Sextán milljaðra fjárfesting á Hörpureitnum Heimir Már Pétursson skrifar 20. ágúst 2015 20:19 Fyrsta fimm stjörnu hótelið í Reykjavík rís á Hörpureitnum innan nokkurra ára undir nýlegu merki alþjóðahótelkeðjunnar Marriott. Fjárfestingin er upp á um sextán milljarða króna og segir borgarstjóri að hótelið verði mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustu í borginni. Það hefur mikið verið tekist á um lóð Landsbankans austanmegin í holunni framan við Hörpu. Hins vegar virðast flestir sáttir við fyrirhugaða hótelbyggingu vestanmegin í holunni og í dag var upplýst að þar verði reist Marriott Edition, fimm stjörnu hótel. Snemma í sumar var tilkynnt að bandaríski fjárfestirinn Carpenter and Co myndu standa að byggingu hótelsins sem aðalfjárfestir en byggingin mun kosta með öllu 120 milljónir dollara eða tæpa 16 milljarða króna. Það var því öllu flaggað til með sendiherra Bandaríkjanna í dag þegar greint var frá því að tekist hefðu samningar við Marriott keðjuna um hótelreksturinn en Marriott rekur um fjögur þúsund hótel víðs vegar um heiminn. Sandeep Walia, aðstoðarforstjóri Marriott hótelkeðjunnar í Evrópu, segir stjórnendur hennar mjög spennta fyrir Reykjavík og byggingu hótels á þessum einstaka stað. „Við komum með vörumerki sem er tiltölulega nýtt hjá okkur hjá Marriott. Það er kallað Edition Hotels. Við höfum nú fjögur slík hótel, í Istanbul, London og höfum nýlega opnað í Miami og New York. Og það er nú þegar verið að byggja sjö og semja um nítján,“ segir Walia. Byggingin verður teiknuð af Ásgeiri Ásgeirssyni hjá Tark í samráði við bandarísku arkitektastofuna Cambridge 7. Marriott Edition hótelin hafa öll sinn sérstaka stíl en taka líka mið af því umhvefi sem þau rísa í. „Það sem er svipað er nokkuð sem verður haft í huga þegar við byggjum hér, og við höfum staðbundin sjónarmið í huga við hönnunina,“ segir Walia. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að hótelið muni marka nýja vídd í ferðaþjónustuna í Reykjavík, en fjöldi áforma um nýtingu holunnar hefur farið út um þúfur á undanförnum árum. „Nú er búið að skrifa undir alla pappíra og ég vil ekki sjá fleiri pappíra nema þá teikningarnar af því sem á að rísa. Það er búið að setja því tímamörk. Það þarf að byrja hér jarðvinnu í janúar á næsta ári og ég held að allir séu sammála um að reyna að láta þetta verkefni ganga eins hratt og vel og hægt er,“ segir Dagur. Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Fyrsta fimm stjörnu hótelið í Reykjavík rís á Hörpureitnum innan nokkurra ára undir nýlegu merki alþjóðahótelkeðjunnar Marriott. Fjárfestingin er upp á um sextán milljarða króna og segir borgarstjóri að hótelið verði mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustu í borginni. Það hefur mikið verið tekist á um lóð Landsbankans austanmegin í holunni framan við Hörpu. Hins vegar virðast flestir sáttir við fyrirhugaða hótelbyggingu vestanmegin í holunni og í dag var upplýst að þar verði reist Marriott Edition, fimm stjörnu hótel. Snemma í sumar var tilkynnt að bandaríski fjárfestirinn Carpenter and Co myndu standa að byggingu hótelsins sem aðalfjárfestir en byggingin mun kosta með öllu 120 milljónir dollara eða tæpa 16 milljarða króna. Það var því öllu flaggað til með sendiherra Bandaríkjanna í dag þegar greint var frá því að tekist hefðu samningar við Marriott keðjuna um hótelreksturinn en Marriott rekur um fjögur þúsund hótel víðs vegar um heiminn. Sandeep Walia, aðstoðarforstjóri Marriott hótelkeðjunnar í Evrópu, segir stjórnendur hennar mjög spennta fyrir Reykjavík og byggingu hótels á þessum einstaka stað. „Við komum með vörumerki sem er tiltölulega nýtt hjá okkur hjá Marriott. Það er kallað Edition Hotels. Við höfum nú fjögur slík hótel, í Istanbul, London og höfum nýlega opnað í Miami og New York. Og það er nú þegar verið að byggja sjö og semja um nítján,“ segir Walia. Byggingin verður teiknuð af Ásgeiri Ásgeirssyni hjá Tark í samráði við bandarísku arkitektastofuna Cambridge 7. Marriott Edition hótelin hafa öll sinn sérstaka stíl en taka líka mið af því umhvefi sem þau rísa í. „Það sem er svipað er nokkuð sem verður haft í huga þegar við byggjum hér, og við höfum staðbundin sjónarmið í huga við hönnunina,“ segir Walia. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að hótelið muni marka nýja vídd í ferðaþjónustuna í Reykjavík, en fjöldi áforma um nýtingu holunnar hefur farið út um þúfur á undanförnum árum. „Nú er búið að skrifa undir alla pappíra og ég vil ekki sjá fleiri pappíra nema þá teikningarnar af því sem á að rísa. Það er búið að setja því tímamörk. Það þarf að byrja hér jarðvinnu í janúar á næsta ári og ég held að allir séu sammála um að reyna að láta þetta verkefni ganga eins hratt og vel og hægt er,“ segir Dagur.
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira