Gagnrýna yfirtöku bankanna á sparisjóðum: „Það setur að mér hroll“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 23. júní 2015 15:04 Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, tekur undir gagnrýni Össurar Skarphéðinssonar um framferði bankanna. Vísir Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, furða sig á því hvernig verkferlar voru í tengslum við þrjá stóra samruna banka og sparisjóða að undanförnu. Þau gagnrýndu ferlin harðlega í umræðum á Alþingi í dag og kalla eftir skoðun á yfirtökum stóru bankanna eins og þau kjósa að kalla það. „Á örfáum vikum hafa bankarnir þrír hirt upp af götunni og sporðrennt þremur af stærstu sparisjóðunum. Þetta byrjaði með Sparisjóð Vestmannaeyja, Afl var tekinn næst og nú um síðustu helgi Sparisjóður Norðurlands,“ sagði Össur.Sjá einnig: Landsbankinn vinnur að samruna bankans og Sparisjóðs Norðurlands „Það er með ólíkindum hvernig mynstrið er. Það sem einkennir þessa atburðarás er að um leið og það koma fjárfestar, ýmist með innlenda eða erlenda peninga og sjá viðskiptatækifæri í sparisjóðunum þá koma stóru bankarnir og gleypa þá.“ Össur spurði hvar Samkeppniseftirlitið og Fjármálaeftirlitið væru staðsett í ferlinu. Samrunarnir sem um ræða eru samruni Landsbankans og Sparisjóðs Vestmannaeyja, Afls sparisjóðs við Arion banka og Landsbankans og Sparisjóðs Norðurlands.Bankarnir ryðja burt mögulegum keppinautum„Bankarnir fá þá ókeypis eins og hefur komið fram í svari hæstvirts fjármálaráðherra við fyrirspurn minni varðandi Landsbankann og Sparisjóð Vestmannaeyja. Landsbankinn fær greitt með honum hundruði milljóna í formi yfirfæranlegs skattalegs taps.“ Fyrirspurn Össurar og svar Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, má sjá hér. Fyrirspurn Össurar hvað varðar Afl sparisjóð er enn ósvarað.Össur Skarphéðinsson og Bjarni Benediktsson á góðri stundu.vísir/vilhelmHann sagði þó mestu skipta fyrir neytendur að með þessu athæfi væru bankarnir að ryðja burt mögulegum keppinautum í framtíðinni. „Sparisjóðabankinn hefði með þessu orðið eina mótvægið við þá.“Sjá einnig: Samkeppniseftirlitið heimilar sameiningu Arion banka og AFLs Össur telur að efnhags- og skattnefnd þingsins þurfi að rannsaka hvernig málið er vaxið, ef ekki sú nefnd þá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. „Hér er ekki góður ilmur af því hvernig bankarnir hafa hagað sér.“ Ragnheiður Ríkharðsdóttir tók undir orð Össurar og sagði hún bankana ásælast sparisjóðina. Hún gagnrýndi hvernig ferlið virðist ganga án þess að Fjármálaeftirlitið né Samkeppniseftirlitið sinni lögbundnu hlutverki sínu.Segir allt stefna í sama einsleita bankakerfið og 2007 „Fjármálaeftirlitið lýsir því yfir að það samþykki og sjái ekki ástæðu til annars. Það er hins vegar að sjálfsögðu í þessu ferli verið að rýra samkeppni á fjármálamarkaði. Það er verið að beina öllum að hinum stóru bönkunum, þessum þremur plús að nú varð til enn einn samruninn, MP banka og Straums.“ Hún telur einnig að þetta kalli á skoðun. „Það hlýtur að vera okkur öllum áhyggjuefni að fá álíka einsleitt bankakerfi og hér var í aðdraganda hruns,“ sagði Ragnheiður. „Það kallar á að fjármálaeftirlitið fari verulega ofan í saumana á þessari yfirtöku, því ekki er um samruna að ræða, og skoði nákvæmlega í hverju hún er fólgin. Og af hvejru ekki var hægt að verða við óskum erlendra fjárfesta sem vildu taka yfir.“ Ragnheiður sagði það hljóta að klingja einhverjum bjöllum fyrir þá sem voru þingmenn þegar efnahagshrunið varð í hvaða átt bankakerfið stefnir. „Virðulegi forseti, með fullri virðingu, það setur að mér hroll.“ Alþingi Tengdar fréttir Lokaði reikningum sínum vegna yfirtöku Arion Róbert Guðfinnsson komst að því að hann gat ekki tekið eignir sínar út úr bankanum. 8. júní 2015 14:48 Rennur saman við Landsbankann Sparisjóður Norðurlands hefur náð samkomulagi um samruna. 22. júní 2015 10:45 Samkeppniseftirlitið heimilar sameiningu Arion banka og AFLs Staða AFLS var mun verri en áður var talið. 5. júní 2015 16:51 Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, furða sig á því hvernig verkferlar voru í tengslum við þrjá stóra samruna banka og sparisjóða að undanförnu. Þau gagnrýndu ferlin harðlega í umræðum á Alþingi í dag og kalla eftir skoðun á yfirtökum stóru bankanna eins og þau kjósa að kalla það. „Á örfáum vikum hafa bankarnir þrír hirt upp af götunni og sporðrennt þremur af stærstu sparisjóðunum. Þetta byrjaði með Sparisjóð Vestmannaeyja, Afl var tekinn næst og nú um síðustu helgi Sparisjóður Norðurlands,“ sagði Össur.Sjá einnig: Landsbankinn vinnur að samruna bankans og Sparisjóðs Norðurlands „Það er með ólíkindum hvernig mynstrið er. Það sem einkennir þessa atburðarás er að um leið og það koma fjárfestar, ýmist með innlenda eða erlenda peninga og sjá viðskiptatækifæri í sparisjóðunum þá koma stóru bankarnir og gleypa þá.“ Össur spurði hvar Samkeppniseftirlitið og Fjármálaeftirlitið væru staðsett í ferlinu. Samrunarnir sem um ræða eru samruni Landsbankans og Sparisjóðs Vestmannaeyja, Afls sparisjóðs við Arion banka og Landsbankans og Sparisjóðs Norðurlands.Bankarnir ryðja burt mögulegum keppinautum„Bankarnir fá þá ókeypis eins og hefur komið fram í svari hæstvirts fjármálaráðherra við fyrirspurn minni varðandi Landsbankann og Sparisjóð Vestmannaeyja. Landsbankinn fær greitt með honum hundruði milljóna í formi yfirfæranlegs skattalegs taps.“ Fyrirspurn Össurar og svar Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, má sjá hér. Fyrirspurn Össurar hvað varðar Afl sparisjóð er enn ósvarað.Össur Skarphéðinsson og Bjarni Benediktsson á góðri stundu.vísir/vilhelmHann sagði þó mestu skipta fyrir neytendur að með þessu athæfi væru bankarnir að ryðja burt mögulegum keppinautum í framtíðinni. „Sparisjóðabankinn hefði með þessu orðið eina mótvægið við þá.“Sjá einnig: Samkeppniseftirlitið heimilar sameiningu Arion banka og AFLs Össur telur að efnhags- og skattnefnd þingsins þurfi að rannsaka hvernig málið er vaxið, ef ekki sú nefnd þá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. „Hér er ekki góður ilmur af því hvernig bankarnir hafa hagað sér.“ Ragnheiður Ríkharðsdóttir tók undir orð Össurar og sagði hún bankana ásælast sparisjóðina. Hún gagnrýndi hvernig ferlið virðist ganga án þess að Fjármálaeftirlitið né Samkeppniseftirlitið sinni lögbundnu hlutverki sínu.Segir allt stefna í sama einsleita bankakerfið og 2007 „Fjármálaeftirlitið lýsir því yfir að það samþykki og sjái ekki ástæðu til annars. Það er hins vegar að sjálfsögðu í þessu ferli verið að rýra samkeppni á fjármálamarkaði. Það er verið að beina öllum að hinum stóru bönkunum, þessum þremur plús að nú varð til enn einn samruninn, MP banka og Straums.“ Hún telur einnig að þetta kalli á skoðun. „Það hlýtur að vera okkur öllum áhyggjuefni að fá álíka einsleitt bankakerfi og hér var í aðdraganda hruns,“ sagði Ragnheiður. „Það kallar á að fjármálaeftirlitið fari verulega ofan í saumana á þessari yfirtöku, því ekki er um samruna að ræða, og skoði nákvæmlega í hverju hún er fólgin. Og af hvejru ekki var hægt að verða við óskum erlendra fjárfesta sem vildu taka yfir.“ Ragnheiður sagði það hljóta að klingja einhverjum bjöllum fyrir þá sem voru þingmenn þegar efnahagshrunið varð í hvaða átt bankakerfið stefnir. „Virðulegi forseti, með fullri virðingu, það setur að mér hroll.“
Alþingi Tengdar fréttir Lokaði reikningum sínum vegna yfirtöku Arion Róbert Guðfinnsson komst að því að hann gat ekki tekið eignir sínar út úr bankanum. 8. júní 2015 14:48 Rennur saman við Landsbankann Sparisjóður Norðurlands hefur náð samkomulagi um samruna. 22. júní 2015 10:45 Samkeppniseftirlitið heimilar sameiningu Arion banka og AFLs Staða AFLS var mun verri en áður var talið. 5. júní 2015 16:51 Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Lokaði reikningum sínum vegna yfirtöku Arion Róbert Guðfinnsson komst að því að hann gat ekki tekið eignir sínar út úr bankanum. 8. júní 2015 14:48
Rennur saman við Landsbankann Sparisjóður Norðurlands hefur náð samkomulagi um samruna. 22. júní 2015 10:45
Samkeppniseftirlitið heimilar sameiningu Arion banka og AFLs Staða AFLS var mun verri en áður var talið. 5. júní 2015 16:51