Áherslan nú á kaupmátt allra Óli Kristján Ármannsson skrifar 7. janúar 2015 07:00 Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) kynnti í gær verkefnin fram undan auk "flugeldavísitölu“ þar sem kom fram að fylgni er á milli hagvaxtar og innflutnings skotelda. Í fyrra voru flutt inn 1,5 kíló á mann, aðeins meira en 2013. Fréttablaðið/GVA „Mjög mikilvægt er að okkur takist að verja þann stöðugleika sem náðst hefur,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA). Samtökin kynntu á blaðamannafundi í gær sýn sína á stöðu efnahagsmála. Stöðugleika efnahagslífsins síðustu misseri segir Þorsteinn nokkuð sem landsmenn hafi ekki átt við að búa undanfarna tvo áratugi eða svo. Hagvöxtur hafi verið með ágætum frá 2011, verðbólga lækkandi og mjög lág á síðasta ári, jöfnuði náð í ríkisfjármálum, auk þess sem dregið hafi úr atvinnuleysi og gengi krónunnar verið stöðugra síðustu fjögur ár en um „alllangt skeið“ þar á undan. „Það er mjög mikilvægt að okkur takist að verja þennan stöðugleika,“ segir Þorsteinn, en í kynningu SA eru allar forsendur sagðar fyrir því að árið geti orðið farsælt og að einstakt tækifæri sé til að bæta lífskjör landsmanna á grundvelli nýfengins stöðugleika. Ein forsenda þess sé þó að launahækkanir í komandi kjarasamningum verði ekki umfram það sem framleiðni í landinu standi undir. Framleiðniaukning hafi hins vegar verið ónóg síðustu ár, eða um eitt prósent á ári, og hámarkssvigrúm til launahækkana í heild því 3,5 til 4,0 prósent. Hækkanir umfram það með miklum sveiflum í kaupmætti séu ávísun á verðbólgu sem að lokum leiði til falls krónunnar. „Í aðdraganda samninganna er mikil ólga, mun meiri en á síðasta ári og þrátt fyrir fimm prósenta kaupmáttaraukningu á árinu sem var að líða eru uppi kröfur um stórkostlegar launaleiðréttingar sem erfitt er að skilja hvað liggur að baki.“ Þorsteinn telur viðbúið að veturinn verði snúinn en ekki sé sjálfgefið að koma þurfi til harðra átaka. Leiðin til árangurs sé að ná saman milli almenna vinnumarkaðarins og þess opinbera um vinnubrögðin sem styðjast eigi við til lengri tíma litið. „Við verðum að brjótast út úr þessari hringekju sem við höfum verið í þar sem ekki er sátt og nægilegt samráð milli aðila á vinnumarkaði og við upplifun þróunar eins og varð á síðasta ári þar sem stór hluti opinbera vinnumarkaðarins sleit sig frá samræmdri launaþróun og olli þeirri ólgu sem við sjáum nú.“ Þá segir Þorsteinn flækja komandi viðræður að engin samræmd lína sé frá Alþýðusambandinu heldur komi hvert verkalýðsfélag fram með sína kröfugerð. „Það gerir það að verkum að fram undan eru mjög snúnar og flóknar viðræður.“ Í komandi samningum segir Þorsteinn tímabært að horfa til þess að auka kaupmátt allra, lægstu launin hafi síðustu ár hækkað langt umfram meðaltekjuhækkun og samfellt átak til hækkunar á þeim undanfarin átta ár. „Ljóst er að ekki verður gengið lengra í hækkun lægstu launa,“ segir Þorsteinn og bendir á að uppi sé krafa allra hópa, ekki síst lækna, um umtalsverðar hækkanir. Kröfugerð í þá veru beri þess merki að ekki sé lengur sátt um áherslu á hækkun launa. „Ég held að verkefnið næstu misserin sé fyrst og fremst að auka kaupmátt allra launa.“Kröfur úr takti við verðmætasköpunÞorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, segir áratugareynslu á íslenskum vinnumarkaði sýna að sátt verði aldrei um misskiptingu þar sem einstakir hópar eða atvinnugreinar fái launahækkanir umfram aðra. „Það verður þá alltaf grunnurinn að kröfum annarra,“ segir hann. Kröfur lækna nú séu svo aftur úr öllu samhengi við verðmætasköpun í þjóðfélaginu. „Þarna er hópur sem vill leiðrétta alþjóðlega samkeppnisstöðu sína í einu stökki og ef það á að ganga eftir, eins og flest virðist benda til, þá mun reyna á hvort sátt sé um það í samfélaginu að þeir verði teknir fram fyrir með þessum hætti.“ Sá tónn hafi verið áberandi umræðunni. Mest lesið „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Atvinnulíf Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
