Stutta spilið bjargaði Spieth á Byron Nelson Kristinn Páll Teitsson skrifar 22. maí 2016 10:00 Til hægri ljúfurinn. Vísir/Getty Jordan Spieth er í öðru sæti, tveimur höggum á eftir Brooks Koepka fyrir lokahringinn á AT&T Byron Nelson meistaramótinu í golfi sem fer fram í Texas um helgina. Spieth lék þriðja hringinn á þremur höggum undir pari þrátt fyrir að lenda í töluverðum vandræðum. Ben Crane sem leiddi eftir tvo hringi náði sér aldrei á strik á þriðja hring í dag og lék á tveimur höggum yfir pari. Er hann sex höggum á eftir Koepka fyrir lokahringinn. Spieth þurfti að treysta á stutta spilið í dag þar sem hann hitti brautina aðeins sjö sinnum í fjórtán tilraunum. Voru teighöggin hans út á þekju í gær en honum tókst að bjarga sér með stutta spilinu og kom inn í hús á þremur höggum undir pari. Spieth á því enn möguleiki að vinna þetta mót í fyrsta sinn á ferlinum en besti árangur hans á AT&T Byron Nelson mótinu er sextánda sæti þegar hann var sextán ára. Sergio Garcia, Matt Kuchar og Bud Cauley eru einu höggi á eftir Spieth í 3-5. sæti en það skyldi enginn útiloka að þeir blandi sér í baráttuna á lokadeginum. Helstu tilþrif frá þriðja leikdegi má sjá í myndbandi hér fyrir neðan. Lokadagur AT&T Byron Nelson meistaramótsins er í beinni útsendingu á Golfstöðinni í kvöld og hefst útsending 17:00. Golf Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Jordan Spieth er í öðru sæti, tveimur höggum á eftir Brooks Koepka fyrir lokahringinn á AT&T Byron Nelson meistaramótinu í golfi sem fer fram í Texas um helgina. Spieth lék þriðja hringinn á þremur höggum undir pari þrátt fyrir að lenda í töluverðum vandræðum. Ben Crane sem leiddi eftir tvo hringi náði sér aldrei á strik á þriðja hring í dag og lék á tveimur höggum yfir pari. Er hann sex höggum á eftir Koepka fyrir lokahringinn. Spieth þurfti að treysta á stutta spilið í dag þar sem hann hitti brautina aðeins sjö sinnum í fjórtán tilraunum. Voru teighöggin hans út á þekju í gær en honum tókst að bjarga sér með stutta spilinu og kom inn í hús á þremur höggum undir pari. Spieth á því enn möguleiki að vinna þetta mót í fyrsta sinn á ferlinum en besti árangur hans á AT&T Byron Nelson mótinu er sextánda sæti þegar hann var sextán ára. Sergio Garcia, Matt Kuchar og Bud Cauley eru einu höggi á eftir Spieth í 3-5. sæti en það skyldi enginn útiloka að þeir blandi sér í baráttuna á lokadeginum. Helstu tilþrif frá þriðja leikdegi má sjá í myndbandi hér fyrir neðan. Lokadagur AT&T Byron Nelson meistaramótsins er í beinni útsendingu á Golfstöðinni í kvöld og hefst útsending 17:00.
Golf Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira