Þrefalt fleiri mæta í ræktina janúar en í desember sæunn gísladóttir skrifar 13. janúar 2016 08:00 Fólki sem mætir í ræktina hjá Reebok Fitness hefur fjölgað milli ára. vísir/ernir Líkamsræktarstöðvar landsins hafa gjarnan fyllst fyrstu vikurnar í janúar eftir að fólk strengir áramótaheit um heilbrigðari lífsstíl, og er árið 2016 engin undantekning. Framkvæmdastjórar líkamsræktarstöðva sem Markaðurinn ræddi við segjast nær allir finna fyrir mikilli fjölgun milli ára, mest var hún tæplega fjörutíu prósent. Sala líkamsræktarkorta hjá Hress í janúar jókst um 12 til 15 prósent milli ára að sögn Lindu Hilmarsdóttur, eiganda og framkvæmdastjóra Hress. „Þetta gekk vonum framar. Vinsælust eru almennu kortin en það eru öll námskeið sem við erum með í boði að fyllast.“ Undir þetta tekur Haraldur Dean Nelson, framkvæmdastjóri Mjölnis. „Það eru öll námskeið stútfull hjá okkur núna í janúar og komast færri að en vilja.“ Guðríður Erla Torfadóttir, framkvæmdastjóri Reebok Fitness, segir að nú þegar mælist 15 prósenta aukningu frá áramótum. Aukningin milli ára sé meiri núna í ár vegna þess að á sama tíma í fyrra var einungis ein stöð en nú eru þær þrjár. Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar, segir að venjulega séu þrisvar sinnum fleiri mætingar í janúar en í desember. Á milli jóla og nýárs hafi allt farið af stað og var sala á námskeiðum um 25 prósentum meiri í desember 2015 en 2014. „Janúar lofar mjög góðu, það er kolbrjálað að gera í kortasölu, námskeiðasölu og einkaþjálfun.“ Ágústa áætlar að söluaukning á milli ára verði á milli 15 til 20 prósent í janúar. Kjartan Már Hallkelsson, rekstrarstjóri GYM heilsu, sem rekur tíu heilsuræktarstöðvar tengdar sundlaugum, segist ekki finna fyrir aukningu í janúar í ár samanborið við í fyrra. „Janúar er erilsamasti mánuður ársins, en desember hefur samt stækkað. Það eru færri að stoppa en ég myndi segja að janúar væri fimmtíu prósentum stærri en desember.“ Þröstur Jón Sigurðsson, eigandi Sporthússins, segir að fyrsta vikan í ár hafi verið mun stærri en sama vika í fyrra, bæði í Kópavogi og Reykjanesbæ. „Aukningin í Kópavogi var 39 prósent (en þar spilar vissulega inn að BootCamp er komið til okkar en var ekki í tölunum í fyrra) og í Reykjanesbæ var aukningin 17 prósent.“ Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Líkamsræktarstöðvar landsins hafa gjarnan fyllst fyrstu vikurnar í janúar eftir að fólk strengir áramótaheit um heilbrigðari lífsstíl, og er árið 2016 engin undantekning. Framkvæmdastjórar líkamsræktarstöðva sem Markaðurinn ræddi við segjast nær allir finna fyrir mikilli fjölgun milli ára, mest var hún tæplega fjörutíu prósent. Sala líkamsræktarkorta hjá Hress í janúar jókst um 12 til 15 prósent milli ára að sögn Lindu Hilmarsdóttur, eiganda og framkvæmdastjóra Hress. „Þetta gekk vonum framar. Vinsælust eru almennu kortin en það eru öll námskeið sem við erum með í boði að fyllast.“ Undir þetta tekur Haraldur Dean Nelson, framkvæmdastjóri Mjölnis. „Það eru öll námskeið stútfull hjá okkur núna í janúar og komast færri að en vilja.“ Guðríður Erla Torfadóttir, framkvæmdastjóri Reebok Fitness, segir að nú þegar mælist 15 prósenta aukningu frá áramótum. Aukningin milli ára sé meiri núna í ár vegna þess að á sama tíma í fyrra var einungis ein stöð en nú eru þær þrjár. Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar, segir að venjulega séu þrisvar sinnum fleiri mætingar í janúar en í desember. Á milli jóla og nýárs hafi allt farið af stað og var sala á námskeiðum um 25 prósentum meiri í desember 2015 en 2014. „Janúar lofar mjög góðu, það er kolbrjálað að gera í kortasölu, námskeiðasölu og einkaþjálfun.“ Ágústa áætlar að söluaukning á milli ára verði á milli 15 til 20 prósent í janúar. Kjartan Már Hallkelsson, rekstrarstjóri GYM heilsu, sem rekur tíu heilsuræktarstöðvar tengdar sundlaugum, segist ekki finna fyrir aukningu í janúar í ár samanborið við í fyrra. „Janúar er erilsamasti mánuður ársins, en desember hefur samt stækkað. Það eru færri að stoppa en ég myndi segja að janúar væri fimmtíu prósentum stærri en desember.“ Þröstur Jón Sigurðsson, eigandi Sporthússins, segir að fyrsta vikan í ár hafi verið mun stærri en sama vika í fyrra, bæði í Kópavogi og Reykjanesbæ. „Aukningin í Kópavogi var 39 prósent (en þar spilar vissulega inn að BootCamp er komið til okkar en var ekki í tölunum í fyrra) og í Reykjanesbæ var aukningin 17 prósent.“
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira