Hvað liggur á? stjórnarmaðurinn skrifar 20. janúar 2016 09:15 Þungi virðist nú kominn í umræðu um sölu ríkisins á hlut sínum í bönkunum. Eins og kunnugt er bendir allt til þess að stóru bankarnir þrír verði brátt allir í ríkiseigu. Landsbankinn hefur að sjálfsögðu verið það frá hruni, en Arion og Íslandsbanki munu að endingu lenda í hlýjum ríkisfaðmi sem hluti af stöðugleikaframlaginu svokallaða og endahnút á uppgjöri gömlu bankanna. Fjármálaráðherra hefur svo gefið út að æskilegt sé að selja Landsbankann á árinu. Aðrir spyrja hvort ekki sé skynsamlegra að flýta sér hægt. Þeirra á meðal er Frosti Sigurjónsson, sem leggur til að Landsbankanum verði haldið í ríkiseigu sem einhvers konar samfélagsbanka. Hugmyndir Frosta eru ekki jafn galnar og í fyrstu kann að virðast. Sérstaklega ef sviðið er skoðað: ríkið hefur nú haldið á Landsbankanum í tæp átta ár, hinir bankarnir tveir hafa ekki verið í eigu ríkisins, en þó í einhvers konar frystimeðferð í ljósi verulegrar óvissu um framtíðareignarhald og markaðsaðstæður. Stefið er því orðið nokkuð kunnuglegt; markaðurinn er staðnaður og bankarnir allt of stórir, með margar einingar sem hvorki bera sig né passa sérstaklega við starfsemina. Stóru bankarnir eru allt í senn; viðskiptabankar, fjárfestingabankar, eignastýringafélög og þátttakendur á markaðnum með eigin bók. Arðsemin er lág ef sala á einskiptiseignum er tekin frá. Í fljótu bragði virðist því ólíklegt að skynsamir kaupendur fáist að bönkunum sem heilum bitum, þótt vafalaust væri hægt að selja út einstakar einingar og eignasöfn. Hugmyndir um erlenda kaupendur eru líka draumórar, jafnvel þótt forsvarsmenn slitastjórnar Glitnis hafi talið sig hafa selt Íslandsbanka á grundvelli einnar blaðsíðu viljayfirlýsingar. Staðreyndin er líka sú að þegar Arion og Íslandsbanki verða komnir úr höndum kröfuhafanna, með sín erlendu tengsl, verður enn ólíklegra að hægt verði að laða að erlenda kaupendur. Þá eru lífeyrissjóðirnir einir eftir, sennilega í slagtogi við minni fjárfesta. Lífeyrissjóðirnir eru ekki réttu hluthafarnir til að keyra í gegn þær breytingar sem nauðsynlegar eru á íslenskum bankamarkaði. Með þetta í huga, þarf þá að vera svo slæmt að ríkið flýti sér hægt við sölu á bönkunum? Tímann mætti nota í að straumlínulaga starfsemina, selja minni einingar og gera nauðsynlegar rekstrarbreytingar. Þá fyrst verða kannski til söluvænlegir bankar.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Þungi virðist nú kominn í umræðu um sölu ríkisins á hlut sínum í bönkunum. Eins og kunnugt er bendir allt til þess að stóru bankarnir þrír verði brátt allir í ríkiseigu. Landsbankinn hefur að sjálfsögðu verið það frá hruni, en Arion og Íslandsbanki munu að endingu lenda í hlýjum ríkisfaðmi sem hluti af stöðugleikaframlaginu svokallaða og endahnút á uppgjöri gömlu bankanna. Fjármálaráðherra hefur svo gefið út að æskilegt sé að selja Landsbankann á árinu. Aðrir spyrja hvort ekki sé skynsamlegra að flýta sér hægt. Þeirra á meðal er Frosti Sigurjónsson, sem leggur til að Landsbankanum verði haldið í ríkiseigu sem einhvers konar samfélagsbanka. Hugmyndir Frosta eru ekki jafn galnar og í fyrstu kann að virðast. Sérstaklega ef sviðið er skoðað: ríkið hefur nú haldið á Landsbankanum í tæp átta ár, hinir bankarnir tveir hafa ekki verið í eigu ríkisins, en þó í einhvers konar frystimeðferð í ljósi verulegrar óvissu um framtíðareignarhald og markaðsaðstæður. Stefið er því orðið nokkuð kunnuglegt; markaðurinn er staðnaður og bankarnir allt of stórir, með margar einingar sem hvorki bera sig né passa sérstaklega við starfsemina. Stóru bankarnir eru allt í senn; viðskiptabankar, fjárfestingabankar, eignastýringafélög og þátttakendur á markaðnum með eigin bók. Arðsemin er lág ef sala á einskiptiseignum er tekin frá. Í fljótu bragði virðist því ólíklegt að skynsamir kaupendur fáist að bönkunum sem heilum bitum, þótt vafalaust væri hægt að selja út einstakar einingar og eignasöfn. Hugmyndir um erlenda kaupendur eru líka draumórar, jafnvel þótt forsvarsmenn slitastjórnar Glitnis hafi talið sig hafa selt Íslandsbanka á grundvelli einnar blaðsíðu viljayfirlýsingar. Staðreyndin er líka sú að þegar Arion og Íslandsbanki verða komnir úr höndum kröfuhafanna, með sín erlendu tengsl, verður enn ólíklegra að hægt verði að laða að erlenda kaupendur. Þá eru lífeyrissjóðirnir einir eftir, sennilega í slagtogi við minni fjárfesta. Lífeyrissjóðirnir eru ekki réttu hluthafarnir til að keyra í gegn þær breytingar sem nauðsynlegar eru á íslenskum bankamarkaði. Með þetta í huga, þarf þá að vera svo slæmt að ríkið flýti sér hægt við sölu á bönkunum? Tímann mætti nota í að straumlínulaga starfsemina, selja minni einingar og gera nauðsynlegar rekstrarbreytingar. Þá fyrst verða kannski til söluvænlegir bankar.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira