Steve Kerr tekur enga áhættu með meiðsli Stephen Curry Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. apríl 2016 10:30 Steve Kerr leyfði Stephen Curry ekki að fara aftur inná í leik eitt. Vísir/Getty Stephen Curry, besti leikmaður Golden State Warriors og NBA-deildarinnar allar að flestra mati, meiddist á ökkla í fyrsta leik úrslitakeppninnar og stuðningsmenn NBA-meistaranna bíða nú áhyggjufullur eftir nýjustu fréttum af kappanum. Stephen Curry spilaði lítið sem ekkert í seinni hálfleiknum en hann fór á kostum og skoraði 24 stig á 20 mínútum áður en Steve Kerr ákvað að taka ekki meiri áhættu með hann. Úrslitakeppnin byrjaði frábærlega hjá Stephen Curry en meiðslin sína að fljótt skipast verður í lofti í íþróttunum. Stephen Curry var á æfingu Golden State í gær en hann tók ekki eitt einasta skot. Þess í stað var hann í meðferð hjá sjúkraþjálfurum liðsins. Blaðamenn ESPN sáu hann ekki haltra en óvissan um þátttöku hans lifir eftir að hann var ekkert með á æfingunni. Steve Kerr stóð harður á sínu í leik eitt og neitaði Stephen Curry þrisvar um að koma aftur inn í leikinn. Kerr ætlar ekki að taka neina áhættu með sinn besta leikmann. Steve Kerr hefur þegar gefið það út að Shaun Livingston komi inn í byrjunarliðið verði Stephen Curry ekki með í leik tvö í nótt. „Það er óvíst hvort að hann verði með. Hann æfði ekki í dag og var bara í meðferð. Þetta lítur aðeins betur út í dag en í gær. Við sjáum síðan til hvernig þetta lítur út á skotæfingu á morgun," sagði Steve Kerr. Ef hann hvílir Curry þá fær besti maðurinn hans auka tvo daga til að jafna sig. „Við tökum alltaf mið að leikjadagskránni í okkar ákvörðunum. Ein leiðin til að líta á þessa stöðu er að ef við spilum honum ekki á morgun þá fær hann tvo aukadaga til að jafna sig," sagði Kerr. NBA Tengdar fréttir Nýtt nafn í 50-45-90 klúbb NBA í bókstaflegri merkingu Stephen Curry átti ótrúlegt tímabil í NBA-deildinni í körfubolta hvort sem litið er á frammistöðu hans sjálfs eða gengi liðs hans Golden State Warriors. Curry endurskrifaði söguna á báðum stöðum. 14. apríl 2016 16:30 NBA: Curry með tíu þrista í 73. sigri Golden State | Bættu met Bulls frá 1996 Stephen Curry og félagar hans Golden State Warriors áttu ekki í miklum vandræðum með að bæta met Michael Jordan og Chicago Bulls frá 1996 yfir flesta sigurleiki á einu NBA-tímabili þegar meistararnir enduðu deildarkeppnina á 21 stigs sigri á Memphis Grizzlies í nótt. 14. apríl 2016 06:59 Jón Axel fer í sama skóla og Stephen Curry Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson mun spila með Davidson í bandaríska háskólakörfuboltanum næstu fjögur árin en strákurinn gat valið úr mörgum skólum sem vildu fá hann til sín. 13. apríl 2016 13:00 Flottustu sirkus-skotin í NBA | Myndbönd Deildarkeppninni í NBA-körfuboltanum lauk á dögunum og úrslitakeppnin hófst í gær. Mörg glæsileg tilþrif litu dagsins ljós í vetur. 17. apríl 2016 23:15 Meistararnir byrjuðu úrslitakeppnina á auðveldum sigri | Myndbönd Golden State Warriors byrja úrslitakeppnina í NBA-deildinni af fullum krafti, en þeir unnu öruggan sigur á Houston í gærkvöldi, 104-78. 17. apríl 2016 11:28 Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Fleiri fréttir Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Sjá meira
Stephen Curry, besti leikmaður Golden State Warriors og NBA-deildarinnar allar að flestra mati, meiddist á ökkla í fyrsta leik úrslitakeppninnar og stuðningsmenn NBA-meistaranna bíða nú áhyggjufullur eftir nýjustu fréttum af kappanum. Stephen Curry spilaði lítið sem ekkert í seinni hálfleiknum en hann fór á kostum og skoraði 24 stig á 20 mínútum áður en Steve Kerr ákvað að taka ekki meiri áhættu með hann. Úrslitakeppnin byrjaði frábærlega hjá Stephen Curry en meiðslin sína að fljótt skipast verður í lofti í íþróttunum. Stephen Curry var á æfingu Golden State í gær en hann tók ekki eitt einasta skot. Þess í stað var hann í meðferð hjá sjúkraþjálfurum liðsins. Blaðamenn ESPN sáu hann ekki haltra en óvissan um þátttöku hans lifir eftir að hann var ekkert með á æfingunni. Steve Kerr stóð harður á sínu í leik eitt og neitaði Stephen Curry þrisvar um að koma aftur inn í leikinn. Kerr ætlar ekki að taka neina áhættu með sinn besta leikmann. Steve Kerr hefur þegar gefið það út að Shaun Livingston komi inn í byrjunarliðið verði Stephen Curry ekki með í leik tvö í nótt. „Það er óvíst hvort að hann verði með. Hann æfði ekki í dag og var bara í meðferð. Þetta lítur aðeins betur út í dag en í gær. Við sjáum síðan til hvernig þetta lítur út á skotæfingu á morgun," sagði Steve Kerr. Ef hann hvílir Curry þá fær besti maðurinn hans auka tvo daga til að jafna sig. „Við tökum alltaf mið að leikjadagskránni í okkar ákvörðunum. Ein leiðin til að líta á þessa stöðu er að ef við spilum honum ekki á morgun þá fær hann tvo aukadaga til að jafna sig," sagði Kerr.
