Velta netauglýsinga er orðin meiri en velta sjónvarpsauglýsinga ef marka má skiptingu veltu PIPAR\MEDIA eftir auglýsingamiðlum. Einungis eru þrjú ár síðan velta netauglýsinga hjá fyrirtækinu nam aðeins 7% af heildarveltu. Þetta kemur fram í fréttabréfi auglýsingastofunnar Pipar\TBWA.
Dagblöð eru enn stærsti miðilinn með 29 prósent veltunnar Þar á eftir koma netmiðlar með 26 prósent veltu og sjónvarpsauglýsingar með 23 prósent veltu. Morgunblaðið greindi fyrst frá málinu.
Í fréttabréfinu eru sagðar líkur á því að netauglýsingar muni taka fram úr blaðaauglýsingum á þessu ári. Ísland sé enn langt á eftir nágrannalöndum í þessum efnum. Svíar búist við að hlutfall stafrænna auglýsinga verði 47% á árinu, Danir 43% og Norðmenn 40%.
