Vilja fara um Teigsskóg vegna þessa hengiflugs Kristján Már Unnarsson skrifar 26. október 2016 20:30 Leið um Teigsskóg er besti kosturinn fyrir framtíðarlegu Vestfjarðavegar, að mati Vegagerðarinnar. Aðrir valkostir eru minnst fjórum milljörðum króna dýrari, samkvæmt nýrri matsskýrslu, sem komin er í formlega kynningu. Illræmdir kaflar vegarins yfir Ódrjúgsháls og Hjallaháls eru helsta ástæða eindreginnar og almennrar kröfu meðal Vestfirðinga um nýtt vegarstæði um Teigsskóg. Á Ódrjúgshálsi eru beygjurnar svo varasamar að mælt er með því að menn aki ekki nema á 20 kílómetra hraða. Þar er eins gott að ekið sé varlega því ef mönnum fipast þar aksturinn tekur við snarbratt hengiflugið, eins og sjá má í meðfylgjandi frétt Stöðvar 2. Það er um samtals 33 kílómetra af svona malarvegi sem deilt hefur verið undanfarin tólf ár hvernig eigi að losna við. Þetta er ein af meginsamgönguæðum landsins, sjálfur Vestfjarðavegur, aðalleiðin til Patreksfjarðar, Tálknafjarðar og Bíldudals. Frægt varð fyrir fimm árum þegar reiðir íbúar strunsuðu út af fundi Ögmundar Jónassonar, þáverandi vegamálaráðherra, í mótmælaskyni við að hann skyldi hafna því að nýr vegur færi um Teigsskóg.Húsmæður á Vestfjörðum mótmæltu Ögmundi Jónassyni með búsáhöldum á frægum fundi á Patreksfirði haustið 2011.Mynd/Egill AðalsteinssonEn nú er sem sagt komið að enn einni tilrauninni til að þrýsta þjóðveginum í gegnum skóginn, og stefnt að því að framkvæmdir hefjist næsta vor. Almenningur hefur nú sex vikur til að koma á framfæri athugasemdum við þá niðurstöðu Vegagerðarinnar að leið um Teigsskóg sé besti valkosturinn af þeim fimm sem teknir voru til skoðunar í nýbirtri matsskýrslu. Flestir fela í sér neikvæð umhverfisáhrif, síst þó jarðgöng, en Vegagerðin bendir á að göng séu af fjárhagsástæðum ekki á dagskrá næsta áratuginn, - hið minnsta. Leið um Teigsskóg felur í sér 22 kílómetra styttingu og er talin kosta 6,4 milljarða króna, næsti valkostur kostar 10,4 milljarða.Hreinn Haraldsson vegamálastjóri og Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi innanríkisráðherra, skoðuðu Teigsskóg fyrir þremur árum.Vísir/Daníel Tengdar fréttir Allt annað en Teigsskóg, segir Ögmundur Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur fallið frá því að láta Vestfjarðaveg liggja yfir hálsana tvö í Gufudalssveit og er tilbúinn að skoða alla aðra kosti nema þann að fara í gegnum Teigsskóg. Kristján Möller, fyrrverandi samgönguráðherra, segir að leiðin um Teigsskóg sé sú eina færa. 9. nóvember 2011 18:56 Vegur um Teigsskóg leysi af Ódrjúgsháls eftir 3-4 ár Vegamálastjóri vonast til að vegagerð um hinn umdeilda Teigsskóg á Vestfjörðum verði boðin út fyrir áramót. 25. maí 2016 20:45 Mest lesið Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eiginmaðurinn á von á sérstaklega flottri jólagjöf þetta árið Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Leið um Teigsskóg er besti kosturinn fyrir framtíðarlegu Vestfjarðavegar, að mati Vegagerðarinnar. Aðrir valkostir eru minnst fjórum milljörðum króna dýrari, samkvæmt nýrri matsskýrslu, sem komin er í formlega kynningu. Illræmdir kaflar vegarins yfir Ódrjúgsháls og Hjallaháls eru helsta ástæða eindreginnar og almennrar kröfu meðal Vestfirðinga um nýtt vegarstæði um Teigsskóg. Á Ódrjúgshálsi eru beygjurnar svo varasamar að mælt er með því að menn aki ekki nema á 20 kílómetra hraða. Þar er eins gott að ekið sé varlega því ef mönnum fipast þar aksturinn tekur við snarbratt hengiflugið, eins og sjá má í meðfylgjandi frétt Stöðvar 2. Það er um samtals 33 kílómetra af svona malarvegi sem deilt hefur verið undanfarin tólf ár hvernig eigi að losna við. Þetta er ein af meginsamgönguæðum landsins, sjálfur Vestfjarðavegur, aðalleiðin til Patreksfjarðar, Tálknafjarðar og Bíldudals. Frægt varð fyrir fimm árum þegar reiðir íbúar strunsuðu út af fundi Ögmundar Jónassonar, þáverandi vegamálaráðherra, í mótmælaskyni við að hann skyldi hafna því að nýr vegur færi um Teigsskóg.Húsmæður á Vestfjörðum mótmæltu Ögmundi Jónassyni með búsáhöldum á frægum fundi á Patreksfirði haustið 2011.Mynd/Egill AðalsteinssonEn nú er sem sagt komið að enn einni tilrauninni til að þrýsta þjóðveginum í gegnum skóginn, og stefnt að því að framkvæmdir hefjist næsta vor. Almenningur hefur nú sex vikur til að koma á framfæri athugasemdum við þá niðurstöðu Vegagerðarinnar að leið um Teigsskóg sé besti valkosturinn af þeim fimm sem teknir voru til skoðunar í nýbirtri matsskýrslu. Flestir fela í sér neikvæð umhverfisáhrif, síst þó jarðgöng, en Vegagerðin bendir á að göng séu af fjárhagsástæðum ekki á dagskrá næsta áratuginn, - hið minnsta. Leið um Teigsskóg felur í sér 22 kílómetra styttingu og er talin kosta 6,4 milljarða króna, næsti valkostur kostar 10,4 milljarða.Hreinn Haraldsson vegamálastjóri og Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi innanríkisráðherra, skoðuðu Teigsskóg fyrir þremur árum.Vísir/Daníel
Tengdar fréttir Allt annað en Teigsskóg, segir Ögmundur Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur fallið frá því að láta Vestfjarðaveg liggja yfir hálsana tvö í Gufudalssveit og er tilbúinn að skoða alla aðra kosti nema þann að fara í gegnum Teigsskóg. Kristján Möller, fyrrverandi samgönguráðherra, segir að leiðin um Teigsskóg sé sú eina færa. 9. nóvember 2011 18:56 Vegur um Teigsskóg leysi af Ódrjúgsháls eftir 3-4 ár Vegamálastjóri vonast til að vegagerð um hinn umdeilda Teigsskóg á Vestfjörðum verði boðin út fyrir áramót. 25. maí 2016 20:45 Mest lesið Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eiginmaðurinn á von á sérstaklega flottri jólagjöf þetta árið Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Allt annað en Teigsskóg, segir Ögmundur Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur fallið frá því að láta Vestfjarðaveg liggja yfir hálsana tvö í Gufudalssveit og er tilbúinn að skoða alla aðra kosti nema þann að fara í gegnum Teigsskóg. Kristján Möller, fyrrverandi samgönguráðherra, segir að leiðin um Teigsskóg sé sú eina færa. 9. nóvember 2011 18:56
Vegur um Teigsskóg leysi af Ódrjúgsháls eftir 3-4 ár Vegamálastjóri vonast til að vegagerð um hinn umdeilda Teigsskóg á Vestfjörðum verði boðin út fyrir áramót. 25. maí 2016 20:45