Friður er stærsta hagsmunamál mannkynsins Elsa Benediktsdóttir skrifar 5. október 2015 09:43 Fyrir stuttu komu upplýsingar frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) um að 4.5 milljónir barna hafi hrökklast af heimilum sínum og séu á flótta í heiminum. Þessa sorglegu staðreynd verður mannkynið að fást við eins vel og það getur. En á sama tíma þarf að hugsa lengra og hugleiða hvaða leiðir mannkynið getur farið til að koma í veg fyrir stríð og afleiðingar þeirra. Að gera ráð fyrir að stríð verði ávallt óhjákvæmilegur þáttur i lífi mannkynsins mun ekki leiða okkur þangað. Að trúa því að friður sé mögulegur er skref í átt að breytingu. Eins og mörg ykkar vita lagði undirrituð af stað með friðarverkefni sem felst í að senda aðalritara Sameinuðu þjóðanna bréf með áskorun um að kalla ráðamenn heimsins á fund til að leita allra leiða til að koma á varanlegum friði. Það óvænta er að undirskriftirnar hafa komið frá 47 löndum og frá öllum heimsálfum en fjöldi undirskrifta hins vegar verið langt undir væntingum. Fyrstu 3 vikurnar kom þokkalega góð bylgja af undirskriftum en hefur nú hægt verulega á sér og ef ekkert breytist mun þetta fljótlega lognast alveg út af. Í bréfinu til aðalritarans segir m.a.: ,,Sá tími er kominn að við, íbúar heimsins, viljum ekki lengur umbera stríð og ógæfusamar afleiðingar þeirra.‘‘ Þetta var sannfæring mín þegar ég lagði af stað með undirskriftasöfnunina. Fannst þetta verkefni ákveðinn farvegur þar sem fólk gæti tjáð hug sinn og hvatt og stutt aðalritara S.þ. til að knýja á um fund sem yrði upphaf að varanlegum breytingum á fyrirkomulagi öryggismála heimsins. Fólk kann að spyrja hvort hægt sé að koma á friði? Það að stríð eru enn háð á okkar tímum, sannar ekki að ófriður sé varanlegur fylgifiskur mannlegra samskipta. Atriði sem stuðla að friðsamlegum lausnum frá smæstu samfélögum til hinna stærstu eru áþekk í eðli sínu en rammann til að nýta þau á heimsvísu vantar. Sjálf bý ég í blokk þar sem húsfélagið hefur kosið sér stjórn til að sjá um verkefni sem upp koma. Þetta litla samfélag sem býr þar treystir því að stjórnin takist á við hvern vanda sem upp kemur og leysi hann með stuðningi íbúanna. Væri staðan sú að 5 íbúðir hefðu neitunarvald, og jafnvel aðeins ein af þessum íbúðum gæti komið í veg fyrir framkvæmd ákvarðana stjórnarinnar, myndi ég ekki vilja búa þar. En þannig er staða Öryggisráðs S.þ. í dag, að 5 ákveðnar þjóðir hafa neitunarvald á ákvarðanir Öryggisráðsins. Þetta gamla fyrirkomulag hefur ekki reynst vel til að tryggja öryggi heimsins í dag og því þörf á nýrri hugsun og breytingum. Þessi grein er framlag í slíka umræðu og ef einhver hefur trú á að það skipti máli að taka þátt í verkefninu er bréfið til aðalritarans að finna hér að neðan.https://secure.avaaz.org/en/petition/The_SecretaryGeneral_of_the_United_Nations_Call_an_urgent_meeting_of_world_leaders/?eEfyaab Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Fyrir stuttu komu upplýsingar frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) um að 4.5 milljónir barna hafi hrökklast af heimilum sínum og séu á flótta í heiminum. Þessa sorglegu staðreynd verður mannkynið að fást við eins vel og það getur. En á sama tíma þarf að hugsa lengra og hugleiða hvaða leiðir mannkynið getur farið til að koma í veg fyrir stríð og afleiðingar þeirra. Að gera ráð fyrir að stríð verði ávallt óhjákvæmilegur þáttur i lífi mannkynsins mun ekki leiða okkur þangað. Að trúa því að friður sé mögulegur er skref í átt að breytingu. Eins og mörg ykkar vita lagði undirrituð af stað með friðarverkefni sem felst í að senda aðalritara Sameinuðu þjóðanna bréf með áskorun um að kalla ráðamenn heimsins á fund til að leita allra leiða til að koma á varanlegum friði. Það óvænta er að undirskriftirnar hafa komið frá 47 löndum og frá öllum heimsálfum en fjöldi undirskrifta hins vegar verið langt undir væntingum. Fyrstu 3 vikurnar kom þokkalega góð bylgja af undirskriftum en hefur nú hægt verulega á sér og ef ekkert breytist mun þetta fljótlega lognast alveg út af. Í bréfinu til aðalritarans segir m.a.: ,,Sá tími er kominn að við, íbúar heimsins, viljum ekki lengur umbera stríð og ógæfusamar afleiðingar þeirra.‘‘ Þetta var sannfæring mín þegar ég lagði af stað með undirskriftasöfnunina. Fannst þetta verkefni ákveðinn farvegur þar sem fólk gæti tjáð hug sinn og hvatt og stutt aðalritara S.þ. til að knýja á um fund sem yrði upphaf að varanlegum breytingum á fyrirkomulagi öryggismála heimsins. Fólk kann að spyrja hvort hægt sé að koma á friði? Það að stríð eru enn háð á okkar tímum, sannar ekki að ófriður sé varanlegur fylgifiskur mannlegra samskipta. Atriði sem stuðla að friðsamlegum lausnum frá smæstu samfélögum til hinna stærstu eru áþekk í eðli sínu en rammann til að nýta þau á heimsvísu vantar. Sjálf bý ég í blokk þar sem húsfélagið hefur kosið sér stjórn til að sjá um verkefni sem upp koma. Þetta litla samfélag sem býr þar treystir því að stjórnin takist á við hvern vanda sem upp kemur og leysi hann með stuðningi íbúanna. Væri staðan sú að 5 íbúðir hefðu neitunarvald, og jafnvel aðeins ein af þessum íbúðum gæti komið í veg fyrir framkvæmd ákvarðana stjórnarinnar, myndi ég ekki vilja búa þar. En þannig er staða Öryggisráðs S.þ. í dag, að 5 ákveðnar þjóðir hafa neitunarvald á ákvarðanir Öryggisráðsins. Þetta gamla fyrirkomulag hefur ekki reynst vel til að tryggja öryggi heimsins í dag og því þörf á nýrri hugsun og breytingum. Þessi grein er framlag í slíka umræðu og ef einhver hefur trú á að það skipti máli að taka þátt í verkefninu er bréfið til aðalritarans að finna hér að neðan.https://secure.avaaz.org/en/petition/The_SecretaryGeneral_of_the_United_Nations_Call_an_urgent_meeting_of_world_leaders/?eEfyaab
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun