt frumvarp sem ætlað er að taka skref í þá átt að auka samkeppnishæfni íslenskra nýsköpunarfyrirtækja. Almar Guðmundsson segir í tilkynningunni að frumvarpið veiti mikilvægan stuðning við íslensk nýsköpunarfyrirtæki sem mörg hver eru að starfa á alþjóðlegum mörkuðum. „Með fyrirhuguðum breytingum eru stigin stór skref í þá átt að gera nýsköpunarfyrirtækjum kleift að auka verðmætasköpun. Við viljum því gjarnan sjá að þingmenn taki frumvarpinu fagnandi og veiti því brautargengi. Við erum stödd í einni mestu tæknibyltingu sögunnar með ótal tækifærum til að ná á alþjóðlega markaði með nýjar afurðir. Við viljum að íslensk iðnfyrirtæki taki þátt í þeirri byltingu með því að stunda öflugar rannsóknir og þróun en Ísland á í harðri samkeppni þegar kemur að rannsóknum og þróun. Við viljum standa jafnfætis keppinautum okkar út um allan heim því við vitum að samfélög sem ná að skapa nýja tækni munu skara fram úr. Með þessum mikilvægu breytingum sem í frumvarpinu felast erum við að tryggja samkeppnishæfni, efla nýsköpun og framfarir sem kemur okkur öllum til góða með aukinni hagsæld.“ Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Mikill vöxtur hefur verið í leikjaiðnaði á Íslandi á undanförnum árum. Mögulega gæti geirinn orðið ein af grunnstoðum íslensks efnahagslífs, með réttum stuðningi. Nýtt frumvarp sem ætlað er að styðja við bakið á nýsköpunarfyrirtækjum er til umræðu á Alþingi í dag. Frumvarpinu er ætlað að bæta samkeppnisstöðu Íslands og færa lagaumhverfi nær því eins og það er í öðrum þjóðum. Aðalfundur Samtaka leikjaframleiðenda, eða IGI, fór fram í síðustu viku, en þrettán fyrirtæki eru nú í samtökunum. Þá eru átján fyrirtæki að framleiða tölvuleiki hér á landi. Hér að neðan má sjá samantektarmyndband frá fundinum. Í myndbandinu er rætt við Hilmar Veigar Pétursson, forstjóra CCP og fráfarandi formann IGI, Vignir Guðmundsson, forstjóra Radiant Games og núverandi formann IGI, og Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóra Samtaka Iðnaðarins. Þá er einnig sýnt frá erindum sem flutt voru á aðalfundinum.Sjá einnig: Leikjaiðnaðurinn blómstrar á íslandi. Í tilkynningu frá Samtökum Iðnaðarins, sem IGI eru aðilar að, segir að SI hafi ávallt lagt áherslu á að rekstrarumhverfi íslenskra nýsköpunarfyrirtækja þurfi að komast nær því sem gerist annars staðar. Það þurfi til þess að þau nái að dafna vel og vaxa hratt. Lengi hafi verið kallað eftir breytingum í skattaumhverfinu. Í dag er til umræðu á Alþingi nýtt frumvarp sem ætlað er að taka skref í þá átt að auka samkeppnishæfni íslenskra nýsköpunarfyrirtækja. Almar Guðmundsson segir í tilkynningunni að frumvarpið veiti mikilvægan stuðning við íslensk nýsköpunarfyrirtæki sem mörg hver eru að starfa á alþjóðlegum mörkuðum. „Með fyrirhuguðum breytingum eru stigin stór skref í þá átt að gera nýsköpunarfyrirtækjum kleift að auka verðmætasköpun. Við viljum því gjarnan sjá að þingmenn taki frumvarpinu fagnandi og veiti því brautargengi. Við erum stödd í einni mestu tæknibyltingu sögunnar með ótal tækifærum til að ná á alþjóðlega markaði með nýjar afurðir. Við viljum að íslensk iðnfyrirtæki taki þátt í þeirri byltingu með því að stunda öflugar rannsóknir og þróun en Ísland á í harðri samkeppni þegar kemur að rannsóknum og þróun. Við viljum standa jafnfætis keppinautum okkar út um allan heim því við vitum að samfélög sem ná að skapa nýja tækni munu skara fram úr. Með þessum mikilvægu breytingum sem í frumvarpinu felast erum við að tryggja samkeppnishæfni, efla nýsköpun og framfarir sem kemur okkur öllum til góða með aukinni hagsæld.“
Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira