Nýliðarnir rugluðu í LeBron og spiluðu tölvuleiki | Myndband
Anton Ingi Leifsson skrifar
Payton leikur sér með boltann.Vísir/Getty
Elfrid Payton, Bojan Bogdanovic og Marcus Smart eiga það sameiginlegt að vera allir nýliðar í NBA. Þeir ásamt Giannis Antetokounmpo, sem er á öðru ári í deildinni, tóku þátt í að búa til ansi athyglisvert myndband.
Þeir fjórir hittust og tóku svokallaða næturvöku og gerðu allskyns skemmtilegt. Þeir gerðu meðal annars símat í LeBron James, spiluðu tölvuleiki og borðuðu pizzu.
Skemmtilegt myndband frá næturvökunni má sjá hér að neðan.