Aðgerðir til að draga úr vægi verðtryggingar kynntar í næstu viku Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 5. ágúst 2016 19:51 Frumvarp sem mun draga úr vægi verðtryggingar verður lagt fyrir ríkisstjórn í næstu viku. Þetta segir fjármála- og efnahagsráðherra. Full samstaða sé um málið í ríkisstjórn en þó sé ekki verið að afnema verðtrygginguna líkt og formaður Framsóknarflokksins hefur lagt áherslu á. Ríkisstjórnin kom saman til fundar í morgun en þetta var fyrsti fundur hennar eftir sumarhlé. Á honum var meðal annars farið yfir þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar og þau áherslumál sem hún vill klára fyrir kosningar. Er afnám verðtryggingar eitt af þessum málum?„Aðgerðir í húsnæðismálum og lánamálum sem að tengjast verðtryggingu eru mál sem að við höfum verið að skoða,” segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.Afnám verðtryggingar fyrir kosningarSigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur sagt forgangsmál að losa samfélagið úr viðjum verðtryggingar áður en gengið verði til kosninga. Ríkisstjórnin hefði á fyrri part árs 2014 samþykkt með hvaða hætti yrði unnið að afnámi verðtryggingar „Og við vorum búin að leggja drög að því að halda mikla kynningu í Hörpu, eins og við höfum gert tvisvar áður á kjörtímabilinu, halda hana í september, þar sem við myndum kynna mjög flott plan í þessu verðtryggingarmáli," sagði Sigmundur Davíð í Bítinu á Bylgjunni í gær.Draga úr vægi verðtryggingarBjarni segist ekki tilbúinn að segja til um hvenær aðgerðir ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum verða kynntar. „En þess er að vænta að við munum boða í tengslum við nýtt þing aðgerðir í húsnæðismálum sem að eiga að gera ungu fólki sérstaklega, kleift að safna fyrir höfuðstól og greiða niður skuldir þannig að fleiri Íslendingar geti búið í eigin húsnæði til framtíðar. Það er auðvitað aðal verkefni okkar,“ segir Bjarni.Fela þær aðgerðir í sér afnám verðtryggingar?„Það er ekki hægt að tala um að við séum að fara í einhvers konar einfalt afnám verðtryggingar í tengslum við þetta, það get ég ekki sagt,“ segir Bjarni. Frumvarp þess efnis verði lagt fyrir ríkisstjórn í næstu viku og í kjölfarið fyrir þingflokka. Með þessum aðgerðum sé verið að bregðast við þeirri staðreynd að 40 ára verðtryggð jafngreiðslulán geri ungu fólki helst kleift að kaupa fasteign. Aðgerðirnar muni draga úr vægi verðtryggingarinnar en ekki afnema hana.Aldrei talað fyrir því að afnema verðtryggingunaSamkvæmt þessu talar formaður Framsóknarflokksins um mikilvægi þess að afnema verðtrygginguna fyrir kosningar en fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins talar hins vegar um að draga úr vægi hennar.En Bjarni, er samstaða í ríkisstjórninni um að grípa til þessara aðgerða sem þú nefnir?„Já það tel ég alveg tvímælalaust vera.“Þannig að formaður Framsóknarflokksins talar um afnám verðtryggingar en þú talar um að draga úr vægi hennar?„Ég hef aldrei talað fyrir því að á Íslandi væri hægt með einu pennastriki að afnema verðtrygginguna úr efnahagslífinu, ég hef aldrei talað fyrir því,“ segir Bjarni. Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira
Frumvarp sem mun draga úr vægi verðtryggingar verður lagt fyrir ríkisstjórn í næstu viku. Þetta segir fjármála- og efnahagsráðherra. Full samstaða sé um málið í ríkisstjórn en þó sé ekki verið að afnema verðtrygginguna líkt og formaður Framsóknarflokksins hefur lagt áherslu á. Ríkisstjórnin kom saman til fundar í morgun en þetta var fyrsti fundur hennar eftir sumarhlé. Á honum var meðal annars farið yfir þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar og þau áherslumál sem hún vill klára fyrir kosningar. Er afnám verðtryggingar eitt af þessum málum?„Aðgerðir í húsnæðismálum og lánamálum sem að tengjast verðtryggingu eru mál sem að við höfum verið að skoða,” segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.Afnám verðtryggingar fyrir kosningarSigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur sagt forgangsmál að losa samfélagið úr viðjum verðtryggingar áður en gengið verði til kosninga. Ríkisstjórnin hefði á fyrri part árs 2014 samþykkt með hvaða hætti yrði unnið að afnámi verðtryggingar „Og við vorum búin að leggja drög að því að halda mikla kynningu í Hörpu, eins og við höfum gert tvisvar áður á kjörtímabilinu, halda hana í september, þar sem við myndum kynna mjög flott plan í þessu verðtryggingarmáli," sagði Sigmundur Davíð í Bítinu á Bylgjunni í gær.Draga úr vægi verðtryggingarBjarni segist ekki tilbúinn að segja til um hvenær aðgerðir ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum verða kynntar. „En þess er að vænta að við munum boða í tengslum við nýtt þing aðgerðir í húsnæðismálum sem að eiga að gera ungu fólki sérstaklega, kleift að safna fyrir höfuðstól og greiða niður skuldir þannig að fleiri Íslendingar geti búið í eigin húsnæði til framtíðar. Það er auðvitað aðal verkefni okkar,“ segir Bjarni.Fela þær aðgerðir í sér afnám verðtryggingar?„Það er ekki hægt að tala um að við séum að fara í einhvers konar einfalt afnám verðtryggingar í tengslum við þetta, það get ég ekki sagt,“ segir Bjarni. Frumvarp þess efnis verði lagt fyrir ríkisstjórn í næstu viku og í kjölfarið fyrir þingflokka. Með þessum aðgerðum sé verið að bregðast við þeirri staðreynd að 40 ára verðtryggð jafngreiðslulán geri ungu fólki helst kleift að kaupa fasteign. Aðgerðirnar muni draga úr vægi verðtryggingarinnar en ekki afnema hana.Aldrei talað fyrir því að afnema verðtryggingunaSamkvæmt þessu talar formaður Framsóknarflokksins um mikilvægi þess að afnema verðtrygginguna fyrir kosningar en fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins talar hins vegar um að draga úr vægi hennar.En Bjarni, er samstaða í ríkisstjórninni um að grípa til þessara aðgerða sem þú nefnir?„Já það tel ég alveg tvímælalaust vera.“Þannig að formaður Framsóknarflokksins talar um afnám verðtryggingar en þú talar um að draga úr vægi hennar?„Ég hef aldrei talað fyrir því að á Íslandi væri hægt með einu pennastriki að afnema verðtrygginguna úr efnahagslífinu, ég hef aldrei talað fyrir því,“ segir Bjarni.
Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira