Bandarískir sjóðir telja frumvarp um aflandskrónur brjóta gegn eignarétti Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. maí 2016 10:24 Pétur Örn Sverrisson hæstaréttarlögmaður, annar frá vinstri, gætir hagsmuna Eaton Vance Corp. og Autonomy Capital. Hann starfaði áður fyrir slitastjórn Landsbankans en myndin var tekin á upplýsingafundi slitastjórnar bankans á Hilton Nordica árið 2011. Fréttablaðið/Stefán Tveir bandarískir fjárfestingarsjóðir, Eaton Vance Corp. og Autonomy Capital, telja að frumvarp ríkisstjórnarinnar um aflandskrónur brjóti gegn eignarétti þeirra með bótaskyldum hætti. Þetta kemur fram í umsögn þeirra til Alþingis um frumvarpið sem er nú til umfjöllunar hjá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Frumvarpið felur efnislega í sér að eigendum aflandskróna upp að 320 milljórðum króna verður boðið skipta þeim fyrir gjaldeyri með tugprósenta afföllum ella sæta því að krónurnar verði læstar á sérstökum reikningum sem bera litla eða enga vexti. Frumvarpið er lokahnykkurinn í aðgerðum stjórnvalda til að afnema gjaldeyrishöft. Í umsögn bandarísku sjóðanna, sem rituð er af Pétri Erni Sverrissyni hæstaréttarlögmanni og Magnúsi Árna Skúlasyni hagfræðingi, kemur fram það mat þeirra að í frumvarpinu sé ekki sýnt fram á að sú skerðing á eignarréttindum sem frumvarpið hefur í för með sér sé nauðsynleg í lýðræðislegu þjóðfélagi, enda sé með frumvarpinu gengið lengra í skerðingu á réttindum en nauðsynlegt er til að markmiðum frumvarpsins verði náð.Davíð Þór Björgvinsson prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands.Davíð Þór Björgvinsson prófessor í lögfræði og fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu telur að fyrirhuguð löggjöf um meðferð krónueigna standist grundvallarreglur um vernd eignarréttar og bann við mismunun. Þetta kemur fram í minnisblaði hans um frumvarpið. Það er óásættanlegt að kröfuhafar slitabúanna og aflandskrónuhafar komist út úr fjármagnshöftum með stórar upphæðir í erlendum gjaldeyri, sem skerða varanlega lífskjör almennings, fyrirtækja og lífeyrissjóða á Íslandi. Þetta kemur fram í umsögn InDefence hópsins um þetta sama frumvarp. Indefence telur að hætta sé á að almenningur, fyrirtæki og lífeyrissjóðir verði eftir í gjaldeyrishöftum til langs tíma. Það sé áhætta sem íslenska þjóðin ætti ekki að þurfa að taka og því sé ennþá óljóst hvenær Íslendingar muni losna úr höftum, að því er fram kemur í umsögn hópsins. Alþingi Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira
Tveir bandarískir fjárfestingarsjóðir, Eaton Vance Corp. og Autonomy Capital, telja að frumvarp ríkisstjórnarinnar um aflandskrónur brjóti gegn eignarétti þeirra með bótaskyldum hætti. Þetta kemur fram í umsögn þeirra til Alþingis um frumvarpið sem er nú til umfjöllunar hjá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Frumvarpið felur efnislega í sér að eigendum aflandskróna upp að 320 milljórðum króna verður boðið skipta þeim fyrir gjaldeyri með tugprósenta afföllum ella sæta því að krónurnar verði læstar á sérstökum reikningum sem bera litla eða enga vexti. Frumvarpið er lokahnykkurinn í aðgerðum stjórnvalda til að afnema gjaldeyrishöft. Í umsögn bandarísku sjóðanna, sem rituð er af Pétri Erni Sverrissyni hæstaréttarlögmanni og Magnúsi Árna Skúlasyni hagfræðingi, kemur fram það mat þeirra að í frumvarpinu sé ekki sýnt fram á að sú skerðing á eignarréttindum sem frumvarpið hefur í för með sér sé nauðsynleg í lýðræðislegu þjóðfélagi, enda sé með frumvarpinu gengið lengra í skerðingu á réttindum en nauðsynlegt er til að markmiðum frumvarpsins verði náð.Davíð Þór Björgvinsson prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands.Davíð Þór Björgvinsson prófessor í lögfræði og fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu telur að fyrirhuguð löggjöf um meðferð krónueigna standist grundvallarreglur um vernd eignarréttar og bann við mismunun. Þetta kemur fram í minnisblaði hans um frumvarpið. Það er óásættanlegt að kröfuhafar slitabúanna og aflandskrónuhafar komist út úr fjármagnshöftum með stórar upphæðir í erlendum gjaldeyri, sem skerða varanlega lífskjör almennings, fyrirtækja og lífeyrissjóða á Íslandi. Þetta kemur fram í umsögn InDefence hópsins um þetta sama frumvarp. Indefence telur að hætta sé á að almenningur, fyrirtæki og lífeyrissjóðir verði eftir í gjaldeyrishöftum til langs tíma. Það sé áhætta sem íslenska þjóðin ætti ekki að þurfa að taka og því sé ennþá óljóst hvenær Íslendingar muni losna úr höftum, að því er fram kemur í umsögn hópsins.
Alþingi Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira