Alfreð: Verður persónulegt áfall að missa Aron Tómas Þór þórðarson skrifar 7. janúar 2015 17:45 vísir/getty Alfreð Gíslason, þjálfari Þýskalandsmeistara Kiel, veitir ekki mörg stór viðtöl, en þegar hann lætur gamminn geysa hlusta allir. Tom O'Brannigan, fréttamaður og lýsandi Meistaradeildarinnar, fékk það einstaka tækifæri að spjalla við Alfreð í klukkustund heima hjá honum í Kiel á dögunum, en hægt er að hlusta á allt viðtalið hér að neðan. Alfreð fer um víðan völl; ræðir æsku sína á Akueyri, fjölskylduna, uppeldið, handbolta á Íslandi, getnaðarvarnir og margt fleira. Undir lok viðtalsins spyr O'Brannigan Alfreð út í brotthvarf Arons Pálmarssonar, en Aron yfirgefur Kiel í sumar og gengur í raðir Veszprém í Ungverjalandi. Alfreð sótti Aron aðeins 18 ára gamlan til FH í Hafnarfirði og er búinn að gera hann að einum af bestu handboltamönnum heims. Aðspurður hvort þetta verði eins og að missa sitt eigið barn frá sér svarar Alfreð því játandi. „Já, þetta er þannig. Það verður mjög sárt fyrir mig persónulega að missa hann,“ segir Alfreð. „Ekki bara vegna þess að hann er Íslendingur heldur því hann er búinn að vera lengi hjá okkur, er að verða einn sá besti í heiminum, hefur ótrúlegan leikskilning og bara allan pakkann. Það verður persónulegt áfall fyrir mig þegar hann fer. Það er staðreynd.“vísir/gettyAlfreð segist ekki hafa reynt að sannfæra Aron um að vera áfram, en hann vildi að stórskyttan og leikstjórnandinn myndi taka ákvörðun fljótt. „Ég held hann hafi reynt að halda þessu leyndu fyrir mér í nokkrar vikur. En ég er atvinnumaður og get ekki talað við hann öðruvísi en aðra leikmenn eða reynt að hafa áhrif á ákvörðun hans,“ segir Alfreð. „Ég myndi aldrei biðja leikmann um að gera mér persónulegan greiða því þá myndi ég skulda viðkomandi og þannig vinn ég ekki. Þetta er ákvörðun Arons. Hann verður að standa og falla með henni og taka afleiðingunum ef hún er röng.“ „Hann tók þessa ákvörðun en ég setti pressu á hann að afgreiða þetta snögglega. Hann sagði mér ekki strax hvað hann ætlaði að gera en ég vissi það alveg. Ég þurfti að hugsa um félagið, en það hefði verið skelfilegt að missa hann í sumar og fá ekki neinn annan í staðinn,“ segir Alfreð Gíslason. Svo fór að Veszprém var ekki tilbúið að borga upp samning Arons og klárar hann því tímabilið með Kiel. Sá hluti viðtalsins þar sem Alfreð talar um Aron efst eftir 48 mínútur og 10 sekúndur. Handbolti Tengdar fréttir Aron Pálmarsson: Lítur allt út fyrir það að ég verði hundrað prósent á HM Aron Pálmarsson hitti fjölmiðlamenn í dag í fyrsta sinn eftir að hann varð fyrir líkamsárás í miðbænum milli jóla og nýárs. Aron er mjög bjartsýnn á það að verða með íslenska landsliðinu á HM í Katar. 7. janúar 2015 12:17 Myndir af Aroni Pálmarssyni á æfingu í dag Aron Pálmarsson æfði með íslenska handboltalandsliðinu á opinni æfingu liðsins í dag en þetta var í fyrsta skiptið sem hann hitti fjölmiðlamenn eftir líkamsárásina sem hann varð fyrir milli jóla og nýárs. 7. janúar 2015 12:51 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Sjá meira
Alfreð Gíslason, þjálfari Þýskalandsmeistara Kiel, veitir ekki mörg stór viðtöl, en þegar hann lætur gamminn geysa hlusta allir. Tom O'Brannigan, fréttamaður og lýsandi Meistaradeildarinnar, fékk það einstaka tækifæri að spjalla við Alfreð í klukkustund heima hjá honum í Kiel á dögunum, en hægt er að hlusta á allt viðtalið hér að neðan. Alfreð fer um víðan völl; ræðir æsku sína á Akueyri, fjölskylduna, uppeldið, handbolta á Íslandi, getnaðarvarnir og margt fleira. Undir lok viðtalsins spyr O'Brannigan Alfreð út í brotthvarf Arons Pálmarssonar, en Aron yfirgefur Kiel í sumar og gengur í raðir Veszprém í Ungverjalandi. Alfreð sótti Aron aðeins 18 ára gamlan til FH í Hafnarfirði og er búinn að gera hann að einum af bestu handboltamönnum heims. Aðspurður hvort þetta verði eins og að missa sitt eigið barn frá sér svarar Alfreð því játandi. „Já, þetta er þannig. Það verður mjög sárt fyrir mig persónulega að missa hann,“ segir Alfreð. „Ekki bara vegna þess að hann er Íslendingur heldur því hann er búinn að vera lengi hjá okkur, er að verða einn sá besti í heiminum, hefur ótrúlegan leikskilning og bara allan pakkann. Það verður persónulegt áfall fyrir mig þegar hann fer. Það er staðreynd.“vísir/gettyAlfreð segist ekki hafa reynt að sannfæra Aron um að vera áfram, en hann vildi að stórskyttan og leikstjórnandinn myndi taka ákvörðun fljótt. „Ég held hann hafi reynt að halda þessu leyndu fyrir mér í nokkrar vikur. En ég er atvinnumaður og get ekki talað við hann öðruvísi en aðra leikmenn eða reynt að hafa áhrif á ákvörðun hans,“ segir Alfreð. „Ég myndi aldrei biðja leikmann um að gera mér persónulegan greiða því þá myndi ég skulda viðkomandi og þannig vinn ég ekki. Þetta er ákvörðun Arons. Hann verður að standa og falla með henni og taka afleiðingunum ef hún er röng.“ „Hann tók þessa ákvörðun en ég setti pressu á hann að afgreiða þetta snögglega. Hann sagði mér ekki strax hvað hann ætlaði að gera en ég vissi það alveg. Ég þurfti að hugsa um félagið, en það hefði verið skelfilegt að missa hann í sumar og fá ekki neinn annan í staðinn,“ segir Alfreð Gíslason. Svo fór að Veszprém var ekki tilbúið að borga upp samning Arons og klárar hann því tímabilið með Kiel. Sá hluti viðtalsins þar sem Alfreð talar um Aron efst eftir 48 mínútur og 10 sekúndur.
Handbolti Tengdar fréttir Aron Pálmarsson: Lítur allt út fyrir það að ég verði hundrað prósent á HM Aron Pálmarsson hitti fjölmiðlamenn í dag í fyrsta sinn eftir að hann varð fyrir líkamsárás í miðbænum milli jóla og nýárs. Aron er mjög bjartsýnn á það að verða með íslenska landsliðinu á HM í Katar. 7. janúar 2015 12:17 Myndir af Aroni Pálmarssyni á æfingu í dag Aron Pálmarsson æfði með íslenska handboltalandsliðinu á opinni æfingu liðsins í dag en þetta var í fyrsta skiptið sem hann hitti fjölmiðlamenn eftir líkamsárásina sem hann varð fyrir milli jóla og nýárs. 7. janúar 2015 12:51 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Sjá meira
Aron Pálmarsson: Lítur allt út fyrir það að ég verði hundrað prósent á HM Aron Pálmarsson hitti fjölmiðlamenn í dag í fyrsta sinn eftir að hann varð fyrir líkamsárás í miðbænum milli jóla og nýárs. Aron er mjög bjartsýnn á það að verða með íslenska landsliðinu á HM í Katar. 7. janúar 2015 12:17
Myndir af Aroni Pálmarssyni á æfingu í dag Aron Pálmarsson æfði með íslenska handboltalandsliðinu á opinni æfingu liðsins í dag en þetta var í fyrsta skiptið sem hann hitti fjölmiðlamenn eftir líkamsárásina sem hann varð fyrir milli jóla og nýárs. 7. janúar 2015 12:51
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni