Gagnasamningur fyrir 450 milljónir króna Svavar Hávarðsson skrifar 13. júní 2016 07:00 Guðrún Johnsen Fyrir tilstuðlan opinberra rannsókna á hruninu á Íslandi komu í ljós veikleikar íslenska fjármálakerfisins. Fréttablaðið/Stefán Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og Creditinfo skrifuðu nýverið undir samstarfssamning um aðgengi að öllum gögnum Creditinfo um íslensk hlutafélög, hluthafa og ársreikninga. Áætlað er að verðmæti gagnanna sé um 450 milljónir króna. Gögnin verða notuð í víðtæku rannsóknarstarfi Guðrúnar Johnsen, lektors í fjármálum, en hún leiðir hóp rannsakenda frá Stanford-háskóla, Paris School of Economics (PSE) og University of Maryland við að greina fyrirtækjasamstæður á Íslandi, myndun þeirra, skuldsetningu og eiginfjárfjármögnun. Með samningnum er lagður grunnur að því að efla rannsóknarstarf Háskóla Íslands á íslensku atvinnulífi og tryggja gæði vísindastarfsins. Þetta er að mati Guðrúnar tímamótasamningur enda er söfnun slíkra gagna gríðarlega kostnaðarsöm og algengari í stærri löndum. Með aðgengi að gögnunum muni rannsóknarsamfélagið geta veitt stefnumótandi aðilum í viðskiptalífinu sem og stjórnvöldum, bæði hér á landi og erlendis, innsýn og skilning á virkni fyrirtækja, fjármögnun þeirra, fjárfestingar, vaxtakostnað, skattgreiðslur, arðgreiðslur og eignarhald. „Gögn sem eru af þessum gæðaflokki og jafn ítarleg fyrir hvert fyrirtæki og það yfir tíma, verða ekki gripin upp af götunni og er óhemjudýrt að safna,“ segir Guðrún. Hún bætir við að ekki síst fyrir tilstuðlan opinberra rannsókna á Íslandi um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna í október 2008, og atburði tengda þeim, hafi komið í ljós veikleikar íslenska fjármálakerfisins sem komnir eru til vegna uppbyggingar fjölda fyrirtækjasamstæða og flókinna fjármálagerninga. „Rannsókn rannsóknarnefndar Alþingis gerði það kleift að álykta með nokkurri vissu að hægt sé að rekja fjármálaáföll þau, sem dunið hafa á Vesturlöndum það sem af er 21. aldar, til flókinna eignatengsla og skorts á gagnsæi fjármálagerninga. Flækjustigið hefur torveldað eftirlitsaðilum, sem og starfsfólki fjármálageirans, að meta bæði sértæka áhættu og kerfislega áhættu,“ segir Guðrún og bætir við að flókin fyrirtækjatengsl og rekstur skúffufyrirtækja í skattaparadísum bendi einnig til að skattheimta hafi orðið kostnaðarsamari, kallað á auknar skattrannsóknir og hugsanlega leitt til aukinna undanskota frá skatti og til ójafnaðar. Niðurstöður rannsóknarnefndarinnar benda til að fjármagnseigendur standi fyrir uppbyggingu á fyrirtækjasamstæðum af því tagi sem veikir viðnámsþrótt efnahagskerfa, meðal annars til að draga úr þörf á að leggja fram eigið fé í fjárfestingar sínar sem og að lágmarka skattgreiðslur. Guðrún bætir við að til þess að hægt sé að leggja fram sannfærandi tillögur um breytingar á reglugerðarumhverfi og skattaumhverfi sé nauðsynlegt að kafa ofan í þau flóknu eignatengsl sem voru byggð upp.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu 13. júní 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Fyrir tilstuðlan opinberra rannsókna á hruninu á Íslandi komu í ljós veikleikar íslenska fjármálakerfisins. Fréttablaðið/Stefán Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og Creditinfo skrifuðu nýverið undir samstarfssamning um aðgengi að öllum gögnum Creditinfo um íslensk hlutafélög, hluthafa og ársreikninga. Áætlað er að verðmæti gagnanna sé um 450 milljónir króna. Gögnin verða notuð í víðtæku rannsóknarstarfi Guðrúnar Johnsen, lektors í fjármálum, en hún leiðir hóp rannsakenda frá Stanford-háskóla, Paris School of Economics (PSE) og University of Maryland við að greina fyrirtækjasamstæður á Íslandi, myndun þeirra, skuldsetningu og eiginfjárfjármögnun. Með samningnum er lagður grunnur að því að efla rannsóknarstarf Háskóla Íslands á íslensku atvinnulífi og tryggja gæði vísindastarfsins. Þetta er að mati Guðrúnar tímamótasamningur enda er söfnun slíkra gagna gríðarlega kostnaðarsöm og algengari í stærri löndum. Með aðgengi að gögnunum muni rannsóknarsamfélagið geta veitt stefnumótandi aðilum í viðskiptalífinu sem og stjórnvöldum, bæði hér á landi og erlendis, innsýn og skilning á virkni fyrirtækja, fjármögnun þeirra, fjárfestingar, vaxtakostnað, skattgreiðslur, arðgreiðslur og eignarhald. „Gögn sem eru af þessum gæðaflokki og jafn ítarleg fyrir hvert fyrirtæki og það yfir tíma, verða ekki gripin upp af götunni og er óhemjudýrt að safna,“ segir Guðrún. Hún bætir við að ekki síst fyrir tilstuðlan opinberra rannsókna á Íslandi um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna í október 2008, og atburði tengda þeim, hafi komið í ljós veikleikar íslenska fjármálakerfisins sem komnir eru til vegna uppbyggingar fjölda fyrirtækjasamstæða og flókinna fjármálagerninga. „Rannsókn rannsóknarnefndar Alþingis gerði það kleift að álykta með nokkurri vissu að hægt sé að rekja fjármálaáföll þau, sem dunið hafa á Vesturlöndum það sem af er 21. aldar, til flókinna eignatengsla og skorts á gagnsæi fjármálagerninga. Flækjustigið hefur torveldað eftirlitsaðilum, sem og starfsfólki fjármálageirans, að meta bæði sértæka áhættu og kerfislega áhættu,“ segir Guðrún og bætir við að flókin fyrirtækjatengsl og rekstur skúffufyrirtækja í skattaparadísum bendi einnig til að skattheimta hafi orðið kostnaðarsamari, kallað á auknar skattrannsóknir og hugsanlega leitt til aukinna undanskota frá skatti og til ójafnaðar. Niðurstöður rannsóknarnefndarinnar benda til að fjármagnseigendur standi fyrir uppbyggingu á fyrirtækjasamstæðum af því tagi sem veikir viðnámsþrótt efnahagskerfa, meðal annars til að draga úr þörf á að leggja fram eigið fé í fjárfestingar sínar sem og að lágmarka skattgreiðslur. Guðrún bætir við að til þess að hægt sé að leggja fram sannfærandi tillögur um breytingar á reglugerðarumhverfi og skattaumhverfi sé nauðsynlegt að kafa ofan í þau flóknu eignatengsl sem voru byggð upp.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu 13. júní 2016
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira