Geir: Fyrri hálfleikurinn gerði okkur erfitt fyrir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. apríl 2016 18:21 Geir stýrði íslenska landsliðinu í fyrsta sinn í Þrándheimi í dag. vísir/getty „Ég er aldrei ánægður með að tapa en það sem gerði okkur erfitt fyrir var fyrri hálfleikurinn, þá sérstaklega varnarleikurinn,“ sagði Geir Sveinsson, nýráðinn landsliðsþjálfari, eftir tapið fyrir Noregi í fyrsta leik handboltalandsliðsins undir hans stjórn í dag. Norðmenn voru sterkari aðilinn nær allan tímann, leiddu með sex mörkum í hálfleik, 18-12, og unnu að lokum fjögurra marka sigur, 29-25. „Við fengum of mikið af auðveldum mörkum á okkur og vorum lengi að vinna okkur út úr því. En smátt og smátt tókst okkur það og tölulega séð voru þetta kannski ekkert svo slæm úrslit. En það er margt sem þarf að laga,“ bætti Geir við. Varnarleikur íslenska liðsins í fyrri hálfleik var afleitur enda skoruðu Norðmenn 18 mörk. Vörnin var betri í seinni hálfleik og þá hrökk Aron Rafn Eðvarðsson í gang en hann varði alls 16 skot í leiknum, eða 46& þeirra skota sem hann fékk á sig. „Vörn og markvarsla duttu inn í seinni hálfleik,“ sagði Geir sem prófaði fjóra leikmenn í miðri íslensku vörninni. Hverjir fannst honum komast best frá því? „Ég á eftir að skoða það betur en almennt var ég ánægður með innkomu Tandra [Más Konráðssonar] og Ólafs [Guðmundssonar]. Við náðum ekkert að æfa með þá, þeir komu bara beint inn í leikinn í dag,“ sagði Geir en Tandri og Ólafur spiluðu báðir með sínum félagsliðum í Svíþjóð í gær. Þrátt fyrir að vörn og markvarsla hafi verið í lagi í seinni hálfleik skilaði það nánast engum hraðaupphlaupum. Ísland skoraði aðeins þrjú mörk eftir hraðaupphlaup í leiknum en Noregur tíu. „Það má taka undir það. Við hefðum mátt fá hærra hlutfall af mörkum úr hraðaupphlaupum. Við þurfum líka að vinna í sóknarleiknum. Þeir voru mjög flatir til að byrja með og kannski vantaði skotógnun fyrir utan. En svo lagaðist það,“ sagði Geir en er eitthvað sérstakt sem hann ætlar að leggja áherslu á fyrir seinni leikinn gegn Noregi á þriðjudaginn? „Nei, við þurfum bara að vinna með það sem við erum með í höndunum,“ sagði Geir Sveinsson að lokum. Handbolti Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
„Ég er aldrei ánægður með að tapa en það sem gerði okkur erfitt fyrir var fyrri hálfleikurinn, þá sérstaklega varnarleikurinn,“ sagði Geir Sveinsson, nýráðinn landsliðsþjálfari, eftir tapið fyrir Noregi í fyrsta leik handboltalandsliðsins undir hans stjórn í dag. Norðmenn voru sterkari aðilinn nær allan tímann, leiddu með sex mörkum í hálfleik, 18-12, og unnu að lokum fjögurra marka sigur, 29-25. „Við fengum of mikið af auðveldum mörkum á okkur og vorum lengi að vinna okkur út úr því. En smátt og smátt tókst okkur það og tölulega séð voru þetta kannski ekkert svo slæm úrslit. En það er margt sem þarf að laga,“ bætti Geir við. Varnarleikur íslenska liðsins í fyrri hálfleik var afleitur enda skoruðu Norðmenn 18 mörk. Vörnin var betri í seinni hálfleik og þá hrökk Aron Rafn Eðvarðsson í gang en hann varði alls 16 skot í leiknum, eða 46& þeirra skota sem hann fékk á sig. „Vörn og markvarsla duttu inn í seinni hálfleik,“ sagði Geir sem prófaði fjóra leikmenn í miðri íslensku vörninni. Hverjir fannst honum komast best frá því? „Ég á eftir að skoða það betur en almennt var ég ánægður með innkomu Tandra [Más Konráðssonar] og Ólafs [Guðmundssonar]. Við náðum ekkert að æfa með þá, þeir komu bara beint inn í leikinn í dag,“ sagði Geir en Tandri og Ólafur spiluðu báðir með sínum félagsliðum í Svíþjóð í gær. Þrátt fyrir að vörn og markvarsla hafi verið í lagi í seinni hálfleik skilaði það nánast engum hraðaupphlaupum. Ísland skoraði aðeins þrjú mörk eftir hraðaupphlaup í leiknum en Noregur tíu. „Það má taka undir það. Við hefðum mátt fá hærra hlutfall af mörkum úr hraðaupphlaupum. Við þurfum líka að vinna í sóknarleiknum. Þeir voru mjög flatir til að byrja með og kannski vantaði skotógnun fyrir utan. En svo lagaðist það,“ sagði Geir en er eitthvað sérstakt sem hann ætlar að leggja áherslu á fyrir seinni leikinn gegn Noregi á þriðjudaginn? „Nei, við þurfum bara að vinna með það sem við erum með í höndunum,“ sagði Geir Sveinsson að lokum.
Handbolti Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira