Vill auka útflutningsverðmæti undir vörumerkinu Ísland Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. apríl 2016 18:30 Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir að auka þurfi útflutningsverðmæti vöru og þjónustu til ársins 2030. Hún hefur boðað sérstakan samráðsvettvang stjórnvalda og atvinnulífs og vill að menn einbeiti sér að vörumerkinu Ísland í markaðssetningu erlendis. Utanríkisráðherra boðaði samstarfsvettvang stjórnvalda og atvinnulífs og að stefnumótun í útflutningi yrði skerpt til langs tíma, í ræðu á aðalfundi Íslandsstofu í gær en ráðherrann skipar í næsta mánuði nýja stjórn Íslandsstofu.Þú sagðir á aðalfundinum að auka þyrfti útflutningsverðmæti vöru og þjónustu til 2030. Hvað ætlið þið að gera til þess að ná þessu markmiði? „Við ætlum að efla allt markaðsstarf. Það er í raun og veru þrennt sem við erum að hugsa um. Við ætlum að auka alla langtímastefnumótun og auka samstarf hins opinbera og atvinnulífsins. Í öðru lagi viljum við að setja á fót sérstakt ráðgjafaráð sem verður til þess að vinna í þessari langtímastefnumótun og talar sérstaklega til atvinnulífsins og fær alla að borðinu. Í þriðja lagi erum við að vinna að því að finna fastari mælikvarða á árangur þeirra vinnu sem við erum í,“ segir Lilja Alfreðsdóttir. Utanríkisráðherra vill að samstarfsvettvangurinn móti með Íslandsstofu langtímastefnu sem miði að því að auka útflutningsverðmæti á næstu 15 árum.Sigurður Ingi Jóhannsson.Sigurður Ingi Jóhannsson þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sagði á bændafundi í Þingborg í Flóa í síðasta mánuði að bændur þyrftu að stórbæta markaðssetningu á lambakjöti erlendis. „Það hefur mistekist. Þegar menn selja einungis 20-25 prósent af vörunni undir merkinu Ísland. Svo segjum við að þetta sé frábær gæðavara og dúmpum því inn á heimsmarkað í samkeppni við nýsjálenskt kjöt og það er enginn munur þar gerður á. Það er ekki skrýtið að við fáum ekki hærra verð,“ sagði Sigurður Ingi. Hann gagnrýndi líka að bændur væru að vinna hver í sínu horni fremur en að stilla saman strengi en þriðjungur af kindakjötsframleiðslunni fer á erlendan markað. Lilja Alfreðsdóttir segir að samráðsvettvangurinn verði notaður til að stilla saman strengi útflutningsfyrirtækja. Hún hefur hitt stjórnendur í atvinnulífinu til að ræða hvernig megi bæta markaðssetningu á íslenskum vörum erlendis. Hún segir að draga megi lærdóm af góðum árangri Icelandair í þeim efnum. „Við þurfum að vanda okkur betur við vörumerkið Ísland. Og það er það sem við ætlum að vinna með,“ segir Lilja. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir að auka þurfi útflutningsverðmæti vöru og þjónustu til ársins 2030. Hún hefur boðað sérstakan samráðsvettvang stjórnvalda og atvinnulífs og vill að menn einbeiti sér að vörumerkinu Ísland í markaðssetningu erlendis. Utanríkisráðherra boðaði samstarfsvettvang stjórnvalda og atvinnulífs og að stefnumótun í útflutningi yrði skerpt til langs tíma, í ræðu á aðalfundi Íslandsstofu í gær en ráðherrann skipar í næsta mánuði nýja stjórn Íslandsstofu.Þú sagðir á aðalfundinum að auka þyrfti útflutningsverðmæti vöru og þjónustu til 2030. Hvað ætlið þið að gera til þess að ná þessu markmiði? „Við ætlum að efla allt markaðsstarf. Það er í raun og veru þrennt sem við erum að hugsa um. Við ætlum að auka alla langtímastefnumótun og auka samstarf hins opinbera og atvinnulífsins. Í öðru lagi viljum við að setja á fót sérstakt ráðgjafaráð sem verður til þess að vinna í þessari langtímastefnumótun og talar sérstaklega til atvinnulífsins og fær alla að borðinu. Í þriðja lagi erum við að vinna að því að finna fastari mælikvarða á árangur þeirra vinnu sem við erum í,“ segir Lilja Alfreðsdóttir. Utanríkisráðherra vill að samstarfsvettvangurinn móti með Íslandsstofu langtímastefnu sem miði að því að auka útflutningsverðmæti á næstu 15 árum.Sigurður Ingi Jóhannsson.Sigurður Ingi Jóhannsson þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sagði á bændafundi í Þingborg í Flóa í síðasta mánuði að bændur þyrftu að stórbæta markaðssetningu á lambakjöti erlendis. „Það hefur mistekist. Þegar menn selja einungis 20-25 prósent af vörunni undir merkinu Ísland. Svo segjum við að þetta sé frábær gæðavara og dúmpum því inn á heimsmarkað í samkeppni við nýsjálenskt kjöt og það er enginn munur þar gerður á. Það er ekki skrýtið að við fáum ekki hærra verð,“ sagði Sigurður Ingi. Hann gagnrýndi líka að bændur væru að vinna hver í sínu horni fremur en að stilla saman strengi en þriðjungur af kindakjötsframleiðslunni fer á erlendan markað. Lilja Alfreðsdóttir segir að samráðsvettvangurinn verði notaður til að stilla saman strengi útflutningsfyrirtækja. Hún hefur hitt stjórnendur í atvinnulífinu til að ræða hvernig megi bæta markaðssetningu á íslenskum vörum erlendis. Hún segir að draga megi lærdóm af góðum árangri Icelandair í þeim efnum. „Við þurfum að vanda okkur betur við vörumerkið Ísland. Og það er það sem við ætlum að vinna með,“ segir Lilja.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira