Þrefaldaðist að stærð á fáeinum mánuðum Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. mars 2015 10:00 Garðar Hannes Friðjónsson hefur starfað fyrir Eik allt frá árinu 2002. fréttablaðið/vilhelm Eftirspurnin eftir atvinnuhúsnæði er að aukast, segir Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri fasteignafélagsins Eikar. Hann segist hafa talið 80-85 þúsund fermetra lausa haustið 2013. „Við teljum það vera komið niður í 65-70 þúsund núna einu og hálfu ári síðar,“ segir Garðar. Þetta sé vegna meiri mannfjölda, lækkandi atvinnuleysis og fleira fólks á atvinnualdri. Fólki sem þarf atvinnuhúsnæði er því að fjölga. Þegar ársreikningur Eikar fyrir árið 2014 var kynntur kom um leið fram að félagið yrði skráð á markað. Eik fasteignafélag stefnir á að skrá hlutabréf félagsins í Kauphöll í apríl, að undangengnu útboði. Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar, hefur fylgt Eik frá upphafi en félagið var stofnað árið 2002. „Á árunum 2003-2006 óx félagið hratt með kaupum á eignum,“ segir Garðar og bætir við að eftir það hafi félagið hægt á vextinum þar sem það var komin ákveðin stígandi í markaðinn og verktakar farnir að sýna þessum geira áhuga,“ segir Garðar. Árið 2011 komu nýir eigendur að félaginu sem tóku ákvörðun um að styrkja efnahag félagsins og stækka með það að markmiði að skrá félagið á hlutabréfamarkað. Félagið endurfjármagnaði allar skuldir sínar, meðal annars með því að gefa út skuldabréfaflokk skráðan í Kauphöll. Félagið hélt áfram að byggjast upp jafnt og þétt með kaupum á einstaka eignum en á árinu 2013 var ákveðið að stækka félagið allverulega með kaupum á fasteignafélaginu EF1 sem á Turninn í Kópavogi og fasteignafélaginu Landfestum sem á mikið af skrifstofuhúsnæði í Borgartúninu og Ármúlanum. „Það var mikið ferli sem tók langan tíma og lauk í raun ekki fyrr en um mitt ár 2014. Í dag á félagið gott, arðbært og vel staðsett safn fasteigna og því telur stjórn félagsins þetta vera rétta tímann til að óska eftir skráningu í Kauphöllina,“ segir Garðar Hannes í samtali við Markaðinn. Við kaupin á EF1 og Landfestum stækkaði efnahagsreikningur Eikar úr 22-23 milljörðum í um það bil 66 milljarða. Garðar segir að félagið leggi nú áherslu á arðsemi og þjónustu við hluthafa, fremur en frekari stækkun. „Stjórn hefur sett sér arðgreiðslustefnu um að greiða árlega út arð sem nemur 35% af handbæru fé frá rekstri . Það skiptir máli að fjárfestar viti hver markmið félagsins eru,“ segir Garðar. Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Eftirspurnin eftir atvinnuhúsnæði er að aukast, segir Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri fasteignafélagsins Eikar. Hann segist hafa talið 80-85 þúsund fermetra lausa haustið 2013. „Við teljum það vera komið niður í 65-70 þúsund núna einu og hálfu ári síðar,“ segir Garðar. Þetta sé vegna meiri mannfjölda, lækkandi atvinnuleysis og fleira fólks á atvinnualdri. Fólki sem þarf atvinnuhúsnæði er því að fjölga. Þegar ársreikningur Eikar fyrir árið 2014 var kynntur kom um leið fram að félagið yrði skráð á markað. Eik fasteignafélag stefnir á að skrá hlutabréf félagsins í Kauphöll í apríl, að undangengnu útboði. Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar, hefur fylgt Eik frá upphafi en félagið var stofnað árið 2002. „Á árunum 2003-2006 óx félagið hratt með kaupum á eignum,“ segir Garðar og bætir við að eftir það hafi félagið hægt á vextinum þar sem það var komin ákveðin stígandi í markaðinn og verktakar farnir að sýna þessum geira áhuga,“ segir Garðar. Árið 2011 komu nýir eigendur að félaginu sem tóku ákvörðun um að styrkja efnahag félagsins og stækka með það að markmiði að skrá félagið á hlutabréfamarkað. Félagið endurfjármagnaði allar skuldir sínar, meðal annars með því að gefa út skuldabréfaflokk skráðan í Kauphöll. Félagið hélt áfram að byggjast upp jafnt og þétt með kaupum á einstaka eignum en á árinu 2013 var ákveðið að stækka félagið allverulega með kaupum á fasteignafélaginu EF1 sem á Turninn í Kópavogi og fasteignafélaginu Landfestum sem á mikið af skrifstofuhúsnæði í Borgartúninu og Ármúlanum. „Það var mikið ferli sem tók langan tíma og lauk í raun ekki fyrr en um mitt ár 2014. Í dag á félagið gott, arðbært og vel staðsett safn fasteigna og því telur stjórn félagsins þetta vera rétta tímann til að óska eftir skráningu í Kauphöllina,“ segir Garðar Hannes í samtali við Markaðinn. Við kaupin á EF1 og Landfestum stækkaði efnahagsreikningur Eikar úr 22-23 milljörðum í um það bil 66 milljarða. Garðar segir að félagið leggi nú áherslu á arðsemi og þjónustu við hluthafa, fremur en frekari stækkun. „Stjórn hefur sett sér arðgreiðslustefnu um að greiða árlega út arð sem nemur 35% af handbæru fé frá rekstri . Það skiptir máli að fjárfestar viti hver markmið félagsins eru,“ segir Garðar.
Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira