Selja á stöðugleikaeignir í opnu ferli Ingvar Haraldsson skrifar 12. maí 2016 07:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur sagt talsverðan áhuga á ákveðnum óskráðum eignum sem komust í ríkiseigu með stöðugleikaframlögum. vísir/anton brink Þær eignir sem ríkið fékk afhentar með stöðugleikaframlögum föllnu bankanna á að selja í opnu útboði. „Sala eða ráðstöfun skal eiga sér stað að undangengnu opnu tilboðsferli þar sem gætt er gagnsæis og jafnræðis bjóðenda,“ segir í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins um eignasölu í gegnum félagið Lindarhvol ehf. Félagið var stofnað í apríl, á að hafa umsjón með sölu eignanna sem féllu ríkinu í skaut, að undanskildum Íslandsbanka sem heyrir undir Bankasýslu ríkisins. Félagið hefur þegar hafið störf en í stjórn þess sitja Þórólfur Arason, skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneyti, og Haukur C. Benediktsson, forstöðumaður Eignasafns Seðlabanka Íslands. Við umsýslu, fullnustu og sölu eignanna á að leggja áherslu á gagnsæi, hlutlægni, jafnræði og hagkvæmni samkvæmt svari ráðuneytisins. „Með hagkvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs eða markaðsverðs.“ Þá segir jafnframt að almenna reglan verði opið söluferli, bæði við sölu óskráðra og skráðra eigna. Skráðar eignir verði seldar í gegnum Kauphöll að undangengnu ferli þar sem söluaðili verður valinn. „En óskað verður eftir tilboðum í söluþóknun vegna sölu á umræddum eignum og lægsta tilboði verður tekið.“ Áætlað er að eignirnar sem Lindarhvoll hefur umsjón með sölu á séu metnar á um 60 milljarða króna. Þar á meðal er hlutur í 16 hlutafélögum, t.d. í Sjóvá, Reitum, Dohop, Lyfju, Símanum og Eimskipum auk skuldabréfa á Arion banka, Hitaveitu Suðurnesja og ríkissjóð og Lánasjóð sveitarfélaganna. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. maí. Birtist í Fréttablaðinu Starfsemi Lindarhvols Tengdar fréttir Bjarni Ben: Mikill áhugi á eignum sem ríkið fékk með stöðugleikaframlögum Samningur um hvernig haga á sölu stöðugleikaeignum verður gerður opinber á næstunni. 30. apríl 2016 07:00 Mest lesið Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira
Þær eignir sem ríkið fékk afhentar með stöðugleikaframlögum föllnu bankanna á að selja í opnu útboði. „Sala eða ráðstöfun skal eiga sér stað að undangengnu opnu tilboðsferli þar sem gætt er gagnsæis og jafnræðis bjóðenda,“ segir í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins um eignasölu í gegnum félagið Lindarhvol ehf. Félagið var stofnað í apríl, á að hafa umsjón með sölu eignanna sem féllu ríkinu í skaut, að undanskildum Íslandsbanka sem heyrir undir Bankasýslu ríkisins. Félagið hefur þegar hafið störf en í stjórn þess sitja Þórólfur Arason, skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneyti, og Haukur C. Benediktsson, forstöðumaður Eignasafns Seðlabanka Íslands. Við umsýslu, fullnustu og sölu eignanna á að leggja áherslu á gagnsæi, hlutlægni, jafnræði og hagkvæmni samkvæmt svari ráðuneytisins. „Með hagkvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs eða markaðsverðs.“ Þá segir jafnframt að almenna reglan verði opið söluferli, bæði við sölu óskráðra og skráðra eigna. Skráðar eignir verði seldar í gegnum Kauphöll að undangengnu ferli þar sem söluaðili verður valinn. „En óskað verður eftir tilboðum í söluþóknun vegna sölu á umræddum eignum og lægsta tilboði verður tekið.“ Áætlað er að eignirnar sem Lindarhvoll hefur umsjón með sölu á séu metnar á um 60 milljarða króna. Þar á meðal er hlutur í 16 hlutafélögum, t.d. í Sjóvá, Reitum, Dohop, Lyfju, Símanum og Eimskipum auk skuldabréfa á Arion banka, Hitaveitu Suðurnesja og ríkissjóð og Lánasjóð sveitarfélaganna. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. maí.
Birtist í Fréttablaðinu Starfsemi Lindarhvols Tengdar fréttir Bjarni Ben: Mikill áhugi á eignum sem ríkið fékk með stöðugleikaframlögum Samningur um hvernig haga á sölu stöðugleikaeignum verður gerður opinber á næstunni. 30. apríl 2016 07:00 Mest lesið Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira
Bjarni Ben: Mikill áhugi á eignum sem ríkið fékk með stöðugleikaframlögum Samningur um hvernig haga á sölu stöðugleikaeignum verður gerður opinber á næstunni. 30. apríl 2016 07:00