Tilraunir til að selja Ísland fyrr á öldum hluti af hrunrannsókn Ingvar Haraldsson skrifar 10. mars 2016 07:00 Hannes Hólmsteinn Gissurarson segist ætla að skila skýrslu um erlenda áhrifaþætti hrunsins þegar hann verði orðinn ánægður með niðurstöðuna. vísir/valli Lítill áhugi erlendra aðila á Íslandi þegar landið var boðið til sölu frá 16. og fram til 19. aldar er orðinn hluti af rannsókn Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins. Fjármála- og efnahagsráðuneytið gerði samning við Félagsvísindastofnun um að styrkja verkefnið um 10 milljónir króna sumarið 2014. Búið er að greiða 7,5 milljónir króna en lokagreiðsla á að berast þegar verkinu verður skilað. Verkefninu var komið á fót að frumkvæði Hannesar. „Hinrik áttunda var boðið landið þrisvar til sölu á árunum 1518-1535 en hafði ekki áhuga. Hamborgarkaupmönnum var boðið það einu sinni árið 1645 en árangurslaust. Danir veltu jafnvel fyrir sér á árunum 1784-1785 að rýma Ísland!“ er haft eftir Hannesi í Tímariti Háskóla Íslands. „Hann er bara kominn aftur, þessi litli áhugi. Ísland er útkjálki, afkimi, en það getur vel verið að þessi áhugi birtist aftur af því að norðurslóðir verði mikilvægari en áður,“ segir Hannes. Ísland hafi tímabundið orðið hernaðarlega mikilvægt á 20. öld en þetta hafi breyst aftur til fyrri vegar eftir að Bandaríkjaher yfirgaf Ísland árið 2006. „Við þurfum að glíma við þetta, Íslendingar, það vill okkur enginn,“ segir hann. Upphaflega var stefnt að því að verkinu lyki síðasta sumar. Rannsóknin átti í meginatriðum að snúa að forsendum ákvarðana bandarískra og breskra seðlabanka í aðdraganda hrunsins, ákvörðun breskra stjórnvalda um að setja hryðjuverkalög á Íslendinga og mat á tjóni íslenskra banka og fyrirtækja vegna skyndisölu ýmissa eigna, sem knúin hafi verið fram með ákvörðunum erlendra stjórnvalda eða fyrirtækja. RÚV greindi frá því í október að fjármálaráðuneytið ætti von á að Hannes myndi skila stuttri framvinduskýrslu fyrir áramót og lokaskýrslu fljótlega eftir áramót. „Hún birtist þegar hún er tilbúin og ég er orðinn ánægður með hana,“ segir Hannes um hvenær standi til að ljúka skýrslunni. Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Lítill áhugi erlendra aðila á Íslandi þegar landið var boðið til sölu frá 16. og fram til 19. aldar er orðinn hluti af rannsókn Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins. Fjármála- og efnahagsráðuneytið gerði samning við Félagsvísindastofnun um að styrkja verkefnið um 10 milljónir króna sumarið 2014. Búið er að greiða 7,5 milljónir króna en lokagreiðsla á að berast þegar verkinu verður skilað. Verkefninu var komið á fót að frumkvæði Hannesar. „Hinrik áttunda var boðið landið þrisvar til sölu á árunum 1518-1535 en hafði ekki áhuga. Hamborgarkaupmönnum var boðið það einu sinni árið 1645 en árangurslaust. Danir veltu jafnvel fyrir sér á árunum 1784-1785 að rýma Ísland!“ er haft eftir Hannesi í Tímariti Háskóla Íslands. „Hann er bara kominn aftur, þessi litli áhugi. Ísland er útkjálki, afkimi, en það getur vel verið að þessi áhugi birtist aftur af því að norðurslóðir verði mikilvægari en áður,“ segir Hannes. Ísland hafi tímabundið orðið hernaðarlega mikilvægt á 20. öld en þetta hafi breyst aftur til fyrri vegar eftir að Bandaríkjaher yfirgaf Ísland árið 2006. „Við þurfum að glíma við þetta, Íslendingar, það vill okkur enginn,“ segir hann. Upphaflega var stefnt að því að verkinu lyki síðasta sumar. Rannsóknin átti í meginatriðum að snúa að forsendum ákvarðana bandarískra og breskra seðlabanka í aðdraganda hrunsins, ákvörðun breskra stjórnvalda um að setja hryðjuverkalög á Íslendinga og mat á tjóni íslenskra banka og fyrirtækja vegna skyndisölu ýmissa eigna, sem knúin hafi verið fram með ákvörðunum erlendra stjórnvalda eða fyrirtækja. RÚV greindi frá því í október að fjármálaráðuneytið ætti von á að Hannes myndi skila stuttri framvinduskýrslu fyrir áramót og lokaskýrslu fljótlega eftir áramót. „Hún birtist þegar hún er tilbúin og ég er orðinn ánægður með hana,“ segir Hannes um hvenær standi til að ljúka skýrslunni.
Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira