Úrvalsvísitalan hækkaði um 43 prósent árið 2015 Sæunn Gísladóttir skrifar 13. janúar 2016 11:18 Árið 2015 hækkaði markaðsvirði félaga á aðallista kauphallarinnar um 340 milljarða króna. Vísir/GVA Árið 2015 var ár mikilla hækkana á hlutabréfamarkaði og hækkaði úrvalsvísitalan um 43% á árinu. Árið 2015 hækkaði markaðsvirði félaga á aðallista kauphallarinnar um 340 milljarða króna, úr 634 milljörðum króna í 974 milljarða króna. Velta á markaði jókst um 101 milljarða króna. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Hlutabréfamarkaðurinn hefur verið að byggjast upp undanfarin ár, eftir nær algjört hrun árið 2008, og voru 3 ný félög skráð í kauphöllina á liðnu ári. Markaðurinn tók vel í nýskráningarnar og var umframeftirspurn í útboðunum. Þróunin var hæg frameftir ári, en þegar leið að sumri tók markaðurinn við sér. Þannig hafði úrvalsvísitalan hækkað um 10 prósent innan árs þann 1. júní, en endaði í 43 prósent hækkun þann 31. desember. Ekki eru öll félög í Kauphöllinni í Úrvalsvísitölunni, þegar litið er á vísitölu sem mælir öll félög í Kauphöllinni (OMXI all-share) er hækkunin á árinu 35 prósent. Þegar hækkun úrvalsvísitölunnar undanfarin ár er skoðuð sést að síðastliðið ár er það besta frá hruni. Úrvalsvísitalan lækkaði um 3 prósent árið 2011 en hefur hækkað á hverju ári frá því. Árin 2012 og 2013 nam hækkunin 16 prósent og 19 próesnt en 2014 var hækkunin einungis 4 prósent. Árið 2015 var því mjög gott á íslenskum hlutabréfamarkaði.Misjöfn þróun einstakra félagaÞó svo að úrvalsvísitalan hafi hækkað um 43 prósent milli ára hefur þróun einstakra félaga verið misjöfn. Ekkert félag lækkaði þó á árinu. Bréf í Marel, Icelandair, N1 og Regin hækkuðu umfram úrvalsvísitöluna. Bréf í Eimskipum (+1,6 prósent) og Símanum (+3,7 prósent) hækkuðu minnst árið 2015, hafa ber þó í huga að í tilfelli Símans kom fyrirtækið ekki á markað fyrr en í október. Þá voru væntingar háar til Eimskipa á árinu, en þær hafa ekki raungerst og getur það skýrt litlar hækkanir á árinu. Ástæður mikillar hækkunar á bréfum Marel má m.a. finna í að Marel hefur sýnt stöðugan rekstrarbata undanfarin misseri, félagið var orðið lítið skuldsett og reksturinn gekk vel. Markaðurinn tók svo vel í tilkynningu um kaupin á MPS og telja fjárfestar aðfélagið falli vel að Marel. Í tilfelli Icelandair er nærtækast að benda á þann mikla vöxt sem hefur verið í komum erlendra ferðamanna til landsins og aukin ferðalög Íslendinga út fyrir landssteinana. Félagið virðist ætla að sýna töluvert meiri hagnað en vonir stjórnenda stóðu til í upphafi árs. Það hefur skilað góðum uppgjörum og sætanýting er mjög góð. Þá er gert ráð fyrir áframhaldandi vexti ferðaþjónustunnar á næsta ári. Heilt yfir hafa félögin í Kauphöllinni sýnt góða afkomu, með nokkrum undantekningum þó, t.d. hafa tryggingafélögin verið að berjast við hátt tjónahlutfall en á móti hefur komið góð ávöxtun fjáreigna.Meiri hækkanir á Íslandi en í nágrannaríkjum Þegar litið er á hlutabréfavísitölur í nágrannaríkjunum sést að síðasta ár fór hægar af stað hér en á hinum Norðurlöndum og í Þýskalandi en uppúr miðju ári fór íslenska vísitalan að hækka hratt meðan dró úr hinum. Þýska DAX vísitalan endaði í 10 prósent hækkun á árinu og sú Norræna í 12 prósent. S&P vísitalan lækkaði um 1 prósent og enska FTSE vísitalan lækkaði um 5 prósent á árinu. Ef litið er á sömu vísitölur aftur til ársbyrjunar 2014 sést að íslenska vísitalan var undir hinum allt fram á haustið 2015. Á því tímabili hefur íslenska OMXI vísitalan hækkað um 49prósent, Norræna um 22 prósent og S&P 500 um 11 prósent. Taka verður tillit til þess að úrvalsvísitölur eru oft samsettar úr fáum fyrirtækjum og hækkun þeirra getur því gefið villandi mynd af þróun alls markaðarins. Icelandair og Marel vega þungt í vísitölunni en bæði þessi félög sýndu góðan vöxt og afkomubata á árinu Mest lesið Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira
