Akraneskaupstaður skilar rekstrarafgangi Sæunn Gísladóttir skrifar 20. apríl 2016 11:52 Rekstrarniðurstaða A-hluta var jákvæð um 200,3 milljónir króna. Vísir/GVA Afkoma Akraneskaupstaðar árið 2015 er betri en áætlanir gerðu ráð fyrir, en rekstrarniðurstaða A-hluta var jákvæð um 200,3 milljónir króna. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2015, ásamt viðaukum gerði ráð fyrir 141,9 milljón króna afgangi í A-hluta. Skuldahlutfall A-hluta fer lækkandi og er 104% en var 116% árið 2014. Á árinu voru langtímalán greidd niður um 263,6 milljónir króna. Veltufé frá rekstri A-hluta er 683,4 milljónir króna sem er um 13,4% af rekstrartekjum. Eigið fé A-hluta er um 6,52 milljarðar króna og er eiginfjárhlutfall 55%. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar, A og B hluta er einnig jákvæð og er rekstrarafgangur, þegar tekið hefur verið tillit til tapreksturs á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða og Gámu, 75,2 milljónir króna. Helsta ástæða tapreksturs á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða er vegna hárra lífeyrisskuldbindinga en heimilið er með langhæstu skuldbindinguna af hjúkrunarheimilum á Íslandi. Skuldahlutfall samstæðunnar er nú 116%. Að sögn Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra höfðu kjarasamningshækkanir mikil áhrif á reksturinn en á móti komu hærri útsvarstekjur, aukin framlög úr Jöfnunarsjóði og auknar tekjur vegna sölu lóða. Aðhalds hefur verið gætt á öllum sviðum rekstrarins og liðurinn sameiginleg útgjöld sem telur meðal annars rekstur bæjarskrifstofunnar hefur farið hlutfallslega lækkandi á undanförnum árum og er nú 6,4% af skatttekjum bæjarfélagsins. Útgjöld vegna skólamála hafa hinsvegar hækkað úr 46,8% í 49% af skatttekjum og munar þar mestu um nýgerðan kjarasamning kennara og leikskólakennara. Útgjöld vegna velferðarþjónustu hafa hækkað úr 18,4% af skatttekjum í 19%, vegna aukinnar þjónustu í málefnum fatlaðra en fjárhagsaðstoð hefur lækkað um 25% á árinu vegna betra ástands á vinnumarkaði og markvissrar vinnu við að virkja einstaklinga til atvinnuþátttöku. Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Afkoma Akraneskaupstaðar árið 2015 er betri en áætlanir gerðu ráð fyrir, en rekstrarniðurstaða A-hluta var jákvæð um 200,3 milljónir króna. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2015, ásamt viðaukum gerði ráð fyrir 141,9 milljón króna afgangi í A-hluta. Skuldahlutfall A-hluta fer lækkandi og er 104% en var 116% árið 2014. Á árinu voru langtímalán greidd niður um 263,6 milljónir króna. Veltufé frá rekstri A-hluta er 683,4 milljónir króna sem er um 13,4% af rekstrartekjum. Eigið fé A-hluta er um 6,52 milljarðar króna og er eiginfjárhlutfall 55%. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar, A og B hluta er einnig jákvæð og er rekstrarafgangur, þegar tekið hefur verið tillit til tapreksturs á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða og Gámu, 75,2 milljónir króna. Helsta ástæða tapreksturs á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða er vegna hárra lífeyrisskuldbindinga en heimilið er með langhæstu skuldbindinguna af hjúkrunarheimilum á Íslandi. Skuldahlutfall samstæðunnar er nú 116%. Að sögn Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra höfðu kjarasamningshækkanir mikil áhrif á reksturinn en á móti komu hærri útsvarstekjur, aukin framlög úr Jöfnunarsjóði og auknar tekjur vegna sölu lóða. Aðhalds hefur verið gætt á öllum sviðum rekstrarins og liðurinn sameiginleg útgjöld sem telur meðal annars rekstur bæjarskrifstofunnar hefur farið hlutfallslega lækkandi á undanförnum árum og er nú 6,4% af skatttekjum bæjarfélagsins. Útgjöld vegna skólamála hafa hinsvegar hækkað úr 46,8% í 49% af skatttekjum og munar þar mestu um nýgerðan kjarasamning kennara og leikskólakennara. Útgjöld vegna velferðarþjónustu hafa hækkað úr 18,4% af skatttekjum í 19%, vegna aukinnar þjónustu í málefnum fatlaðra en fjárhagsaðstoð hefur lækkað um 25% á árinu vegna betra ástands á vinnumarkaði og markvissrar vinnu við að virkja einstaklinga til atvinnuþátttöku.
Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira