Bankarnir ekki of stórir heldur of flóknir til að falla ingvar haraldsson skrifar 20. apríl 2016 11:00 John Kay segist ekki átta sig á hvað útganga Breta úr ESB þýði. mynd/Ineta Lidace Fjármálakerfið varð miklu flóknara, svo það þurfti á mun gáfaðra fólki að halda. En það gerði kerfið ekki betra,“ segir skoski hagfræðingurinn John Kay um fjármálakerfið fyrir alþjóðlegu fjármálakreppuna sem hófst árið 2008. John Kay er reglulegur pistlahöfundur í The Financial Times, gestaprófessor við London School of Economics og Oxford, en hann heldur erindi á opnum fundi Samfylkingarinnar á Grand hóteli á sunnudaginn. Kay hefur talað mjög einarðlega fyrir einföldun fjármálakerfisins, sem hann telur mun stærra en nauðsynlegt sé til að sinna þörfum samfélagsins. Þegar Kay var að alast upp í Edinborg í Skotlandi á 7. áratugnum segir hann það langt í frá að klárustu einstaklingarnir í hverjum árgangi hafi farið að vinna í bankakerfinu. Fremur hafi það verið þeir sem hafi ekki verið með nógu góðar einkunnir til að komast í bestu háskólana. Fyrir síðustu fjármálakreppu hafi hins vegar mikið af klárasta fólkinu af hans kynslóð starfað í bönkunum. Það hafi hins vegar ekki skilað betra fjármálakerfi. „Kerfið var orðið flóknara en áður en skilaði ekki betri árangri. Fjármálakerfið hafði blásið út, fyrst og fremst vegna þess að starfsmenn voru uppteknari við að eiga í viðskiptum hver við annan,“ segir hann. Kay segir fjármálakerfið orðið allt of innhverft og upptekið af sjálfu sér. „Umsvif á fjármálamörkuðum hafa vaxið gífurlega, sem hefur lítið að gera með notendur raunverulegs fjármagns, og hefur í raun tapað tengslum við notendur raunverulegs fjármagns.“ Ástæðan fyrir því að ákveðið var að bjarga stórum bönkum og fjármálastofnunum hafi ekki verið að þeir hafi verið of stórir til að falla, heldur hafi þeir verið of flóknir til að falla. „Þegar Lehman Brothers féll í september 2008 átti hann milljón útistandandi samninga við viðskiptavini sína.“John Kay segir fjármálakerfið orðið flóknara en um leið sinni það þörfum almennings síður.Kerfið skapað óstöðugleika Hagfræðingurinn segir hið breytta fjármálakerfi hafa margs konar óbein áhrif á hagkerfið. „Þetta hefur skapað mun meiri óstöðugleika og dregið úr sveigjanleika og aukið ójöfnuð. En beinu áhrifin eru að við erum með kerfi sem er ekki betra, og að sumi leyti er það orðið verra í að gera hluti sem við viljum að fjármálakerfið geri. Það er að reka greiðslumiðlunarkerfi, hjálpa okkur að stýra neyslu okkar yfir ævina, fjármagna nám, kaupa húsnæði, spara til efri áranna, arfleiða börn og barnabörn að auði, færa til fjármagn, taka á móti sparnaði og miðla í fjárfestingar og hjálpa okkur að draga úr áhættu. Jafnvel þó að fjármálakerfið hafi vaxið gífurlega er það ekki að gera þessa hluti betur. Og stór hluti af fólkinu, sérstaklega þeir sem fá hæstu launin, er alls ekki að gera þessa hluti,“ segir Kay.Flóknari reglugerðir ekki lausnin Lausnin á vanda fjármálakerfisins felist hins vegar ekki í fleiri og ítarlegri reglugerðum. „Ég tel að við höfum þegar of mikið af reglugerðum. Með reglugerðum ætti frekar að horfa til uppbyggingar kerfisins og hvata fólksins sem starfar í því en að skrifa sífellt ítarlegri reglugerðir um hvernig fólk eigi að hegða sér. Það þýðir að slíta hefðbundinni viðskiptabankastarfsemi frá annars konar bankastarfsemi og að skipta fjárfestingarbönkum í mismunandi hluta: Fyrirtækjaráðgjöf, útgáfu verðbréfa, viðskiptavakt, eignastýringu og svo framvegis,“ segir hagfræðingurinn. „Með þessu myndu skapast sérhæfðar fjármálastofnanir sem myndu hagnast á að sinna þörfum viðskiptavina líkt og önnur fyrirtæki gera. Ég myndi líka vilja strangari reglur um ábyrgð þeirra sem stýra fjármálafyrirtækjum. Kannski er minni þörf á því á Íslandi því þið eruð nær eina landið sem hefur dæmt þá sem brutu lög í fjármálahruninu í fangelsi. Við höfum ekki verið nálægt því hér í Bretlandi eða í Bandaríkjunum.“John Kay gagnrýndi málflutning Breta og Hollendinga í Icesave deilunni. Hann segist ekki skilja hvers vegna íslenskur almenningur hefði átt að greiða skuldir einkabanka.Kay hefur reglulega tjáð sig um málefni Íslendinga og gagnrýndi til að mynda framferði hollenskra og breskra stjórnarvalda við Icesave-samningaviðræðurnar. „Ég furðaði mig á því að það væri á ábyrgð íslenskra skattborgara að greiða skuldina.“ Kay segir að með þessu móti myndi áhættusamasti hluti fjármálakerfisins færast yfir í vogunarsjóði eða samlagsfélög þar sem fólk væri að nota sína eigin peninga til fjárfestinga. Hann telur að horfa ætti á fjármálakerfið með sama hætti og aðrar atvinnugreinar. Ef atvinnugreinin stendur ekki undir sér án ríkisaðstoðar ætti hún ekki að þrífast.John Kay mun halda erindi um fjármálakerfi heimsins á sunnudaginn á Grand Hótel.vísir/gettyBíður eftir næstu kreppuKay segir það hafa verið rétta ákvörðun til skamms tíma að bjarga fjármálakerfinu á árunum 2008 og 2009 en til lengri tíma litið þurfi að gera breytingar. „Það hafa ekki orðið meiriháttar endurbætur á fjármálakerfinu. Það hefur verið einhver niðurskurður í fjárfestingarbönkum. Fjárfestingarbankar hafa skilað hagnaði en þeir eru mjög óstöðugir.“ En ef koma hefði átt í veg fyrir kreppuna hefði þurft að byrja að vinda ofan af stærð og flækjustigi fjármálakerfisins mörgum árum áður. En hvers vegna hafa hugmyndir hans ekki hlotið brautargengi? „Þetta kerfi er mjög flókið og fólk skilur það ekki, er hluti af svarinu. Önnur ástæðan er að innan fjármálakerfisins starfa mjög öflugir þrýstihópar.“ Hann segist vera að bíða eftir næstu kreppu svo hægt verði að afla nægilegs stuðnings við þær hugmyndir sem hann talar fyrir. Ekki fyrr en þá verði hægt að innleiða raunverulegar breytingar í fjármálakerfinu. Hins vegar sé erfitt að segja til um hver verði orsök þeirrar kreppu. Eins og staðan sé nú komi helst til álita að orsökin verði að Evrópusambandið liðist í sundur eða í einhverju nýmarkaðsríki.Hvað felst í útgöngu Breta? Kay er talsmaður áframhaldandi veru Bretlands í Evrópusambandinu en Bretar munu kjósa um útgöngu eða áframhaldandi veru í Evrópusambandinu þann 23. júní næstkomandi. Kay hefur þó haldið sig utan við umræðuna í heimalandinu vegna þess hve hryllieg umræðan þar sé. „Ég hef ekki hugmynd um hvað það þýðir að yfirgefa Evrópusambandið. Þýðir að semja um svipaða stöðu og Ísland hefur? En Bretland er mun stærra en Ísland og að ná slíkum samningi gæti orðið nokkuð flókið.“ Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Fjármálakerfið varð miklu flóknara, svo það þurfti á mun gáfaðra fólki að halda. En það gerði kerfið ekki betra,“ segir skoski hagfræðingurinn John Kay um fjármálakerfið fyrir alþjóðlegu fjármálakreppuna sem hófst árið 2008. John Kay er reglulegur pistlahöfundur í The Financial Times, gestaprófessor við London School of Economics og Oxford, en hann heldur erindi á opnum fundi Samfylkingarinnar á Grand hóteli á sunnudaginn. Kay hefur talað mjög einarðlega fyrir einföldun fjármálakerfisins, sem hann telur mun stærra en nauðsynlegt sé til að sinna þörfum samfélagsins. Þegar Kay var að alast upp í Edinborg í Skotlandi á 7. áratugnum segir hann það langt í frá að klárustu einstaklingarnir í hverjum árgangi hafi farið að vinna í bankakerfinu. Fremur hafi það verið þeir sem hafi ekki verið með nógu góðar einkunnir til að komast í bestu háskólana. Fyrir síðustu fjármálakreppu hafi hins vegar mikið af klárasta fólkinu af hans kynslóð starfað í bönkunum. Það hafi hins vegar ekki skilað betra fjármálakerfi. „Kerfið var orðið flóknara en áður en skilaði ekki betri árangri. Fjármálakerfið hafði blásið út, fyrst og fremst vegna þess að starfsmenn voru uppteknari við að eiga í viðskiptum hver við annan,“ segir hann. Kay segir fjármálakerfið orðið allt of innhverft og upptekið af sjálfu sér. „Umsvif á fjármálamörkuðum hafa vaxið gífurlega, sem hefur lítið að gera með notendur raunverulegs fjármagns, og hefur í raun tapað tengslum við notendur raunverulegs fjármagns.“ Ástæðan fyrir því að ákveðið var að bjarga stórum bönkum og fjármálastofnunum hafi ekki verið að þeir hafi verið of stórir til að falla, heldur hafi þeir verið of flóknir til að falla. „Þegar Lehman Brothers féll í september 2008 átti hann milljón útistandandi samninga við viðskiptavini sína.“John Kay segir fjármálakerfið orðið flóknara en um leið sinni það þörfum almennings síður.Kerfið skapað óstöðugleika Hagfræðingurinn segir hið breytta fjármálakerfi hafa margs konar óbein áhrif á hagkerfið. „Þetta hefur skapað mun meiri óstöðugleika og dregið úr sveigjanleika og aukið ójöfnuð. En beinu áhrifin eru að við erum með kerfi sem er ekki betra, og að sumi leyti er það orðið verra í að gera hluti sem við viljum að fjármálakerfið geri. Það er að reka greiðslumiðlunarkerfi, hjálpa okkur að stýra neyslu okkar yfir ævina, fjármagna nám, kaupa húsnæði, spara til efri áranna, arfleiða börn og barnabörn að auði, færa til fjármagn, taka á móti sparnaði og miðla í fjárfestingar og hjálpa okkur að draga úr áhættu. Jafnvel þó að fjármálakerfið hafi vaxið gífurlega er það ekki að gera þessa hluti betur. Og stór hluti af fólkinu, sérstaklega þeir sem fá hæstu launin, er alls ekki að gera þessa hluti,“ segir Kay.Flóknari reglugerðir ekki lausnin Lausnin á vanda fjármálakerfisins felist hins vegar ekki í fleiri og ítarlegri reglugerðum. „Ég tel að við höfum þegar of mikið af reglugerðum. Með reglugerðum ætti frekar að horfa til uppbyggingar kerfisins og hvata fólksins sem starfar í því en að skrifa sífellt ítarlegri reglugerðir um hvernig fólk eigi að hegða sér. Það þýðir að slíta hefðbundinni viðskiptabankastarfsemi frá annars konar bankastarfsemi og að skipta fjárfestingarbönkum í mismunandi hluta: Fyrirtækjaráðgjöf, útgáfu verðbréfa, viðskiptavakt, eignastýringu og svo framvegis,“ segir hagfræðingurinn. „Með þessu myndu skapast sérhæfðar fjármálastofnanir sem myndu hagnast á að sinna þörfum viðskiptavina líkt og önnur fyrirtæki gera. Ég myndi líka vilja strangari reglur um ábyrgð þeirra sem stýra fjármálafyrirtækjum. Kannski er minni þörf á því á Íslandi því þið eruð nær eina landið sem hefur dæmt þá sem brutu lög í fjármálahruninu í fangelsi. Við höfum ekki verið nálægt því hér í Bretlandi eða í Bandaríkjunum.“John Kay gagnrýndi málflutning Breta og Hollendinga í Icesave deilunni. Hann segist ekki skilja hvers vegna íslenskur almenningur hefði átt að greiða skuldir einkabanka.Kay hefur reglulega tjáð sig um málefni Íslendinga og gagnrýndi til að mynda framferði hollenskra og breskra stjórnarvalda við Icesave-samningaviðræðurnar. „Ég furðaði mig á því að það væri á ábyrgð íslenskra skattborgara að greiða skuldina.“ Kay segir að með þessu móti myndi áhættusamasti hluti fjármálakerfisins færast yfir í vogunarsjóði eða samlagsfélög þar sem fólk væri að nota sína eigin peninga til fjárfestinga. Hann telur að horfa ætti á fjármálakerfið með sama hætti og aðrar atvinnugreinar. Ef atvinnugreinin stendur ekki undir sér án ríkisaðstoðar ætti hún ekki að þrífast.John Kay mun halda erindi um fjármálakerfi heimsins á sunnudaginn á Grand Hótel.vísir/gettyBíður eftir næstu kreppuKay segir það hafa verið rétta ákvörðun til skamms tíma að bjarga fjármálakerfinu á árunum 2008 og 2009 en til lengri tíma litið þurfi að gera breytingar. „Það hafa ekki orðið meiriháttar endurbætur á fjármálakerfinu. Það hefur verið einhver niðurskurður í fjárfestingarbönkum. Fjárfestingarbankar hafa skilað hagnaði en þeir eru mjög óstöðugir.“ En ef koma hefði átt í veg fyrir kreppuna hefði þurft að byrja að vinda ofan af stærð og flækjustigi fjármálakerfisins mörgum árum áður. En hvers vegna hafa hugmyndir hans ekki hlotið brautargengi? „Þetta kerfi er mjög flókið og fólk skilur það ekki, er hluti af svarinu. Önnur ástæðan er að innan fjármálakerfisins starfa mjög öflugir þrýstihópar.“ Hann segist vera að bíða eftir næstu kreppu svo hægt verði að afla nægilegs stuðnings við þær hugmyndir sem hann talar fyrir. Ekki fyrr en þá verði hægt að innleiða raunverulegar breytingar í fjármálakerfinu. Hins vegar sé erfitt að segja til um hver verði orsök þeirrar kreppu. Eins og staðan sé nú komi helst til álita að orsökin verði að Evrópusambandið liðist í sundur eða í einhverju nýmarkaðsríki.Hvað felst í útgöngu Breta? Kay er talsmaður áframhaldandi veru Bretlands í Evrópusambandinu en Bretar munu kjósa um útgöngu eða áframhaldandi veru í Evrópusambandinu þann 23. júní næstkomandi. Kay hefur þó haldið sig utan við umræðuna í heimalandinu vegna þess hve hryllieg umræðan þar sé. „Ég hef ekki hugmynd um hvað það þýðir að yfirgefa Evrópusambandið. Þýðir að semja um svipaða stöðu og Ísland hefur? En Bretland er mun stærra en Ísland og að ná slíkum samningi gæti orðið nokkuð flókið.“
Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira