Viðskipti innlent

Benedikt skipaður skrifstofustjóri

Sæunn Gísladóttir skrifar
Forsætisráðherra hefur ákveðið að skipa Benedikt Árnason skrifstofustjóra á nýrri skrifstofu þjóðhagsmála í forsætisráðuneytinu.
Forsætisráðherra hefur ákveðið að skipa Benedikt Árnason skrifstofustjóra á nýrri skrifstofu þjóðhagsmála í forsætisráðuneytinu.
Forsætisráðherra hefur ákveðið að skipa Benedikt Árnason skrifstofustjóra á nýrri skrifstofu þjóðhagsmála í forsætisráðuneytinu.

Benedikt er hagfræðingur með meistaragráðu í þjóðhagfræði og MBA. Hann hefur tæplega aldarfjórðungs starfsreynslu, þar af 16 ár á vettvangi stjórnsýslunnar.

Hann hefur starfað fyrir tvö ráðuneyti, fyrst sem skrifstofustjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti og nú síðast sem efnahagsráðgjafi forsætisráðherra og ráðherranefnda ríkisstjórnarinnar.

Benedikt var aðstoðarframkvæmdastjóri í Norræna fjárfestingarbankanum 2005-2007, og aðstoðarforstjóri og síðar forstjóri Askar Capital 2008-2010, ráðgjafi við fjárhagslega endurskipulagningu Orkuveitu Reykjavíkur 2010 og aðalhagfræðingur Samkeppniseftirlitsins frá 2011.

Í niðurstöðu hæfnisnefndar segir „[Benedikt] hefur mjög mikla þekkingu og reynslu á sviði þjóðhagsmála. Hann hefur starfað því sem næst samfellt á þessu sviði frá því hann lauk námi árið 1993 við fjölbreytt störf á fleiri en einum vinnustað. Hann hefur bæði starfað sem sérfræðingur og stjórnandi. hann hefur samanlagt starfað í rúm 16 ár innan stjórnsýslunnar. Þá hefur hann mjög mikla reynslu af stefnumótun, samráði og undirbúningi verkefna á sviði þjóðhagsmála. Í stjórnunarstörfum á starfsferlinu hefur reynt mikið á forystu-, samskipta- og skipulagshæfni.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×