Day kom, sá og sigraði á Players Anton Ingi Leifsson skrifar 16. maí 2016 11:00 Jason Day fagnar sínum öðrum risatitli. vísir/getty Ástralinn Jason Day kom sá og sigraði á Players-meistaramótinu sem lauk í Flórída í nótt, en hann spilaði frábært golf. Bandaríkjamenn röðuðu sér í næstu fjögur sæti. Day byrjaði mótið frábærlega og spilaði fyrsta hringinn á níu undir pari og var í sérflokki, en næsta hring spilaði hann á sex undir og var fimmtán höggum undir pari eftir tvo hringi. Hann steig þó smá feilspor á þriðja hring, en rosalegur vindur var á vellinum og réðu spilararnir lítið við vindinn. Hann spilaði þá á einu höggi yfir pari, en á fjórða hringnum spilaði hann á einu undir pari og endaði á fimmtán undir pari. Hann fær dágóða summu í sinn vasa, en Day er talinn einn besti kylfingurinn í heiminum í dag ef ekki sá besti. Kevin Chappell endaði í öðru sætinu, en hann spilaði á ellefu höggum undir pari. Hann spilaði sinn besta hring annan daginn, en þá spilaði hann á fimm höggum undir pari. Í þriðja sæti enduðu þeir Ken Duke, Matt Kuchar, Colt Knost og Justin Thomas, en þeir spiluðu allir á tíu höggum undir pari. Golf Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Ástralinn Jason Day kom sá og sigraði á Players-meistaramótinu sem lauk í Flórída í nótt, en hann spilaði frábært golf. Bandaríkjamenn röðuðu sér í næstu fjögur sæti. Day byrjaði mótið frábærlega og spilaði fyrsta hringinn á níu undir pari og var í sérflokki, en næsta hring spilaði hann á sex undir og var fimmtán höggum undir pari eftir tvo hringi. Hann steig þó smá feilspor á þriðja hring, en rosalegur vindur var á vellinum og réðu spilararnir lítið við vindinn. Hann spilaði þá á einu höggi yfir pari, en á fjórða hringnum spilaði hann á einu undir pari og endaði á fimmtán undir pari. Hann fær dágóða summu í sinn vasa, en Day er talinn einn besti kylfingurinn í heiminum í dag ef ekki sá besti. Kevin Chappell endaði í öðru sætinu, en hann spilaði á ellefu höggum undir pari. Hann spilaði sinn besta hring annan daginn, en þá spilaði hann á fimm höggum undir pari. Í þriðja sæti enduðu þeir Ken Duke, Matt Kuchar, Colt Knost og Justin Thomas, en þeir spiluðu allir á tíu höggum undir pari.
Golf Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira