Einskiptisliðirnir hverfa og ósiðirnir haldast Skjóðan skrifar 18. maí 2016 10:10 Hagnaður stóru bankanna þriggja á fyrsta ársfjórðungi þessa árs er rétt ríflega þriðjungur þess sem var á síðasta ári. Samtals högnuðust bankarnir um 9,7 milljarða samanborið við 26,7 milljarða árið 2015. Helsta ástæða þessa hagnaðarsamdráttar er sú að einskiptistekjur, sem hafa borið uppi ofurhagnað bankanna allt frá hruni, eru hverfandi nú. Bankarnir eru búnir að endurverðmeta þær eignir sem þeir fengu á afslætti frá þrotabúum gömlu bankanna. Þegar gluggað er í ársfjórðungsuppgjör bankanna kemur eitt og annað forvitnilegt í ljós. Heildareignir bankanna þriggja nema ríflega 3.150 milljörðum en útlán þeirra eru innan við 2.200 milljarðar. Það er því augljóst að bankarnir eiga enn eignir upp á næstum 1.000 milljarða, sem ekki tengjast hefðbundinni lánastarfsemi. Þetta eru að stofni til fasteignafélög og rekstrarfélög sem stunda virka samkeppni við viðskiptavini bankanna. Bankarnir miða afkomu sína við arðsemi eigin fjár (RoE). Það er merkilegt að eigendur bankanna og eftirlitsaðilar skuli leyfa slíkt. Arðsemi eigin fjár gefur mjög villandi mynd af afkomu og áhættu í rekstri banka, eins og glögglega kom í ljós í hruninu, þegar bankar sem voru með arðsemi eigin fjár upp á 20-30 prósent féllu með braki og brestum á örskömmum tíma. Mun nær er að miða við arðsemi heildareigna (RoA). Þegar arðsemi heildareigna íslensku bankanna er skoðuð kemur í ljós að hún er um 1 prósent en ekki milli 5 og 7 prósent eins og birtar upplýsingar frá bönkunum gefa til kynna. Þetta atriði skiptir máli því ef einungis er horft til arðsemi eigin fjár en ekki arðsemi heildareigna er að verulegu leyti horft fram hjá áhættunni sem felst í starfsemi banka. Eigið fé íslensku bankanna er hátt um þessar mundir, m.a. vegna þess að FME gerir nú kröfur um hærra eiginfjárhlutfall en áður. Eignir bankanna, sem ekki tengjast hefðbundinni útlánastarfsemi, eru samt sem áður næstum 50 prósentum hærri en eigið fé þeirra. Þessar eignir eru háðar markaðssveiflum með mun beinni hætti en útlánasöfn bankanna og því er mikilvægt að eftirlitsaðilar og eigendur bankanna horfi ekki blint á arðsemi eigin fjár eins og gert var fyrir hrun. Verðsveiflur geta gerbreytt eiginfjárstöðu á einni nóttu. Yfirlýst áform banka um arðgreiðslur til eigenda á komandi árum kunna að færa eigið fé og þá ekki síður handbært fé undir tilskilin mörk. Það er dýrt að liggja með mikið eigið fé og handbært fé á lausu. Þessir þættir hljóta að hafa áhrif á mögulegt söluverð bankanna og vitanlega er þeirri spurningu ósvarað hverjir eigi að kaupa þrjá íslenska banka. Skjóðan Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Atvinnulíf Musk selur enn fleiri bréf í Tesla Viðskipti erlent Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Neytendur Svarta ekkjan í hart við Disney Viðskipti erlent Kvika kaupir GAMMA á 2,4 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira
Hagnaður stóru bankanna þriggja á fyrsta ársfjórðungi þessa árs er rétt ríflega þriðjungur þess sem var á síðasta ári. Samtals högnuðust bankarnir um 9,7 milljarða samanborið við 26,7 milljarða árið 2015. Helsta ástæða þessa hagnaðarsamdráttar er sú að einskiptistekjur, sem hafa borið uppi ofurhagnað bankanna allt frá hruni, eru hverfandi nú. Bankarnir eru búnir að endurverðmeta þær eignir sem þeir fengu á afslætti frá þrotabúum gömlu bankanna. Þegar gluggað er í ársfjórðungsuppgjör bankanna kemur eitt og annað forvitnilegt í ljós. Heildareignir bankanna þriggja nema ríflega 3.150 milljörðum en útlán þeirra eru innan við 2.200 milljarðar. Það er því augljóst að bankarnir eiga enn eignir upp á næstum 1.000 milljarða, sem ekki tengjast hefðbundinni lánastarfsemi. Þetta eru að stofni til fasteignafélög og rekstrarfélög sem stunda virka samkeppni við viðskiptavini bankanna. Bankarnir miða afkomu sína við arðsemi eigin fjár (RoE). Það er merkilegt að eigendur bankanna og eftirlitsaðilar skuli leyfa slíkt. Arðsemi eigin fjár gefur mjög villandi mynd af afkomu og áhættu í rekstri banka, eins og glögglega kom í ljós í hruninu, þegar bankar sem voru með arðsemi eigin fjár upp á 20-30 prósent féllu með braki og brestum á örskömmum tíma. Mun nær er að miða við arðsemi heildareigna (RoA). Þegar arðsemi heildareigna íslensku bankanna er skoðuð kemur í ljós að hún er um 1 prósent en ekki milli 5 og 7 prósent eins og birtar upplýsingar frá bönkunum gefa til kynna. Þetta atriði skiptir máli því ef einungis er horft til arðsemi eigin fjár en ekki arðsemi heildareigna er að verulegu leyti horft fram hjá áhættunni sem felst í starfsemi banka. Eigið fé íslensku bankanna er hátt um þessar mundir, m.a. vegna þess að FME gerir nú kröfur um hærra eiginfjárhlutfall en áður. Eignir bankanna, sem ekki tengjast hefðbundinni útlánastarfsemi, eru samt sem áður næstum 50 prósentum hærri en eigið fé þeirra. Þessar eignir eru háðar markaðssveiflum með mun beinni hætti en útlánasöfn bankanna og því er mikilvægt að eftirlitsaðilar og eigendur bankanna horfi ekki blint á arðsemi eigin fjár eins og gert var fyrir hrun. Verðsveiflur geta gerbreytt eiginfjárstöðu á einni nóttu. Yfirlýst áform banka um arðgreiðslur til eigenda á komandi árum kunna að færa eigið fé og þá ekki síður handbært fé undir tilskilin mörk. Það er dýrt að liggja með mikið eigið fé og handbært fé á lausu. Þessir þættir hljóta að hafa áhrif á mögulegt söluverð bankanna og vitanlega er þeirri spurningu ósvarað hverjir eigi að kaupa þrjá íslenska banka.
Skjóðan Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Atvinnulíf Musk selur enn fleiri bréf í Tesla Viðskipti erlent Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Neytendur Svarta ekkjan í hart við Disney Viðskipti erlent Kvika kaupir GAMMA á 2,4 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira