Íslendingar gangi ekki inn í evrusamstarfið Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. mars 2016 10:00 Anne Osborn Krueger telur að vandi Grikklands hefði verið minni ef Grikkir hefðu haft eigin gjaldmiðil. Vísir/Ernir Anne Osborn Krueger, fyrrverandi aðstoðarframkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, er stödd hér á landi. Tilefnið er hóf sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hélt í gær til að fagna því að slitum gömlu bankanna er lokið. Hún er hagfræðingur og veitti framkvæmdahópi um afnám hafta og stjórnvöldum ráðgjöf við ferlið. Þótt einum þætti varðandi afnám hafta, nauðasamningum við kröfuhafa bankanna, sé lokið eru nokkur fleiri vandamál eftir. Útboð til að hleypa eigendum 250 milljarða aflandskróna út fyrir höft hefur enn ekki farið fram. „Þetta var nauðsynlegur fyrsti partur. Það var ekki hægt að leysa fleiri vandamál fyrr en þetta vandamál var úr sögunni. En það eru fleiri skref,“ segir Krueger. Hún telur ekki hægt að segja til um á þessu stigi hvernig þessi næstu skref verði stigin. Það sé meðal annars háð því hvernig alheimshagkerfið þróast. „Hingað til hefur það gengið vel. Og ef hagkerfið hér heldur áfram að þróast í rétta átt og Ísland verður ekki fyrir neinum skakkaföllum vegna alþjóðahagkerfisins og ekkert óvænt gerist þá ætti þetta ferli að geta gengið tafarlaust fyrir sig.“ Krueger segir ómögulegt að nefna tímasetningar varðandi næstu skref. „Vegna þess að það eru grundvallarmistök þegar væntingar og traust skiptir svo miklu máli að nefna tímasetningar. Ef eitthvað fer úrskeiðis og það þarf að breyta dagsetningum þá rýrirðu traustið sem hefur verið lögð svo mikil vinna í að byggja upp,“ segir hún. InDefence-hópurinn hefur gagnrýnt að vandi vogunarsjóðanna, sem áttu kröfur á föllnu bankana, hafi verið leystur áður en höft á almenning og lífeyrissjóði voru afnumin. Krueger telur að það hafi verið nauðsynlegt að fara þá leið sem farin var. „Að mínu mati já. Á meðan þetta vandamál var til staðar var ekki hægt að leysa vanda annarra,“ segir Krueger. Eignir kröfuhafanna hafi verið mjög miklar og það hafi hreinlega þurft að leysa vanda þeirra og átta sig síðan á því hver staðan væri. „Á meðan þeirra vandamál voru óleyst var ekki hægt að vita hvað væri hægt að gera.“ Stóra spurningin að loknu afnámi hafta er hvernig peningamálum verður háttað í framtíðinni. Krueger telur að Íslendingar geti vel notað krónu áfram. „Gjaldmiðillinn mun ná þeirri stöðu sem ásættanleg er, markaðurinn sér um það svo lengi sem peningastefnan og ríkisfjármálastefnan hér heima er í lagi.“ Krueger ítrekar að lykillinn sé öguð peningastefna og ríkisfjármálastefna. „Ekki annað hvort, heldur hvort tveggja. Þær verða að verka saman.“ Þær verði að stuðla að verðstöðugleika. Þá sé hægt að nota gengi gjaldmiðilsins til þess að bregðast við sveiflum í alþjóðahagkerfinu. Krueger ræður Íslendingum frá því að ganga í evrusamstarfið. „Hefurðu séð hvað gerðist í Grikklandi?“ spyr hún og bætir við að Grikkir hafi ekki getað notað venjuleg bjargráð vegna aðildar að evrusamstarfinu. „Ef Grikkir hefðu haft sjálfstæða mynt þá hefðu þeir getað lækkað gengið. Þeir hefðu vissulega glímt við vandamál en þau hefðu verið miklu minni,“ sagði Krueger. Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Anne Osborn Krueger, fyrrverandi aðstoðarframkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, er stödd hér á landi. Tilefnið er hóf sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hélt í gær til að fagna því að slitum gömlu bankanna er lokið. Hún er hagfræðingur og veitti framkvæmdahópi um afnám hafta og stjórnvöldum ráðgjöf við ferlið. Þótt einum þætti varðandi afnám hafta, nauðasamningum við kröfuhafa bankanna, sé lokið eru nokkur fleiri vandamál eftir. Útboð til að hleypa eigendum 250 milljarða aflandskróna út fyrir höft hefur enn ekki farið fram. „Þetta var nauðsynlegur fyrsti partur. Það var ekki hægt að leysa fleiri vandamál fyrr en þetta vandamál var úr sögunni. En það eru fleiri skref,“ segir Krueger. Hún telur ekki hægt að segja til um á þessu stigi hvernig þessi næstu skref verði stigin. Það sé meðal annars háð því hvernig alheimshagkerfið þróast. „Hingað til hefur það gengið vel. Og ef hagkerfið hér heldur áfram að þróast í rétta átt og Ísland verður ekki fyrir neinum skakkaföllum vegna alþjóðahagkerfisins og ekkert óvænt gerist þá ætti þetta ferli að geta gengið tafarlaust fyrir sig.“ Krueger segir ómögulegt að nefna tímasetningar varðandi næstu skref. „Vegna þess að það eru grundvallarmistök þegar væntingar og traust skiptir svo miklu máli að nefna tímasetningar. Ef eitthvað fer úrskeiðis og það þarf að breyta dagsetningum þá rýrirðu traustið sem hefur verið lögð svo mikil vinna í að byggja upp,“ segir hún. InDefence-hópurinn hefur gagnrýnt að vandi vogunarsjóðanna, sem áttu kröfur á föllnu bankana, hafi verið leystur áður en höft á almenning og lífeyrissjóði voru afnumin. Krueger telur að það hafi verið nauðsynlegt að fara þá leið sem farin var. „Að mínu mati já. Á meðan þetta vandamál var til staðar var ekki hægt að leysa vanda annarra,“ segir Krueger. Eignir kröfuhafanna hafi verið mjög miklar og það hafi hreinlega þurft að leysa vanda þeirra og átta sig síðan á því hver staðan væri. „Á meðan þeirra vandamál voru óleyst var ekki hægt að vita hvað væri hægt að gera.“ Stóra spurningin að loknu afnámi hafta er hvernig peningamálum verður háttað í framtíðinni. Krueger telur að Íslendingar geti vel notað krónu áfram. „Gjaldmiðillinn mun ná þeirri stöðu sem ásættanleg er, markaðurinn sér um það svo lengi sem peningastefnan og ríkisfjármálastefnan hér heima er í lagi.“ Krueger ítrekar að lykillinn sé öguð peningastefna og ríkisfjármálastefna. „Ekki annað hvort, heldur hvort tveggja. Þær verða að verka saman.“ Þær verði að stuðla að verðstöðugleika. Þá sé hægt að nota gengi gjaldmiðilsins til þess að bregðast við sveiflum í alþjóðahagkerfinu. Krueger ræður Íslendingum frá því að ganga í evrusamstarfið. „Hefurðu séð hvað gerðist í Grikklandi?“ spyr hún og bætir við að Grikkir hafi ekki getað notað venjuleg bjargráð vegna aðildar að evrusamstarfinu. „Ef Grikkir hefðu haft sjálfstæða mynt þá hefðu þeir getað lækkað gengið. Þeir hefðu vissulega glímt við vandamál en þau hefðu verið miklu minni,“ sagði Krueger.
Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira