Fá milljarð í tekjur fyrir að hanna álver Norsk Hydro Kristján Már Unnarsson skrifar 26. febrúar 2016 20:00 Verkfræðileg hönnun nýs álvers Norsk Hydro, sem Norðmenn segja að verði það umhverfisvænasta í heimi, er í höndum þriggja íslenskra verkfræðistofa og skilar einum milljarði króna í gjaldeyristekjur til Íslands. Álver Norsk Hydro er á Karmöy skammt frá Haugasundi. Fyrr í vikunni sagði Stöð 2 frá þeirri ákvörðun fyrirtækisins að byggja við hlið þess nýtt tilraunaálver, sem þarf bæði minni raforku og mengar minna en önnur álver. Erna Solberg forsætisráðherra var viðstödd þegar þessi 65 milljarða króna fjárfesting var kynnt enda segja menn í Noregi að þetta verði kannski stærsta framlag Norðmanna til umhverfismála heimsins til þessa. En það er íslensk hlið á þessu máli. Í turni við Urðarhvarf í Kópavogi eru tugir íslenskra verk- og tæknifræðinga að hanna norska álverið. Þeir koma frá þremur verkfræðistofum; Mannviti, Verkís og HRV. Verkefninu fylgja slík viðskiptaleyndarmál að á sumum vinnusvæðum var okkur ekki leyfð myndataka.Um þrjátíu manns vinna við hönnun álversins þessa dagana á vegum þriggja íslenskra verkfræðistofa.Stöð 2/Björn Sigurðsson.„Við sjáum um verkfræðihönnun og við sjáum um alla stjórnun og innkaup og byggingarstjórnun á svæðinu, öll öryggismál. Þannig að þetta er mun umfangsmeira en bara verkfræðihönnun,” segir Skapti Valsson, forstjóri HRV. Svo viðamikið er verkefnið að hópurinn, sem kemur að því, fyllir heila vinnuálmu, alls um þrjátíu manns, en að jafnaði um tuttugu manns yfir tveggja til þriggja ára tímabil, að sögn Skapta. En hvað skapar verkefnið miklar tekjur á Íslandi? „Þetta gæti verið af stærðargráðunni milljarður,” svarar forstjóri HRV. Og menn eru stoltir af því að Norsk Hydro skyldi fela Íslendingum verkefnið. „Við erum stoltir af okkar framlagi, það er ekki spurning. Við erum hérna með gríðarlega reyndan og góðan hóp af fólki og margir búnir að vera í tuttugu ár eingöngu í álversverkefnum.” Og ekki bara hérlendis, margir starfsmannanna hönnuðu einnig álver í Svíþjóð. Það er hins vegar vinna fyrir álverin á Íslandi sem skapað hefur verkþekkinguna og reynsluna. „Þarna sannast þetta að ef það er heimamarkaður til þess að þróa einhverja vöru á, - þá er hægt að selja hana erlendis líka. Það á við um þetta,” segir Skapti Valsson.Grafísk mynd af álveri Norsk Hydro á Karmöy, eða Körmt, eins og eyjan heitir í íslenskum fornritum.Grafík/Norsk Hydro. Tengdar fréttir Reisa nýtt álver í Noregi sem sparar 15% raforku Norsk Hydro hefur tilkynnt um 65 milljarða króna fjárfestingu í nýrri tegund álvers, sem á að vera það umhverfisvænasta í heimi. 23. febrúar 2016 11:15 Mest lesið Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Verkfræðileg hönnun nýs álvers Norsk Hydro, sem Norðmenn segja að verði það umhverfisvænasta í heimi, er í höndum þriggja íslenskra verkfræðistofa og skilar einum milljarði króna í gjaldeyristekjur til Íslands. Álver Norsk Hydro er á Karmöy skammt frá Haugasundi. Fyrr í vikunni sagði Stöð 2 frá þeirri ákvörðun fyrirtækisins að byggja við hlið þess nýtt tilraunaálver, sem þarf bæði minni raforku og mengar minna en önnur álver. Erna Solberg forsætisráðherra var viðstödd þegar þessi 65 milljarða króna fjárfesting var kynnt enda segja menn í Noregi að þetta verði kannski stærsta framlag Norðmanna til umhverfismála heimsins til þessa. En það er íslensk hlið á þessu máli. Í turni við Urðarhvarf í Kópavogi eru tugir íslenskra verk- og tæknifræðinga að hanna norska álverið. Þeir koma frá þremur verkfræðistofum; Mannviti, Verkís og HRV. Verkefninu fylgja slík viðskiptaleyndarmál að á sumum vinnusvæðum var okkur ekki leyfð myndataka.Um þrjátíu manns vinna við hönnun álversins þessa dagana á vegum þriggja íslenskra verkfræðistofa.Stöð 2/Björn Sigurðsson.„Við sjáum um verkfræðihönnun og við sjáum um alla stjórnun og innkaup og byggingarstjórnun á svæðinu, öll öryggismál. Þannig að þetta er mun umfangsmeira en bara verkfræðihönnun,” segir Skapti Valsson, forstjóri HRV. Svo viðamikið er verkefnið að hópurinn, sem kemur að því, fyllir heila vinnuálmu, alls um þrjátíu manns, en að jafnaði um tuttugu manns yfir tveggja til þriggja ára tímabil, að sögn Skapta. En hvað skapar verkefnið miklar tekjur á Íslandi? „Þetta gæti verið af stærðargráðunni milljarður,” svarar forstjóri HRV. Og menn eru stoltir af því að Norsk Hydro skyldi fela Íslendingum verkefnið. „Við erum stoltir af okkar framlagi, það er ekki spurning. Við erum hérna með gríðarlega reyndan og góðan hóp af fólki og margir búnir að vera í tuttugu ár eingöngu í álversverkefnum.” Og ekki bara hérlendis, margir starfsmannanna hönnuðu einnig álver í Svíþjóð. Það er hins vegar vinna fyrir álverin á Íslandi sem skapað hefur verkþekkinguna og reynsluna. „Þarna sannast þetta að ef það er heimamarkaður til þess að þróa einhverja vöru á, - þá er hægt að selja hana erlendis líka. Það á við um þetta,” segir Skapti Valsson.Grafísk mynd af álveri Norsk Hydro á Karmöy, eða Körmt, eins og eyjan heitir í íslenskum fornritum.Grafík/Norsk Hydro.
Tengdar fréttir Reisa nýtt álver í Noregi sem sparar 15% raforku Norsk Hydro hefur tilkynnt um 65 milljarða króna fjárfestingu í nýrri tegund álvers, sem á að vera það umhverfisvænasta í heimi. 23. febrúar 2016 11:15 Mest lesið Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Reisa nýtt álver í Noregi sem sparar 15% raforku Norsk Hydro hefur tilkynnt um 65 milljarða króna fjárfestingu í nýrri tegund álvers, sem á að vera það umhverfisvænasta í heimi. 23. febrúar 2016 11:15