Viðskipti innlent

Virðing vill Kviku banka

Hafliði Helgason skrifar
Sigurður Atli, forstjóri Kviku, skilar góðum hagnaði en Virðing sækist eftir sameiningu.
Sigurður Atli, forstjóri Kviku, skilar góðum hagnaði en Virðing sækist eftir sameiningu. Vísir/Anton Brink
Verðbréfafyrirtækið Virðing hefur lagt fram tilboð um kaup á hlut í Kviku banka með það að markmiði að fyrirtækin sameinist.

Kvika varð til við sameiningu Straums og MP banka, en Virðing hafði á þeim tíma áhuga á slíkri sameiningu. Undanfarið hefur Virðing rætt við einstaka hluthafa í Kviku með það fyrir augum að kaupa hlut í bankanum. Þær þreifingar hafa nú leitt til þess að lagt hefur verið fram formlegt tilboð um kaup á hlutafé.

Góður gangur hefur verið í rekstri Kviku og sendi bankinn í gær frá sér afkomuviðvörun vegna meiri hagnaðar. Samkvæmt óendurskoðuðu uppgjöri nemur hagnaður Kviku fyrstu níu mánuði ársins rúmum milljarði króna eftir skatta. Eigið fé bankans var í lok september tæplega 6,2 milljarðar króna. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×