Sjálfskapaður vítahringur Seðlabankans skjóðan skrifar 19. ágúst 2015 07:00 Í dag birtir Seðlabankinn vaxtaákvörðun. Greiningardeildir bankanna búast við 50 punkta hækkun og Seðlabankinn hefur sjálfur lofað/hótað bröttu vaxtahækkunarferli í kjölfar kjarasamninga sem gerðir voru í vor. Fjármálaráðherra hefur varað Seðlabankann við því að hækka vexti um of og beint því til bankans að hann taki tillit til vaxtastigs í okkar nágranna- og viðskiptalöndum við vaxtaákvarðanir. Seðlabankinn ætti að íhuga orð ráðherrans vandlega. Það er staðreynd að Seðlabanki Íslands hefur haldið vöxtum hér á landi margföldum á við það sem tíðkast í nágrannalöndum okkar allt frá hruni. Raunar var svimandi hávaxtastefna einnig rekin hér fyrir hrun með skelfilegum afleiðingum. Íslenskir ofurvextir drógu hingað áhættusækna spákaupmenn sem stunduðu svonefnd vaxtamunarviðskipti (e. carry-trade), sem felast í því að peningar eru teknir að láni í lágvaxtamynt og fjárfestir í hávaxtamynt. Nú munu vaxtamunarspákaupmenn vera mættir á svæðið á nýjan leik. Seðlabankinn hefur fagnað því sem bendir til að þar á bæ þjáist menn af því, sem kennt hefur verið við gullfiskaminni. Ein ástæða þess að Seðlabanki Íslands hefur rekið hávaxtastefnu í gegnum alvarlegustu fjármálakreppu sem Ísland hefur gengið í gegnum á lýðveldistímanum er að vextir Seðlabankans hafa einungis áhrif á hluta peningakerfisins. Seðlabankavextir hafa lítil sem engin áhrif á kostnað við verðtryggðar lánaskuldbindingar til skemmri tíma og raunar mjög takmörkuð áhrif til lengri tíma. Þar sem vaxtaákvarðanir Seðlabankans hafa einungis áhrif á hluta peningakerfisins, eða þann óverðtryggða, telur bankinn sig þurfa að halda vöxtum hærri en ella og breyta þeim í stærri stökkum en tíðkast í öðrum löndum, sem ekki menga sitt peningakerfi með verðtryggðum lánum til heimila og fyrirtækja. Akkilesarhæll þessarar peningastefnu Seðlabankans er að þegar vöxtum er haldið svimandi háum á óverðtryggðum lánaskuldbindingum ýtir peningastefnan heimilum og fyrirtækjum í lántökur í verðtryggðri krónu, sem aftur dregur úr áhrifum vaxtaákvarðana Seðlabankans. Þannig hefur hávaxtastefna Seðlabankans leitt bankann og hagkerfið inn í sjálfskapaðan vítahring ofurvaxta, sem grefur undan samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Fjármagnskostnaður íslenskra fyrirtækja er margfalt hærri en fyrirtækja í nágrannalöndum. Hár vaxtakostnaður heimila í landinu veldur því að húsnæðiskostnaður íslensks almennings er miklum mun hærri en þekkist meðal annarra þjóða. Þessi mikli kostnaður kallar á hærri laun en ella, sem aftur eykur kostnað fyrirtækja og dregur úr samkeppnishæfni þeirra. Verðtrygging og hávaxtastefna eykur verðbólguþrýsting í hagkerfinu. Atvinnulífið og heimilin í landinu gætu ekki fengið betri fréttir í dag en að Seðlabankinn gefi til kynna að hann geri sér grein fyrir því hverjar raunverulegar afleiðingar hávaxtastefnu hans eru og hann muni bæta ráð sitt.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Í dag birtir Seðlabankinn vaxtaákvörðun. Greiningardeildir bankanna búast við 50 punkta hækkun og Seðlabankinn hefur sjálfur lofað/hótað bröttu vaxtahækkunarferli í kjölfar kjarasamninga sem gerðir voru í vor. Fjármálaráðherra hefur varað Seðlabankann við því að hækka vexti um of og beint því til bankans að hann taki tillit til vaxtastigs í okkar nágranna- og viðskiptalöndum við vaxtaákvarðanir. Seðlabankinn ætti að íhuga orð ráðherrans vandlega. Það er staðreynd að Seðlabanki Íslands hefur haldið vöxtum hér á landi margföldum á við það sem tíðkast í nágrannalöndum okkar allt frá hruni. Raunar var svimandi hávaxtastefna einnig rekin hér fyrir hrun með skelfilegum afleiðingum. Íslenskir ofurvextir drógu hingað áhættusækna spákaupmenn sem stunduðu svonefnd vaxtamunarviðskipti (e. carry-trade), sem felast í því að peningar eru teknir að láni í lágvaxtamynt og fjárfestir í hávaxtamynt. Nú munu vaxtamunarspákaupmenn vera mættir á svæðið á nýjan leik. Seðlabankinn hefur fagnað því sem bendir til að þar á bæ þjáist menn af því, sem kennt hefur verið við gullfiskaminni. Ein ástæða þess að Seðlabanki Íslands hefur rekið hávaxtastefnu í gegnum alvarlegustu fjármálakreppu sem Ísland hefur gengið í gegnum á lýðveldistímanum er að vextir Seðlabankans hafa einungis áhrif á hluta peningakerfisins. Seðlabankavextir hafa lítil sem engin áhrif á kostnað við verðtryggðar lánaskuldbindingar til skemmri tíma og raunar mjög takmörkuð áhrif til lengri tíma. Þar sem vaxtaákvarðanir Seðlabankans hafa einungis áhrif á hluta peningakerfisins, eða þann óverðtryggða, telur bankinn sig þurfa að halda vöxtum hærri en ella og breyta þeim í stærri stökkum en tíðkast í öðrum löndum, sem ekki menga sitt peningakerfi með verðtryggðum lánum til heimila og fyrirtækja. Akkilesarhæll þessarar peningastefnu Seðlabankans er að þegar vöxtum er haldið svimandi háum á óverðtryggðum lánaskuldbindingum ýtir peningastefnan heimilum og fyrirtækjum í lántökur í verðtryggðri krónu, sem aftur dregur úr áhrifum vaxtaákvarðana Seðlabankans. Þannig hefur hávaxtastefna Seðlabankans leitt bankann og hagkerfið inn í sjálfskapaðan vítahring ofurvaxta, sem grefur undan samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Fjármagnskostnaður íslenskra fyrirtækja er margfalt hærri en fyrirtækja í nágrannalöndum. Hár vaxtakostnaður heimila í landinu veldur því að húsnæðiskostnaður íslensks almennings er miklum mun hærri en þekkist meðal annarra þjóða. Þessi mikli kostnaður kallar á hærri laun en ella, sem aftur eykur kostnað fyrirtækja og dregur úr samkeppnishæfni þeirra. Verðtrygging og hávaxtastefna eykur verðbólguþrýsting í hagkerfinu. Atvinnulífið og heimilin í landinu gætu ekki fengið betri fréttir í dag en að Seðlabankinn gefi til kynna að hann geri sér grein fyrir því hverjar raunverulegar afleiðingar hávaxtastefnu hans eru og hann muni bæta ráð sitt.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira