Spá áframhaldandi offramboði Samúel Karl Ólason skrifar 13. september 2016 14:31 Vísir/EPA Hráolía hefur lækkað í verði í dag eftir að Alþjóðlega orkustofnunin, IEA, birti spá um áframhaldandi offramboð og að það verði lengur til staðar en áður hefur verið talið. Vöxtur í eftirspurn er minni en fyrri spár sögðu til um og líklegt þykir að ástandið muni vara að minnsta leyti út fyrri hluta næsta árs. Fyrr á árinu hafði stofnunin spáð því að verulega myndi draga úr ónýttum birgðum af olíu á árinu og að ástandið yrði komið í lag við lok þessa árs.Business Insider gengur svo langt að spá því að möguleiki sé á öðru verðhruni hráolíu. OPEC ríkin ákváðu í síðastas mánuði að auka framleiðslu og juku þannig enn bilið á milli framboðs og eftirspurnar. Kúvæt og Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa aldrei framleitt jafn mikla olíu og framleiðsla Sádi-Arabíu er nálægt methæðum. Þá er Íran sífellt að auka framleiðslu sína eftir að viðskiptaþvingunum gegn þeim var aflétt. Sádar eru nú aftur orðnir stærsti olíuframleiðandi heimsins og hafa tekið titilinn af Bandaríkjunum, þar sem framleiðsla hefur dregist saman vegna sífellt lægra verðs. Bandaríkin tóku forystuna árið 2014 eftir að bergbrot (e. fracking) varð alsráðandi þar. Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Hráolía hefur lækkað í verði í dag eftir að Alþjóðlega orkustofnunin, IEA, birti spá um áframhaldandi offramboð og að það verði lengur til staðar en áður hefur verið talið. Vöxtur í eftirspurn er minni en fyrri spár sögðu til um og líklegt þykir að ástandið muni vara að minnsta leyti út fyrri hluta næsta árs. Fyrr á árinu hafði stofnunin spáð því að verulega myndi draga úr ónýttum birgðum af olíu á árinu og að ástandið yrði komið í lag við lok þessa árs.Business Insider gengur svo langt að spá því að möguleiki sé á öðru verðhruni hráolíu. OPEC ríkin ákváðu í síðastas mánuði að auka framleiðslu og juku þannig enn bilið á milli framboðs og eftirspurnar. Kúvæt og Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa aldrei framleitt jafn mikla olíu og framleiðsla Sádi-Arabíu er nálægt methæðum. Þá er Íran sífellt að auka framleiðslu sína eftir að viðskiptaþvingunum gegn þeim var aflétt. Sádar eru nú aftur orðnir stærsti olíuframleiðandi heimsins og hafa tekið titilinn af Bandaríkjunum, þar sem framleiðsla hefur dregist saman vegna sífellt lægra verðs. Bandaríkin tóku forystuna árið 2014 eftir að bergbrot (e. fracking) varð alsráðandi þar.
Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent