Íslensk bankalán í Noregi í hættu eftir nýtt bakslag Ingvar Haraldsson skrifar 20. janúar 2016 07:00 Norðmenn hafa lagt um 100 olíuþjónustuskipum vegna djúprar kreppu í greininni. fréttablaðið/ap Óvissa ríkir um samkomulag sem norska skipafélagið Havila Shipping hefur gert við lánardrottna sína eftir að fyrirtækið hætti við fundi sem fara áttu fram í dag með eigendum skuldabréfa Havila. Arion banki og Íslandsbanki hafa lánað fyrirtækinu átta milljarða íslenskra króna. Félagið sérhæfir sig í þjónustu við olíuleit en djúp kreppa ríkir í greininni. Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur í orkumálum, segir verulega hættu á að Havila Shipping verði gjaldþrota. Uppgefin ástæða samkomulagsins við lánardrottna, sem tilkynnt var um þann 5. janúar, var að núverandi tekjur félagsins dygðu ekki til þess að greiða af öllum lánum og ekki væri útlit fyrir að markaðsaðstæður myndu lagast á næstunni. Olíuverð hefur fallið um 74 prósent frá sumrinu 2014, um það leyti sem Arion banki lánaði fyrirtækinu 300 milljónir norskra króna, og stendur nú í tæplega 30 dollurum á tunnu. Íslandsbanki lánaði félaginu 130 milljónir norskra króna í árslok 2013. Arion banki og Íslandsbanki hafa ekki viljað gefa upp hvaða veð, ef einhver, eru fyrir lánunum. Samkomulagið byggði á að lengt verði í lánum og afborgunum seinkað. Eigendur skuldabréfa sem Havila hafði gefið út þurfa að samþykkja að afborgunum af skuldabréfunum verði frestað og 200 milljónir norskra króna af nýju hlutafé verði lagt í félagið, jafnvirði 2,8 milljarða íslenskra króna, fyrir 15. mars. Þar af hyggst Sævik-fjölskyldan, stærsti eigandi félagsins, leggja félaginu til 102 milljónir norskra króna. Í tilkynningu til Norsku kauphallarinnar sagði að óvíst væri að skuldabréfaeigendurnir samþykktu samkomulagið og því hefði verið hætt við fundina. Engu að síður væri stefnt að því að ná samkomulagi fyrir 31. janúar næstkomandi. Hlutabréf í fyrirtækinu féllu um 8,9 prósent í gær og hafa fallið um 90 prósent síðasta árið. Félagið tapaði 88 milljónum norskra króna, jafnvirði 1,3 milljarða íslenskra króna, á fyrstu níu mánuðum síðasta árs. Bókfærðar eignir félagsins námu 120 milljörðum íslenskra króna í lok september. Skuldir félagsins námu þá 91 milljarði og eigið fé 29 milljörðum. Meginþorri eigna félagsins eru 28 skip, bókfærð á 108 milljarða króna. Ketill segir illmögulegt að koma skipunum í verð um þessar mundir en búið er að leggja um 100 olíuþjónustuskipum í Noregi, um 15 prósentum heildarflotans. Tengdar fréttir Norskt skipafélag í vanda: Milljarðalán íslensku bankanna í húfi Fyrirtækið á í rekstrarerfiðleikum og hefur fengið hefur lengt í lánum og seinkað afborgunum. Arion og Íslandsbanki hafa lánað fyrirtækinu 8 milljarða króna. 7. janúar 2016 07:15 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Óvissa ríkir um samkomulag sem norska skipafélagið Havila Shipping hefur gert við lánardrottna sína eftir að fyrirtækið hætti við fundi sem fara áttu fram í dag með eigendum skuldabréfa Havila. Arion banki og Íslandsbanki hafa lánað fyrirtækinu átta milljarða íslenskra króna. Félagið sérhæfir sig í þjónustu við olíuleit en djúp kreppa ríkir í greininni. Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur í orkumálum, segir verulega hættu á að Havila Shipping verði gjaldþrota. Uppgefin ástæða samkomulagsins við lánardrottna, sem tilkynnt var um þann 5. janúar, var að núverandi tekjur félagsins dygðu ekki til þess að greiða af öllum lánum og ekki væri útlit fyrir að markaðsaðstæður myndu lagast á næstunni. Olíuverð hefur fallið um 74 prósent frá sumrinu 2014, um það leyti sem Arion banki lánaði fyrirtækinu 300 milljónir norskra króna, og stendur nú í tæplega 30 dollurum á tunnu. Íslandsbanki lánaði félaginu 130 milljónir norskra króna í árslok 2013. Arion banki og Íslandsbanki hafa ekki viljað gefa upp hvaða veð, ef einhver, eru fyrir lánunum. Samkomulagið byggði á að lengt verði í lánum og afborgunum seinkað. Eigendur skuldabréfa sem Havila hafði gefið út þurfa að samþykkja að afborgunum af skuldabréfunum verði frestað og 200 milljónir norskra króna af nýju hlutafé verði lagt í félagið, jafnvirði 2,8 milljarða íslenskra króna, fyrir 15. mars. Þar af hyggst Sævik-fjölskyldan, stærsti eigandi félagsins, leggja félaginu til 102 milljónir norskra króna. Í tilkynningu til Norsku kauphallarinnar sagði að óvíst væri að skuldabréfaeigendurnir samþykktu samkomulagið og því hefði verið hætt við fundina. Engu að síður væri stefnt að því að ná samkomulagi fyrir 31. janúar næstkomandi. Hlutabréf í fyrirtækinu féllu um 8,9 prósent í gær og hafa fallið um 90 prósent síðasta árið. Félagið tapaði 88 milljónum norskra króna, jafnvirði 1,3 milljarða íslenskra króna, á fyrstu níu mánuðum síðasta árs. Bókfærðar eignir félagsins námu 120 milljörðum íslenskra króna í lok september. Skuldir félagsins námu þá 91 milljarði og eigið fé 29 milljörðum. Meginþorri eigna félagsins eru 28 skip, bókfærð á 108 milljarða króna. Ketill segir illmögulegt að koma skipunum í verð um þessar mundir en búið er að leggja um 100 olíuþjónustuskipum í Noregi, um 15 prósentum heildarflotans.
Tengdar fréttir Norskt skipafélag í vanda: Milljarðalán íslensku bankanna í húfi Fyrirtækið á í rekstrarerfiðleikum og hefur fengið hefur lengt í lánum og seinkað afborgunum. Arion og Íslandsbanki hafa lánað fyrirtækinu 8 milljarða króna. 7. janúar 2016 07:15 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Norskt skipafélag í vanda: Milljarðalán íslensku bankanna í húfi Fyrirtækið á í rekstrarerfiðleikum og hefur fengið hefur lengt í lánum og seinkað afborgunum. Arion og Íslandsbanki hafa lánað fyrirtækinu 8 milljarða króna. 7. janúar 2016 07:15