Innlent

Búið að lóga selkópnum sem slapp

ingvar haraldsson skrifar
Selkópnum var lógað.
Selkópnum var lógað. vísir/andri marínó

Búið er að lóga selkópnum sem slapp úr Fjölskyldu- og húsdýragarðinum aðfaranótt mánudags og fannst á tjaldstæðinu í Laugardalnum. Þetta staðfestir Tómas Óskar Guðjónsson, forstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins.



Hilmar Össurarson, settur yfirdýrahirðir, segir að kópnum hafi verið lógað líkt og gert sé við alla þá kópa sem ekki eigi að halda. „Á haustin og seinni part sumars er öllum kópum lógað vegna plássleysis,“ segir Hilmar.



Fyrr í dag var stofnaður Facebook hópurinn „Þyrmið lífi sprettharða selkópsins“ þar sem beðið var þess að lífi selkópsins yrði þyrmt eftir að Vísir færði fregnir af því að selkópnum yrði lógað líkt og öðrum kópum og hann nýttur í refafóður. 800 manns höfðu látið sér líka við síðuna rétt fyrir klukkan fimm í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×