Aðgerðir til að draga úr vægi verðtryggingar kynntar í næstu viku Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 5. ágúst 2016 19:51 Frumvarp sem mun draga úr vægi verðtryggingar verður lagt fyrir ríkisstjórn í næstu viku. Þetta segir fjármála- og efnahagsráðherra. Full samstaða sé um málið í ríkisstjórn en þó sé ekki verið að afnema verðtrygginguna líkt og formaður Framsóknarflokksins hefur lagt áherslu á. Ríkisstjórnin kom saman til fundar í morgun en þetta var fyrsti fundur hennar eftir sumarhlé. Á honum var meðal annars farið yfir þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar og þau áherslumál sem hún vill klára fyrir kosningar. Er afnám verðtryggingar eitt af þessum málum?„Aðgerðir í húsnæðismálum og lánamálum sem að tengjast verðtryggingu eru mál sem að við höfum verið að skoða,” segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.Afnám verðtryggingar fyrir kosningarSigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur sagt forgangsmál að losa samfélagið úr viðjum verðtryggingar áður en gengið verði til kosninga. Ríkisstjórnin hefði á fyrri part árs 2014 samþykkt með hvaða hætti yrði unnið að afnámi verðtryggingar „Og við vorum búin að leggja drög að því að halda mikla kynningu í Hörpu, eins og við höfum gert tvisvar áður á kjörtímabilinu, halda hana í september, þar sem við myndum kynna mjög flott plan í þessu verðtryggingarmáli," sagði Sigmundur Davíð í Bítinu á Bylgjunni í gær.Draga úr vægi verðtryggingarBjarni segist ekki tilbúinn að segja til um hvenær aðgerðir ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum verða kynntar. „En þess er að vænta að við munum boða í tengslum við nýtt þing aðgerðir í húsnæðismálum sem að eiga að gera ungu fólki sérstaklega, kleift að safna fyrir höfuðstól og greiða niður skuldir þannig að fleiri Íslendingar geti búið í eigin húsnæði til framtíðar. Það er auðvitað aðal verkefni okkar,“ segir Bjarni.Fela þær aðgerðir í sér afnám verðtryggingar?„Það er ekki hægt að tala um að við séum að fara í einhvers konar einfalt afnám verðtryggingar í tengslum við þetta, það get ég ekki sagt,“ segir Bjarni. Frumvarp þess efnis verði lagt fyrir ríkisstjórn í næstu viku og í kjölfarið fyrir þingflokka. Með þessum aðgerðum sé verið að bregðast við þeirri staðreynd að 40 ára verðtryggð jafngreiðslulán geri ungu fólki helst kleift að kaupa fasteign. Aðgerðirnar muni draga úr vægi verðtryggingarinnar en ekki afnema hana.Aldrei talað fyrir því að afnema verðtryggingunaSamkvæmt þessu talar formaður Framsóknarflokksins um mikilvægi þess að afnema verðtrygginguna fyrir kosningar en fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins talar hins vegar um að draga úr vægi hennar.En Bjarni, er samstaða í ríkisstjórninni um að grípa til þessara aðgerða sem þú nefnir?„Já það tel ég alveg tvímælalaust vera.“Þannig að formaður Framsóknarflokksins talar um afnám verðtryggingar en þú talar um að draga úr vægi hennar?„Ég hef aldrei talað fyrir því að á Íslandi væri hægt með einu pennastriki að afnema verðtrygginguna úr efnahagslífinu, ég hef aldrei talað fyrir því,“ segir Bjarni. Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Frumvarp sem mun draga úr vægi verðtryggingar verður lagt fyrir ríkisstjórn í næstu viku. Þetta segir fjármála- og efnahagsráðherra. Full samstaða sé um málið í ríkisstjórn en þó sé ekki verið að afnema verðtrygginguna líkt og formaður Framsóknarflokksins hefur lagt áherslu á. Ríkisstjórnin kom saman til fundar í morgun en þetta var fyrsti fundur hennar eftir sumarhlé. Á honum var meðal annars farið yfir þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar og þau áherslumál sem hún vill klára fyrir kosningar. Er afnám verðtryggingar eitt af þessum málum?„Aðgerðir í húsnæðismálum og lánamálum sem að tengjast verðtryggingu eru mál sem að við höfum verið að skoða,” segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.Afnám verðtryggingar fyrir kosningarSigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur sagt forgangsmál að losa samfélagið úr viðjum verðtryggingar áður en gengið verði til kosninga. Ríkisstjórnin hefði á fyrri part árs 2014 samþykkt með hvaða hætti yrði unnið að afnámi verðtryggingar „Og við vorum búin að leggja drög að því að halda mikla kynningu í Hörpu, eins og við höfum gert tvisvar áður á kjörtímabilinu, halda hana í september, þar sem við myndum kynna mjög flott plan í þessu verðtryggingarmáli," sagði Sigmundur Davíð í Bítinu á Bylgjunni í gær.Draga úr vægi verðtryggingarBjarni segist ekki tilbúinn að segja til um hvenær aðgerðir ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum verða kynntar. „En þess er að vænta að við munum boða í tengslum við nýtt þing aðgerðir í húsnæðismálum sem að eiga að gera ungu fólki sérstaklega, kleift að safna fyrir höfuðstól og greiða niður skuldir þannig að fleiri Íslendingar geti búið í eigin húsnæði til framtíðar. Það er auðvitað aðal verkefni okkar,“ segir Bjarni.Fela þær aðgerðir í sér afnám verðtryggingar?„Það er ekki hægt að tala um að við séum að fara í einhvers konar einfalt afnám verðtryggingar í tengslum við þetta, það get ég ekki sagt,“ segir Bjarni. Frumvarp þess efnis verði lagt fyrir ríkisstjórn í næstu viku og í kjölfarið fyrir þingflokka. Með þessum aðgerðum sé verið að bregðast við þeirri staðreynd að 40 ára verðtryggð jafngreiðslulán geri ungu fólki helst kleift að kaupa fasteign. Aðgerðirnar muni draga úr vægi verðtryggingarinnar en ekki afnema hana.Aldrei talað fyrir því að afnema verðtryggingunaSamkvæmt þessu talar formaður Framsóknarflokksins um mikilvægi þess að afnema verðtrygginguna fyrir kosningar en fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins talar hins vegar um að draga úr vægi hennar.En Bjarni, er samstaða í ríkisstjórninni um að grípa til þessara aðgerða sem þú nefnir?„Já það tel ég alveg tvímælalaust vera.“Þannig að formaður Framsóknarflokksins talar um afnám verðtryggingar en þú talar um að draga úr vægi hennar?„Ég hef aldrei talað fyrir því að á Íslandi væri hægt með einu pennastriki að afnema verðtrygginguna úr efnahagslífinu, ég hef aldrei talað fyrir því,“ segir Bjarni.
Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira