Draumur hvers? Magnús Guðmundsson skrifar 2. nóvember 2015 07:00 Það ætti ekki að koma nokkrum manni á óvart, nema kannski stöku stjórnmálamanni, að nú liggur fyrir að ungt fólk á landsbyggðinni bindur ekki framtíðarvonir sínar við uppbyggingu á stóriðju. Draumurinn um glæsta framtíð við álbræðsluker, áburðarframleiðslu eða annað í þeim dúr er sem sagt ekki draumur unga fólksins. Það er draumur stjórnmálamannsins sem vill gera vel við sitt kjördæmi. Anna Karlsdóttir, rannsóknarstjóri Nordregio, sem er norræn rannsóknarstofnun sérhæfð í athugunum á svæðisbundnum þróunum og áætlanagerð, kynnti í útvarpsþættinum Sprengisandi hjá Sigurjóni M. Egilssyni á Bylgjunni niðurstöður könnunar sem sýna vel fram á þessa staðreynd. Unga fólkið úti á landi elur sem sagt ekki brjósti drauminn um að starfa við stóriðju. Hið sama gildir einnig um draum ófárra stjórnmálamanna um til að mynda olíuvinnslu og uppbyggingu í tengslum við Drekasvæðið sem lokkar greinilega ekkert meira en álverið eða áburðarverksmiðjan. Unga fólkið og stjórnmálamennirnir eiga sér sem sagt ekki sömu framtíðardrauma. Því er nú verr fyrir stjórnmálamennina en þeir eru alla jafna ekki þekktir fyrir að leggja pólitík á hilluna til þess að snúa sér að almennum störfum í stóriðu. Fyrir vikið er fremur erfitt að halda því fram að stóriðja sé rétta leiðin til uppbyggingar hinum dreifðari byggðum landsins. Í þessari athyglisverðu könnun kemur einnig fram að aðeins minnihluti hinna ungu þátttakenda býst við að búa í framtíðinni á æskuslóðum sínum á landsbyggðinni. Ástæðan virðist vera einföld. Ungt fólk sér það fyrir sér að sækja sér menntun í framtíðinni en það samræmist engan veginn þeirri atvinnuuppbyggingu sem virðist helst vera í kortunum á þeirra heimaslóðum. Menntun er s.s. aðlaðandi framtíðarkostur. Unga fólkið vill mennta sig og sækja sér svo störf í samræmi við sína menntun og þau störf eru ekki úti á landi eins og þróunin er í dag. Því miður. Engu að síður virðast bæði sveitarstjórnir víða um land sem og ráðamenn þjóðarinnar leggja mikla áherslu og ofurtrú á virkjanir og stóriðju hvers konar með tilheyrandi óafturkræfum umhverfisspjöllum til eflingu byggðar. Margt af þessu eru gríðarlega kostnaðarsamar fjárfestingar fyrir samfélagið þar sem unnið er upp á von og óvon um samfélagslegan ávinning fyrir viðkomandi svæði þegar stærstu framkvæmdunum lýkur. En nú, þegar það hefur fengist staðfest að framtíðin liggur ekki í þessari stóriðjustefnu, því hugur ungu kynslóðarinnar stendur ekki þangað, þá hlýtur að vera komið að því að menntun verði sett í fyrsta sæti í uppbyggingu og framtíðarsýn. Að þeir fjármunir sem fara í stóriðjudrauma og framkvæmdir stjórnmálamanna finni sér nú nýjan farveg innan háskólanna, í nýsköpun, þróun og þetta margumrædda vit sem verður víst í askana látið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór
Það ætti ekki að koma nokkrum manni á óvart, nema kannski stöku stjórnmálamanni, að nú liggur fyrir að ungt fólk á landsbyggðinni bindur ekki framtíðarvonir sínar við uppbyggingu á stóriðju. Draumurinn um glæsta framtíð við álbræðsluker, áburðarframleiðslu eða annað í þeim dúr er sem sagt ekki draumur unga fólksins. Það er draumur stjórnmálamannsins sem vill gera vel við sitt kjördæmi. Anna Karlsdóttir, rannsóknarstjóri Nordregio, sem er norræn rannsóknarstofnun sérhæfð í athugunum á svæðisbundnum þróunum og áætlanagerð, kynnti í útvarpsþættinum Sprengisandi hjá Sigurjóni M. Egilssyni á Bylgjunni niðurstöður könnunar sem sýna vel fram á þessa staðreynd. Unga fólkið úti á landi elur sem sagt ekki brjósti drauminn um að starfa við stóriðju. Hið sama gildir einnig um draum ófárra stjórnmálamanna um til að mynda olíuvinnslu og uppbyggingu í tengslum við Drekasvæðið sem lokkar greinilega ekkert meira en álverið eða áburðarverksmiðjan. Unga fólkið og stjórnmálamennirnir eiga sér sem sagt ekki sömu framtíðardrauma. Því er nú verr fyrir stjórnmálamennina en þeir eru alla jafna ekki þekktir fyrir að leggja pólitík á hilluna til þess að snúa sér að almennum störfum í stóriðu. Fyrir vikið er fremur erfitt að halda því fram að stóriðja sé rétta leiðin til uppbyggingar hinum dreifðari byggðum landsins. Í þessari athyglisverðu könnun kemur einnig fram að aðeins minnihluti hinna ungu þátttakenda býst við að búa í framtíðinni á æskuslóðum sínum á landsbyggðinni. Ástæðan virðist vera einföld. Ungt fólk sér það fyrir sér að sækja sér menntun í framtíðinni en það samræmist engan veginn þeirri atvinnuuppbyggingu sem virðist helst vera í kortunum á þeirra heimaslóðum. Menntun er s.s. aðlaðandi framtíðarkostur. Unga fólkið vill mennta sig og sækja sér svo störf í samræmi við sína menntun og þau störf eru ekki úti á landi eins og þróunin er í dag. Því miður. Engu að síður virðast bæði sveitarstjórnir víða um land sem og ráðamenn þjóðarinnar leggja mikla áherslu og ofurtrú á virkjanir og stóriðju hvers konar með tilheyrandi óafturkræfum umhverfisspjöllum til eflingu byggðar. Margt af þessu eru gríðarlega kostnaðarsamar fjárfestingar fyrir samfélagið þar sem unnið er upp á von og óvon um samfélagslegan ávinning fyrir viðkomandi svæði þegar stærstu framkvæmdunum lýkur. En nú, þegar það hefur fengist staðfest að framtíðin liggur ekki í þessari stóriðjustefnu, því hugur ungu kynslóðarinnar stendur ekki þangað, þá hlýtur að vera komið að því að menntun verði sett í fyrsta sæti í uppbyggingu og framtíðarsýn. Að þeir fjármunir sem fara í stóriðjudrauma og framkvæmdir stjórnmálamanna finni sér nú nýjan farveg innan háskólanna, í nýsköpun, þróun og þetta margumrædda vit sem verður víst í askana látið.