NBA Tengdar fréttir Nýtt nafn í 50-45-90 klúbb NBA í bókstaflegri merkingu Stephen Curry átti ótrúlegt tímabil í NBA-deildinni í körfubolta hvort sem litið er á frammistöðu hans sjálfs eða gengi liðs hans Golden State Warriors. Curry endurskrifaði söguna á báðum stöðum. 14. apríl 2016 16:30 NBA: Curry með tíu þrista í 73. sigri Golden State | Bættu met Bulls frá 1996 Stephen Curry og félagar hans Golden State Warriors áttu ekki í miklum vandræðum með að bæta met Michael Jordan og Chicago Bulls frá 1996 yfir flesta sigurleiki á einu NBA-tímabili þegar meistararnir enduðu deildarkeppnina á 21 stigs sigri á Memphis Grizzlies í nótt. 14. apríl 2016 06:59 Jón Axel fer í sama skóla og Stephen Curry Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson mun spila með Davidson í bandaríska háskólakörfuboltanum næstu fjögur árin en strákurinn gat valið úr mörgum skólum sem vildu fá hann til sín. 13. apríl 2016 13:00 Flottustu sirkus-skotin í NBA | Myndbönd Deildarkeppninni í NBA-körfuboltanum lauk á dögunum og úrslitakeppnin hófst í gær. Mörg glæsileg tilþrif litu dagsins ljós í vetur. 17. apríl 2016 23:15 Meistararnir byrjuðu úrslitakeppnina á auðveldum sigri | Myndbönd Golden State Warriors byrja úrslitakeppnina í NBA-deildinni af fullum krafti, en þeir unnu öruggan sigur á Houston í gærkvöldi, 104-78. 17. apríl 2016 11:28 Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Fleiri fréttir Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Sjá meira
Nýtt nafn í 50-45-90 klúbb NBA í bókstaflegri merkingu Stephen Curry átti ótrúlegt tímabil í NBA-deildinni í körfubolta hvort sem litið er á frammistöðu hans sjálfs eða gengi liðs hans Golden State Warriors. Curry endurskrifaði söguna á báðum stöðum. 14. apríl 2016 16:30
NBA: Curry með tíu þrista í 73. sigri Golden State | Bættu met Bulls frá 1996 Stephen Curry og félagar hans Golden State Warriors áttu ekki í miklum vandræðum með að bæta met Michael Jordan og Chicago Bulls frá 1996 yfir flesta sigurleiki á einu NBA-tímabili þegar meistararnir enduðu deildarkeppnina á 21 stigs sigri á Memphis Grizzlies í nótt. 14. apríl 2016 06:59
Jón Axel fer í sama skóla og Stephen Curry Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson mun spila með Davidson í bandaríska háskólakörfuboltanum næstu fjögur árin en strákurinn gat valið úr mörgum skólum sem vildu fá hann til sín. 13. apríl 2016 13:00
Flottustu sirkus-skotin í NBA | Myndbönd Deildarkeppninni í NBA-körfuboltanum lauk á dögunum og úrslitakeppnin hófst í gær. Mörg glæsileg tilþrif litu dagsins ljós í vetur. 17. apríl 2016 23:15
Meistararnir byrjuðu úrslitakeppnina á auðveldum sigri | Myndbönd Golden State Warriors byrja úrslitakeppnina í NBA-deildinni af fullum krafti, en þeir unnu öruggan sigur á Houston í gærkvöldi, 104-78. 17. apríl 2016 11:28