„Mjög mikilvægt er að okkur takist að verja þann stöðugleika sem náðst hefur,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA). Samtökin kynntu á blaðamannafundi í gær sýn sína á stöðu efnahagsmála. Stöðugleika efnahagslífsins síðustu misseri segir Þorsteinn nokkuð sem landsmenn hafi ekki átt við að búa undanfarna tvo áratugi eða svo. Hagvöxtur hafi verið með ágætum frá 2011, verðbólga lækkandi og mjög lág á síðasta ári, jöfnuði náð í ríkisfjármálum, auk þess sem dregið hafi úr atvinnuleysi og gengi krónunnar verið stöðugra síðustu fjögur ár en um „alllangt skeið“ þar á undan. „Það er mjög mikilvægt að okkur takist að verja þennan stöðugleika,“ segir Þorsteinn, en í kynningu SA eru allar forsendur sagðar fyrir því að árið geti orðið farsælt og að einstakt tækifæri sé til að bæta lífskjör landsmanna á grundvelli nýfengins stöðugleika. Ein forsenda þess sé þó að launahækkanir í komandi kjarasamningum verði ekki umfram það sem framleiðni í landinu standi undir. Framleiðniaukning hafi hins vegar verið ónóg síðustu ár, eða um eitt prósent á ári, og hámarkssvigrúm til launahækkana í heild því 3,5 til 4,0 prósent. Hækkanir umfram það með miklum sveiflum í kaupmætti séu ávísun á verðbólgu sem að lokum leiði til falls krónunnar. „Í aðdraganda samninganna er mikil ólga, mun meiri en á síðasta ári og þrátt fyrir fimm prósenta kaupmáttaraukningu á árinu sem var að líða eru uppi kröfur um stórkostlegar launaleiðréttingar sem erfitt er að skilja hvað liggur að baki.“ Þorsteinn telur viðbúið að veturinn verði snúinn en ekki sé sjálfgefið að koma þurfi til harðra átaka. Leiðin til árangurs sé að ná saman milli almenna vinnumarkaðarins og þess opinbera um vinnubrögðin sem styðjast eigi við til lengri tíma litið. „Við verðum að brjótast út úr þessari hringekju sem við höfum verið í þar sem ekki er sátt og nægilegt samráð milli aðila á vinnumarkaði og við upplifun þróunar eins og varð á síðasta ári þar sem stór hluti opinbera vinnumarkaðarins sleit sig frá samræmdri launaþróun og olli þeirri ólgu sem við sjáum nú.“ Þá segir Þorsteinn flækja komandi viðræður að engin samræmd lína sé frá Alþýðusambandinu heldur komi hvert verkalýðsfélag fram með sína kröfugerð. „Það gerir það að verkum að fram undan eru mjög snúnar og flóknar viðræður.“ Í komandi samningum segir Þorsteinn tímabært að horfa til þess að auka kaupmátt allra, lægstu launin hafi síðustu ár hækkað langt umfram meðaltekjuhækkun og samfellt átak til hækkunar á þeim undanfarin átta ár. „Ljóst er að ekki verður gengið lengra í hækkun lægstu launa,“ segir Þorsteinn og bendir á að uppi sé krafa allra hópa, ekki síst lækna, um umtalsverðar hækkanir. Kröfugerð í þá veru beri þess merki að ekki sé lengur sátt um áherslu á hækkun launa. „Ég held að verkefnið næstu misserin sé fyrst og fremst að auka kaupmátt allra launa.“Kröfur úr takti við verðmætasköpunÞorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, segir áratugareynslu á íslenskum vinnumarkaði sýna að sátt verði aldrei um misskiptingu þar sem einstakir hópar eða atvinnugreinar fái launahækkanir umfram aðra. „Það verður þá alltaf grunnurinn að kröfum annarra,“ segir hann. Kröfur lækna nú séu svo aftur úr öllu samhengi við verðmætasköpun í þjóðfélaginu. „Þarna er hópur sem vill leiðrétta alþjóðlega samkeppnisstöðu sína í einu stökki og ef það á að ganga eftir, eins og flest virðist benda til, þá mun reyna á hvort sátt sé um það í samfélaginu að þeir verði teknir fram fyrir með þessum hætti.“ Sá tónn hafi verið áberandi umræðunni.
Mest lesið „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Atvinnulíf Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira