Uppistand Mið-Íslands gefið yfir 100 milljónir Sæunn Gísladóttir skrifar 20. janúar 2016 08:00 Mið-Ísland hefur staðið fyrir yfir 180 sýningum í Þjóðleikhúsinu á síðustu sjö árum. Fréttablaðið/Ernir Tekjur uppistandssýningar Mið-Íslands í Þjóðleikhúsinu nema um 110 milljónum króna á síðustu fjórum árum. Í fyrstu voru þetta aukatekjur fyrir hópinn en nú er þetta orðið fullt starf að sögn Ara Eldjárn uppistandara. Tekjur Mið-Íslands námu um 37,8 milljónum króna árið 2015 þegar hópurinn hélt 60 sýningar fyrir 10.800 manns. Árið 2014 var besta ár hópsins en þá hélt hann 76 sýningar fyrir 15.200 gesti, og má áætla að tekjurnar hafi numið um 44 milljónum króna. Árið 2013 sóttu níu þúsund gestir sýninguna og má áætla að tekjurnar hafi numið 22,5 milljónum króna. Árið 2012 sóttu 2.500 manns sýninguna og námu tekjurnar um 6,25 milljónum króna. „Við höfum byggt þetta upp hægt og rólega í sjö ár, það hefur verið stígandi í aðsókn og í ár hefur sýningin farið mjög vel af stað. Skýringin er hugsanlega sú að við völdum snemma að vera frekar með margar sýningar í litlum sal og það hefur ef til vill aukið umtalið. Miðaverð hefur reyndar líka alltaf verið mjög viðráðanlegt hjá okkur og svo spilar það stóra rullu að við erum með glænýtt efni á hverju einasta ári. En ég útiloka heldur ekki að sýningin þyki bara svona rosalega skemmtileg,“ segir Ari Eldjárn, einn af meðlimunum. „Fyrstu árin voru þetta bara aukatekjur en í dag er þetta meira en fullt starf fyrir okkur, sem er bara draumi líkast. En auðvitað er krefjandi verkefni að reka svona sýningu og létt að tína sér í sjálfri framleiðslunni sem er tímafrek og ekkert alltaf svakalega skemmtileg. En sjálft grínið og flutningurinn er á endanum það sem skiptir öllu máli og viljum við meina að við höfum aldrei verið öflugri en núna,“ segir Ari. Samkvæmt heimildum Markaðarins er nær uppselt á sýningar Mið-Íslands á nýju ári. Um er að ræða ellefu sýningar í Þjóðleikhúskjallaranum. Kjallarinn rúmar 180 manns og kostar miðinn 3.500 krónur. Því má áætla að tekjur hópsins nemi 6,9 milljónum króna af fyrstu sýningunum á nýju ári. Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Tekjur uppistandssýningar Mið-Íslands í Þjóðleikhúsinu nema um 110 milljónum króna á síðustu fjórum árum. Í fyrstu voru þetta aukatekjur fyrir hópinn en nú er þetta orðið fullt starf að sögn Ara Eldjárn uppistandara. Tekjur Mið-Íslands námu um 37,8 milljónum króna árið 2015 þegar hópurinn hélt 60 sýningar fyrir 10.800 manns. Árið 2014 var besta ár hópsins en þá hélt hann 76 sýningar fyrir 15.200 gesti, og má áætla að tekjurnar hafi numið um 44 milljónum króna. Árið 2013 sóttu níu þúsund gestir sýninguna og má áætla að tekjurnar hafi numið 22,5 milljónum króna. Árið 2012 sóttu 2.500 manns sýninguna og námu tekjurnar um 6,25 milljónum króna. „Við höfum byggt þetta upp hægt og rólega í sjö ár, það hefur verið stígandi í aðsókn og í ár hefur sýningin farið mjög vel af stað. Skýringin er hugsanlega sú að við völdum snemma að vera frekar með margar sýningar í litlum sal og það hefur ef til vill aukið umtalið. Miðaverð hefur reyndar líka alltaf verið mjög viðráðanlegt hjá okkur og svo spilar það stóra rullu að við erum með glænýtt efni á hverju einasta ári. En ég útiloka heldur ekki að sýningin þyki bara svona rosalega skemmtileg,“ segir Ari Eldjárn, einn af meðlimunum. „Fyrstu árin voru þetta bara aukatekjur en í dag er þetta meira en fullt starf fyrir okkur, sem er bara draumi líkast. En auðvitað er krefjandi verkefni að reka svona sýningu og létt að tína sér í sjálfri framleiðslunni sem er tímafrek og ekkert alltaf svakalega skemmtileg. En sjálft grínið og flutningurinn er á endanum það sem skiptir öllu máli og viljum við meina að við höfum aldrei verið öflugri en núna,“ segir Ari. Samkvæmt heimildum Markaðarins er nær uppselt á sýningar Mið-Íslands á nýju ári. Um er að ræða ellefu sýningar í Þjóðleikhúskjallaranum. Kjallarinn rúmar 180 manns og kostar miðinn 3.500 krónur. Því má áætla að tekjur hópsins nemi 6,9 milljónum króna af fyrstu sýningunum á nýju ári.
Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun