Jólaverslun blómlegri í ár en í fyrra Sæunn Gísladóttir skrifar 23. desember 2015 09:52 Spáð er sjö prósenta vexti í verslun fyrir jólin á þessu ár. Kaupmenn í miðbænum segjast finna fyrir aukningu. Netverslun er orðin algengari. Vísir/Getty Rannsóknasetur verslunarinnar spáir sjö prósenta vexti að nafnverði í verslun yfir jólamánuðina á þessu ári. Jólaverslun hefur verið blómlegri í ár en í fyrra, að sögn Andrésar Magnússonar, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu. Hann segir neytendur eyða meiru en undanfarin ár og að ljóst sé að svartur föstudagur hafði töluverð áhrif á verslunina. Því er spáð að hver Íslendingur muni verja að jafnaði um 45 þúsund krónum til jólainnkaupa í ár. Kaupmenn í miðbænum sem markaðurinn ræddi við segjast hafa upplifað aukna jólasölu, samanborið við síðustu ár. Þeir segjast ekki upplifa það að að fólk sé að kaupa dýrari vörur. Vert er þó að nefna að aukning hefur orðið í sölu hjá dýrari verslunum. Jólaverslun er hátt hlutfall af heildarárstekjum verslana. Talið er að milli 15 til 20 prósent meiri sala sé í nóvember og desember, en yfir aðra mánuði. Neytendahegðun hefur þó verið að breytast og verslun færst í meiri mæli á netið samkvæmt rannsóknum rannsóknarsetursins.Margir leggja leið sína í miðbæinn til að versla jólagjafir.Vísir/GVAAukning í sölu hjá dýrari verslunumRannsóknasetur verslunarinnar spáir sjö prósenta vexti að nafnverði í verslun fyrir jólin miða við síðustu jól og að að meðaltali eyði Íslendingar 45 þúsund krónum á mann í jólagjafir. Kaupmenn sem Markaðurinn ræddi við hafa allir fundið fyrir aukningu í verslun. Þeir segjast ekki hafa fundið fyrir því að fólk sé að kaupa dýrari gjafir. Hins vegar hefur orðið aukning hjá verslunum sem selja dýrari vörur. Guðbjörg Ingvarsdóttir, eigandi Aurum, segir að engin spurning sé um það að það hafi orðið aukning hjá þeim í ár. „Ég myndi segja að fólk væri að kaupa álíka dýrar vörur í ár og áður, af því að við erum með svipað verðbil og síðustu ár. En síðustu dagarnir eru eftir og þessar dýrustu vörur fara oft síðustu dagana.“ Undir þetta tekur Lovísa Guðmundsdóttir, rekstrarstjóri Geysis. „Mér finnst fólk vera að kaupa svipað dýrar vörur og í fyrra, en það er töluverð aukning. Helstu sölupunktarnir okkar eru þeir sömu og í fyrra, en svo hefur orðið aukning í Barbour-vörum.“ Anna Lea Friðriksdóttir, verslunarstjóri Máls og menningar, segir að salan fari rosalega vel af stað og sé aðeins meiri en í fyrra. „Við sjáum söluminnkun hjá okkur á þeim fimmtán titlum sem fást einnig í matvöruverslunum, en það er aukning í öllu öðru.“ Hún segist ekki finna fyrir aukinni sölu á dýrum bókum. Salan fór af stað aðeins fyrr heldur en á síðasta ári bæði hjá 66° Norður og Hrími og er góður gangur hjá báðum verslunum. Aukning hefur orðið hjá dýrari verslunum, má þar nefna Feld verkstæði. „Jólasalan hefur gengið alveg glimrandi vel og við finnum fyrir aukningu milli ára. Það er aukning hjá okkur á milli ára af því að við opnuðum nýja verslun við Snorrabraut og svo hefur orðið heilmikil aukning í sölu til annarra verslana,“ segir Kristín Birgisdóttir, annar eigandi Felds. „Aukin sala tengist líka kannski ferðamennsku. Það er mikið af útlendingum sem eru að kaupa okkar vöru.“Fjórum sinnum meiri velta var í netverslun í fyrra samanborið við fimm árum áður.Vísir/GettyUm 15 til 20 prósent meiri sala vegna jólannaSamkvæmt útreikningum Rannsóknaseturs verslunarinnar er velta smásöluverslana að öllu jöfnu um 15 til 20 prósent meiri að raunvirði í nóvember og desember. Viðbótin er breytileg milli ára og eftir tegund verslana. Merki eru um að margir kaupi skartgripi eða úr í jólagjöf, velta skartgripa- og úraverslana er almennt tvöfalt meiri þessa tvo mánuði en meðaltal annarra mánaða ársins. Fataverslun er að jafnaði um þriðjungi meiri yfir mánuðina tvo. Meiri breytileiki er í jólaverslun með húsbúnað og raftæki milli ára en algengt er að verslun í þessum flokkum sé um 30 til 50 prósentum meiri.50 til 80 prósent meiri netverslun Jólaverslun hefur verið að færast í meiri mæli á netið samkvæmt rannsóknum Rannsóknaseturs verslunar. Netverslun hefur aukist um 50 til 80 prósent milli ára ef marka má úttekt rannsóknasetursins aðra vikuna í desember. Fólk virðist kaupa fleiri og dýrari vörur í hverri pöntun. Fjórum sinnum meiri velta var meðal verslana sem skráðar eru í atvinnugreinaflokk netverslana hjá Hagstofunni fyrir síðustu jól en fimm árum áður. Íslendingar virðast versla meira við innlendar netverslanir heldur en erlendar, og fer hlutdeild þeirra vaxandi. Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Rannsóknasetur verslunarinnar spáir sjö prósenta vexti að nafnverði í verslun yfir jólamánuðina á þessu ári. Jólaverslun hefur verið blómlegri í ár en í fyrra, að sögn Andrésar Magnússonar, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu. Hann segir neytendur eyða meiru en undanfarin ár og að ljóst sé að svartur föstudagur hafði töluverð áhrif á verslunina. Því er spáð að hver Íslendingur muni verja að jafnaði um 45 þúsund krónum til jólainnkaupa í ár. Kaupmenn í miðbænum sem markaðurinn ræddi við segjast hafa upplifað aukna jólasölu, samanborið við síðustu ár. Þeir segjast ekki upplifa það að að fólk sé að kaupa dýrari vörur. Vert er þó að nefna að aukning hefur orðið í sölu hjá dýrari verslunum. Jólaverslun er hátt hlutfall af heildarárstekjum verslana. Talið er að milli 15 til 20 prósent meiri sala sé í nóvember og desember, en yfir aðra mánuði. Neytendahegðun hefur þó verið að breytast og verslun færst í meiri mæli á netið samkvæmt rannsóknum rannsóknarsetursins.Margir leggja leið sína í miðbæinn til að versla jólagjafir.Vísir/GVAAukning í sölu hjá dýrari verslunumRannsóknasetur verslunarinnar spáir sjö prósenta vexti að nafnverði í verslun fyrir jólin miða við síðustu jól og að að meðaltali eyði Íslendingar 45 þúsund krónum á mann í jólagjafir. Kaupmenn sem Markaðurinn ræddi við hafa allir fundið fyrir aukningu í verslun. Þeir segjast ekki hafa fundið fyrir því að fólk sé að kaupa dýrari gjafir. Hins vegar hefur orðið aukning hjá verslunum sem selja dýrari vörur. Guðbjörg Ingvarsdóttir, eigandi Aurum, segir að engin spurning sé um það að það hafi orðið aukning hjá þeim í ár. „Ég myndi segja að fólk væri að kaupa álíka dýrar vörur í ár og áður, af því að við erum með svipað verðbil og síðustu ár. En síðustu dagarnir eru eftir og þessar dýrustu vörur fara oft síðustu dagana.“ Undir þetta tekur Lovísa Guðmundsdóttir, rekstrarstjóri Geysis. „Mér finnst fólk vera að kaupa svipað dýrar vörur og í fyrra, en það er töluverð aukning. Helstu sölupunktarnir okkar eru þeir sömu og í fyrra, en svo hefur orðið aukning í Barbour-vörum.“ Anna Lea Friðriksdóttir, verslunarstjóri Máls og menningar, segir að salan fari rosalega vel af stað og sé aðeins meiri en í fyrra. „Við sjáum söluminnkun hjá okkur á þeim fimmtán titlum sem fást einnig í matvöruverslunum, en það er aukning í öllu öðru.“ Hún segist ekki finna fyrir aukinni sölu á dýrum bókum. Salan fór af stað aðeins fyrr heldur en á síðasta ári bæði hjá 66° Norður og Hrími og er góður gangur hjá báðum verslunum. Aukning hefur orðið hjá dýrari verslunum, má þar nefna Feld verkstæði. „Jólasalan hefur gengið alveg glimrandi vel og við finnum fyrir aukningu milli ára. Það er aukning hjá okkur á milli ára af því að við opnuðum nýja verslun við Snorrabraut og svo hefur orðið heilmikil aukning í sölu til annarra verslana,“ segir Kristín Birgisdóttir, annar eigandi Felds. „Aukin sala tengist líka kannski ferðamennsku. Það er mikið af útlendingum sem eru að kaupa okkar vöru.“Fjórum sinnum meiri velta var í netverslun í fyrra samanborið við fimm árum áður.Vísir/GettyUm 15 til 20 prósent meiri sala vegna jólannaSamkvæmt útreikningum Rannsóknaseturs verslunarinnar er velta smásöluverslana að öllu jöfnu um 15 til 20 prósent meiri að raunvirði í nóvember og desember. Viðbótin er breytileg milli ára og eftir tegund verslana. Merki eru um að margir kaupi skartgripi eða úr í jólagjöf, velta skartgripa- og úraverslana er almennt tvöfalt meiri þessa tvo mánuði en meðaltal annarra mánaða ársins. Fataverslun er að jafnaði um þriðjungi meiri yfir mánuðina tvo. Meiri breytileiki er í jólaverslun með húsbúnað og raftæki milli ára en algengt er að verslun í þessum flokkum sé um 30 til 50 prósentum meiri.50 til 80 prósent meiri netverslun Jólaverslun hefur verið að færast í meiri mæli á netið samkvæmt rannsóknum Rannsóknaseturs verslunar. Netverslun hefur aukist um 50 til 80 prósent milli ára ef marka má úttekt rannsóknasetursins aðra vikuna í desember. Fólk virðist kaupa fleiri og dýrari vörur í hverri pöntun. Fjórum sinnum meiri velta var meðal verslana sem skráðar eru í atvinnugreinaflokk netverslana hjá Hagstofunni fyrir síðustu jól en fimm árum áður. Íslendingar virðast versla meira við innlendar netverslanir heldur en erlendar, og fer hlutdeild þeirra vaxandi.
Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira