Er með nýja stjörnufræðibók í smíðum Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. júní 2016 11:00 Sævar Helgi Bragason hefur stjörnufræðina ekki bara sem áhugamál, heldur einnig að atvinnu. Fréttablaðið/Hanna Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, vakti töluverða athygli í síðustu viku þegar fréttist að Stjörnufræðivefur hans væri gjaldþrota vegna virðisaukaskattsskuldar. Skuldin nam 450 þúsund krónum, en þegar fréttir af málinu urðu opinberar safnaðist fljótt upp í skuldina. Sævar hefur um margra ára bil haft áhuga á stjörnufræði. En í dag er áhugamálið einnig atvinna hans. „Ég vinn við ýmislegt sem tengist stjörnufræði. Til dæmis hef ég verið að kenna, í Menntaskólanum í Reykjavík, stjörnufræði í sjötta bekk. Síðan hef ég verið að vinna ýmis menntaverkefni tengd Háskóla Íslands, eins og Háskóli unga fólksins, Háskólalestin og Vísindasmiðjan, þar sem ég hef tekið þátt í að kenna börnum og unglingum vísindi. Sem er ákaflega skemmtilegt,“ segir Sævar. Að auki hefur Sævar unnið við að sýna ferðamönnum himininn og norðurljós. Hann hefur ásamt fleirum verið í samstarfi við Friðrik Pálsson á Hótel Rangá við að byggja upp stjörnuskoðunarhús. „Svo hef ég verið að skrifa bók og er að reyna að klára nýja bók,“ segir Sævar, en bækurnar eru skrifaðar í samstarfi við Vilhelm Anton Jónsson. Áhugi Sævars á stjörnufræði nær langt aftur í tímann. „Ég hef alltaf verið heillaður af himninum og náttúru og vísindum. Ég ætlaði alltaf að verða sérfræðingur í reikistjörnujarðfræði þannig að ég ákvað að fara í jarðfræði í háskóla til að byrja með og er með B.Sc. í jarðfræði. En ég lít ekki á mig sem jarðfræðing heldur sem stjörnufræðing enda veit ég miklu meira um það en nokkru sinni um jarðfræði og er að hyggja á að klára meistaranám í stjarneðlisfræði á næstu tveimur árum eða svo,“ segir Sævar Helgi. Hann hafi djúpstæða þörf til að segja öðrum frá því hvað alheimurinn sé magnaður. En Sævar Helgi á fleiri áhugamál. „Ég fer töluvert mikið út að hlaupa og mér finnst óskaplega gaman að ganga um íslenska náttúru. Sömuleiðis hef ég lúmskt gaman af því að elda mat,“ segir hann. Þá finnst Sævari óskaplega gaman að ferðast og skoða heiminn. Sævar Helgi á einn son sem er sex ára og byrjar í skóla í haust. jonhakon@frettabladid.is Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, vakti töluverða athygli í síðustu viku þegar fréttist að Stjörnufræðivefur hans væri gjaldþrota vegna virðisaukaskattsskuldar. Skuldin nam 450 þúsund krónum, en þegar fréttir af málinu urðu opinberar safnaðist fljótt upp í skuldina. Sævar hefur um margra ára bil haft áhuga á stjörnufræði. En í dag er áhugamálið einnig atvinna hans. „Ég vinn við ýmislegt sem tengist stjörnufræði. Til dæmis hef ég verið að kenna, í Menntaskólanum í Reykjavík, stjörnufræði í sjötta bekk. Síðan hef ég verið að vinna ýmis menntaverkefni tengd Háskóla Íslands, eins og Háskóli unga fólksins, Háskólalestin og Vísindasmiðjan, þar sem ég hef tekið þátt í að kenna börnum og unglingum vísindi. Sem er ákaflega skemmtilegt,“ segir Sævar. Að auki hefur Sævar unnið við að sýna ferðamönnum himininn og norðurljós. Hann hefur ásamt fleirum verið í samstarfi við Friðrik Pálsson á Hótel Rangá við að byggja upp stjörnuskoðunarhús. „Svo hef ég verið að skrifa bók og er að reyna að klára nýja bók,“ segir Sævar, en bækurnar eru skrifaðar í samstarfi við Vilhelm Anton Jónsson. Áhugi Sævars á stjörnufræði nær langt aftur í tímann. „Ég hef alltaf verið heillaður af himninum og náttúru og vísindum. Ég ætlaði alltaf að verða sérfræðingur í reikistjörnujarðfræði þannig að ég ákvað að fara í jarðfræði í háskóla til að byrja með og er með B.Sc. í jarðfræði. En ég lít ekki á mig sem jarðfræðing heldur sem stjörnufræðing enda veit ég miklu meira um það en nokkru sinni um jarðfræði og er að hyggja á að klára meistaranám í stjarneðlisfræði á næstu tveimur árum eða svo,“ segir Sævar Helgi. Hann hafi djúpstæða þörf til að segja öðrum frá því hvað alheimurinn sé magnaður. En Sævar Helgi á fleiri áhugamál. „Ég fer töluvert mikið út að hlaupa og mér finnst óskaplega gaman að ganga um íslenska náttúru. Sömuleiðis hef ég lúmskt gaman af því að elda mat,“ segir hann. Þá finnst Sævari óskaplega gaman að ferðast og skoða heiminn. Sævar Helgi á einn son sem er sex ára og byrjar í skóla í haust. jonhakon@frettabladid.is
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira