Jón Halldór: Dómari sló mig í bakið og kallaði mig fávita Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. apríl 2016 17:05 Jón Halldór Eðvaldsson, einn af sérfræðingum körfuboltakvölds, fékk að vita það hreint út hvað einum dómara deildarinnar hefur fundist um gagnrýni hans í sinn garð á þessu tímabili. Jón Halldór var í viðtali í Akraborginni í dag þar sem hann sagði frá atviki sem kom upp í fyrsta úrslitaleik KR og Hauka í gærkvöldi. „Það var góður og yndislegur drengur sem kom og sló í mig í gær. Hann var ekkert rosalega sáttur við mig. Hann virtist allavega ekki vera að grínast,“ sagði Jón Halldór en nafngreindi ekki dómarann. „Það er eins og gengur í lífinu. Ef menn eru pirraðir yfir einhverju sem maður segir eða er að gagnrýna má maður alveg búast við þessu. Ef svo er í þessu tilviki þá er það allt í lagi. Mér líður ekkert illa með það.“ „Ég tók þessu ekki sem gríni. Hann labbaði framhjá mér og barði í bakið á mér. Ég man ekki nákvæmlega það sem hann sagði en orðið fáviti kom þarna fram,“ sagði Jón Halldór. Þráspurður um hvern væri að ræða sagði Jón: „Þetta er dómari sem er búinn að vera að dæma í efstu deild og ég er búinn að gagnrýna í tvígang. Kannski fannst honum það ósanngjarnt sem ég hef sagt,“ sagði Jón Halldór en þetta fær ekkert á hann. „Nei, blessaður vertu. Þetta er hluti af þessu. Auðvitað finnst fólki gagnrýni sár. Það er allt í lagi. Þá fer fólk bara í fýlu.“ „Ef ég er fenginn í einhverja vinnu og á að segja það sem mér finnst þá geri ég það. Mér þykir mjög vænt um þennan mann. Ég hef dæmt með honum og þekkt hann í mörg ár. Ég veit að hann hefur verið eitthvað pirraður út í mig og lét mig því heyra það. Ég þoli það alveg. Ég elska hann samt,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að ofan en umræðan um dómarann hefst eftir tæpar níu mínútur. Dominos-deild karla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Fleiri fréttir Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Sjá meira
Jón Halldór Eðvaldsson, einn af sérfræðingum körfuboltakvölds, fékk að vita það hreint út hvað einum dómara deildarinnar hefur fundist um gagnrýni hans í sinn garð á þessu tímabili. Jón Halldór var í viðtali í Akraborginni í dag þar sem hann sagði frá atviki sem kom upp í fyrsta úrslitaleik KR og Hauka í gærkvöldi. „Það var góður og yndislegur drengur sem kom og sló í mig í gær. Hann var ekkert rosalega sáttur við mig. Hann virtist allavega ekki vera að grínast,“ sagði Jón Halldór en nafngreindi ekki dómarann. „Það er eins og gengur í lífinu. Ef menn eru pirraðir yfir einhverju sem maður segir eða er að gagnrýna má maður alveg búast við þessu. Ef svo er í þessu tilviki þá er það allt í lagi. Mér líður ekkert illa með það.“ „Ég tók þessu ekki sem gríni. Hann labbaði framhjá mér og barði í bakið á mér. Ég man ekki nákvæmlega það sem hann sagði en orðið fáviti kom þarna fram,“ sagði Jón Halldór. Þráspurður um hvern væri að ræða sagði Jón: „Þetta er dómari sem er búinn að vera að dæma í efstu deild og ég er búinn að gagnrýna í tvígang. Kannski fannst honum það ósanngjarnt sem ég hef sagt,“ sagði Jón Halldór en þetta fær ekkert á hann. „Nei, blessaður vertu. Þetta er hluti af þessu. Auðvitað finnst fólki gagnrýni sár. Það er allt í lagi. Þá fer fólk bara í fýlu.“ „Ef ég er fenginn í einhverja vinnu og á að segja það sem mér finnst þá geri ég það. Mér þykir mjög vænt um þennan mann. Ég hef dæmt með honum og þekkt hann í mörg ár. Ég veit að hann hefur verið eitthvað pirraður út í mig og lét mig því heyra það. Ég þoli það alveg. Ég elska hann samt,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að ofan en umræðan um dómarann hefst eftir tæpar níu mínútur.
Dominos-deild karla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Fleiri fréttir Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Sjá meira