Árið 2015 var ár mikilla hækkana á hlutabréfamarkaði og hækkaði úrvalsvísitalan um 43% á árinu. Árið 2015 hækkaði markaðsvirði félaga á aðallista kauphallarinnar um 340 milljarða króna, úr 634 milljörðum króna í 974 milljarða króna. Velta á markaði jókst um 101 milljarða króna. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Hlutabréfamarkaðurinn hefur verið að byggjast upp undanfarin ár, eftir nær algjört hrun árið 2008, og voru 3 ný félög skráð í kauphöllina á liðnu ári. Markaðurinn tók vel í nýskráningarnar og var umframeftirspurn í útboðunum. Þróunin var hæg frameftir ári, en þegar leið að sumri tók markaðurinn við sér. Þannig hafði úrvalsvísitalan hækkað um 10 prósent innan árs þann 1. júní, en endaði í 43 prósent hækkun þann 31. desember. Ekki eru öll félög í Kauphöllinni í Úrvalsvísitölunni, þegar litið er á vísitölu sem mælir öll félög í Kauphöllinni (OMXI all-share) er hækkunin á árinu 35 prósent. Þegar hækkun úrvalsvísitölunnar undanfarin ár er skoðuð sést að síðastliðið ár er það besta frá hruni. Úrvalsvísitalan lækkaði um 3 prósent árið 2011 en hefur hækkað á hverju ári frá því. Árin 2012 og 2013 nam hækkunin 16 prósent og 19 próesnt en 2014 var hækkunin einungis 4 prósent. Árið 2015 var því mjög gott á íslenskum hlutabréfamarkaði.Misjöfn þróun einstakra félagaÞó svo að úrvalsvísitalan hafi hækkað um 43 prósent milli ára hefur þróun einstakra félaga verið misjöfn. Ekkert félag lækkaði þó á árinu. Bréf í Marel, Icelandair, N1 og Regin hækkuðu umfram úrvalsvísitöluna. Bréf í Eimskipum (+1,6 prósent) og Símanum (+3,7 prósent) hækkuðu minnst árið 2015, hafa ber þó í huga að í tilfelli Símans kom fyrirtækið ekki á markað fyrr en í október. Þá voru væntingar háar til Eimskipa á árinu, en þær hafa ekki raungerst og getur það skýrt litlar hækkanir á árinu. Ástæður mikillar hækkunar á bréfum Marel má m.a. finna í að Marel hefur sýnt stöðugan rekstrarbata undanfarin misseri, félagið var orðið lítið skuldsett og reksturinn gekk vel. Markaðurinn tók svo vel í tilkynningu um kaupin á MPS og telja fjárfestar aðfélagið falli vel að Marel. Í tilfelli Icelandair er nærtækast að benda á þann mikla vöxt sem hefur verið í komum erlendra ferðamanna til landsins og aukin ferðalög Íslendinga út fyrir landssteinana. Félagið virðist ætla að sýna töluvert meiri hagnað en vonir stjórnenda stóðu til í upphafi árs. Það hefur skilað góðum uppgjörum og sætanýting er mjög góð. Þá er gert ráð fyrir áframhaldandi vexti ferðaþjónustunnar á næsta ári. Heilt yfir hafa félögin í Kauphöllinni sýnt góða afkomu, með nokkrum undantekningum þó, t.d. hafa tryggingafélögin verið að berjast við hátt tjónahlutfall en á móti hefur komið góð ávöxtun fjáreigna.Meiri hækkanir á Íslandi en í nágrannaríkjum Þegar litið er á hlutabréfavísitölur í nágrannaríkjunum sést að síðasta ár fór hægar af stað hér en á hinum Norðurlöndum og í Þýskalandi en uppúr miðju ári fór íslenska vísitalan að hækka hratt meðan dró úr hinum. Þýska DAX vísitalan endaði í 10 prósent hækkun á árinu og sú Norræna í 12 prósent. S&P vísitalan lækkaði um 1 prósent og enska FTSE vísitalan lækkaði um 5 prósent á árinu. Ef litið er á sömu vísitölur aftur til ársbyrjunar 2014 sést að íslenska vísitalan var undir hinum allt fram á haustið 2015. Á því tímabili hefur íslenska OMXI vísitalan hækkað um 49prósent, Norræna um 22 prósent og S&P 500 um 11 prósent. Taka verður tillit til þess að úrvalsvísitölur eru oft samsettar úr fáum fyrirtækjum og hækkun þeirra getur því gefið villandi mynd af þróun alls markaðarins. Icelandair og Marel vega þungt í vísitölunni en bæði þessi félög sýndu góðan vöxt og afkomubata á árinu
Mest lesið Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira