Alfreð: Verður persónulegt áfall að missa Aron Tómas Þór þórðarson skrifar 7. janúar 2015 17:45 vísir/getty Alfreð Gíslason, þjálfari Þýskalandsmeistara Kiel, veitir ekki mörg stór viðtöl, en þegar hann lætur gamminn geysa hlusta allir. Tom O'Brannigan, fréttamaður og lýsandi Meistaradeildarinnar, fékk það einstaka tækifæri að spjalla við Alfreð í klukkustund heima hjá honum í Kiel á dögunum, en hægt er að hlusta á allt viðtalið hér að neðan. Alfreð fer um víðan völl; ræðir æsku sína á Akueyri, fjölskylduna, uppeldið, handbolta á Íslandi, getnaðarvarnir og margt fleira. Undir lok viðtalsins spyr O'Brannigan Alfreð út í brotthvarf Arons Pálmarssonar, en Aron yfirgefur Kiel í sumar og gengur í raðir Veszprém í Ungverjalandi. Alfreð sótti Aron aðeins 18 ára gamlan til FH í Hafnarfirði og er búinn að gera hann að einum af bestu handboltamönnum heims. Aðspurður hvort þetta verði eins og að missa sitt eigið barn frá sér svarar Alfreð því játandi. „Já, þetta er þannig. Það verður mjög sárt fyrir mig persónulega að missa hann,“ segir Alfreð. „Ekki bara vegna þess að hann er Íslendingur heldur því hann er búinn að vera lengi hjá okkur, er að verða einn sá besti í heiminum, hefur ótrúlegan leikskilning og bara allan pakkann. Það verður persónulegt áfall fyrir mig þegar hann fer. Það er staðreynd.“vísir/gettyAlfreð segist ekki hafa reynt að sannfæra Aron um að vera áfram, en hann vildi að stórskyttan og leikstjórnandinn myndi taka ákvörðun fljótt. „Ég held hann hafi reynt að halda þessu leyndu fyrir mér í nokkrar vikur. En ég er atvinnumaður og get ekki talað við hann öðruvísi en aðra leikmenn eða reynt að hafa áhrif á ákvörðun hans,“ segir Alfreð. „Ég myndi aldrei biðja leikmann um að gera mér persónulegan greiða því þá myndi ég skulda viðkomandi og þannig vinn ég ekki. Þetta er ákvörðun Arons. Hann verður að standa og falla með henni og taka afleiðingunum ef hún er röng.“ „Hann tók þessa ákvörðun en ég setti pressu á hann að afgreiða þetta snögglega. Hann sagði mér ekki strax hvað hann ætlaði að gera en ég vissi það alveg. Ég þurfti að hugsa um félagið, en það hefði verið skelfilegt að missa hann í sumar og fá ekki neinn annan í staðinn,“ segir Alfreð Gíslason. Svo fór að Veszprém var ekki tilbúið að borga upp samning Arons og klárar hann því tímabilið með Kiel. Sá hluti viðtalsins þar sem Alfreð talar um Aron efst eftir 48 mínútur og 10 sekúndur. Handbolti Tengdar fréttir Aron Pálmarsson: Lítur allt út fyrir það að ég verði hundrað prósent á HM Aron Pálmarsson hitti fjölmiðlamenn í dag í fyrsta sinn eftir að hann varð fyrir líkamsárás í miðbænum milli jóla og nýárs. Aron er mjög bjartsýnn á það að verða með íslenska landsliðinu á HM í Katar. 7. janúar 2015 12:17 Myndir af Aroni Pálmarssyni á æfingu í dag Aron Pálmarsson æfði með íslenska handboltalandsliðinu á opinni æfingu liðsins í dag en þetta var í fyrsta skiptið sem hann hitti fjölmiðlamenn eftir líkamsárásina sem hann varð fyrir milli jóla og nýárs. 7. janúar 2015 12:51 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Sjá meira
Alfreð Gíslason, þjálfari Þýskalandsmeistara Kiel, veitir ekki mörg stór viðtöl, en þegar hann lætur gamminn geysa hlusta allir. Tom O'Brannigan, fréttamaður og lýsandi Meistaradeildarinnar, fékk það einstaka tækifæri að spjalla við Alfreð í klukkustund heima hjá honum í Kiel á dögunum, en hægt er að hlusta á allt viðtalið hér að neðan. Alfreð fer um víðan völl; ræðir æsku sína á Akueyri, fjölskylduna, uppeldið, handbolta á Íslandi, getnaðarvarnir og margt fleira. Undir lok viðtalsins spyr O'Brannigan Alfreð út í brotthvarf Arons Pálmarssonar, en Aron yfirgefur Kiel í sumar og gengur í raðir Veszprém í Ungverjalandi. Alfreð sótti Aron aðeins 18 ára gamlan til FH í Hafnarfirði og er búinn að gera hann að einum af bestu handboltamönnum heims. Aðspurður hvort þetta verði eins og að missa sitt eigið barn frá sér svarar Alfreð því játandi. „Já, þetta er þannig. Það verður mjög sárt fyrir mig persónulega að missa hann,“ segir Alfreð. „Ekki bara vegna þess að hann er Íslendingur heldur því hann er búinn að vera lengi hjá okkur, er að verða einn sá besti í heiminum, hefur ótrúlegan leikskilning og bara allan pakkann. Það verður persónulegt áfall fyrir mig þegar hann fer. Það er staðreynd.“vísir/gettyAlfreð segist ekki hafa reynt að sannfæra Aron um að vera áfram, en hann vildi að stórskyttan og leikstjórnandinn myndi taka ákvörðun fljótt. „Ég held hann hafi reynt að halda þessu leyndu fyrir mér í nokkrar vikur. En ég er atvinnumaður og get ekki talað við hann öðruvísi en aðra leikmenn eða reynt að hafa áhrif á ákvörðun hans,“ segir Alfreð. „Ég myndi aldrei biðja leikmann um að gera mér persónulegan greiða því þá myndi ég skulda viðkomandi og þannig vinn ég ekki. Þetta er ákvörðun Arons. Hann verður að standa og falla með henni og taka afleiðingunum ef hún er röng.“ „Hann tók þessa ákvörðun en ég setti pressu á hann að afgreiða þetta snögglega. Hann sagði mér ekki strax hvað hann ætlaði að gera en ég vissi það alveg. Ég þurfti að hugsa um félagið, en það hefði verið skelfilegt að missa hann í sumar og fá ekki neinn annan í staðinn,“ segir Alfreð Gíslason. Svo fór að Veszprém var ekki tilbúið að borga upp samning Arons og klárar hann því tímabilið með Kiel. Sá hluti viðtalsins þar sem Alfreð talar um Aron efst eftir 48 mínútur og 10 sekúndur.
Handbolti Tengdar fréttir Aron Pálmarsson: Lítur allt út fyrir það að ég verði hundrað prósent á HM Aron Pálmarsson hitti fjölmiðlamenn í dag í fyrsta sinn eftir að hann varð fyrir líkamsárás í miðbænum milli jóla og nýárs. Aron er mjög bjartsýnn á það að verða með íslenska landsliðinu á HM í Katar. 7. janúar 2015 12:17 Myndir af Aroni Pálmarssyni á æfingu í dag Aron Pálmarsson æfði með íslenska handboltalandsliðinu á opinni æfingu liðsins í dag en þetta var í fyrsta skiptið sem hann hitti fjölmiðlamenn eftir líkamsárásina sem hann varð fyrir milli jóla og nýárs. 7. janúar 2015 12:51 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Sjá meira
Aron Pálmarsson: Lítur allt út fyrir það að ég verði hundrað prósent á HM Aron Pálmarsson hitti fjölmiðlamenn í dag í fyrsta sinn eftir að hann varð fyrir líkamsárás í miðbænum milli jóla og nýárs. Aron er mjög bjartsýnn á það að verða með íslenska landsliðinu á HM í Katar. 7. janúar 2015 12:17
Myndir af Aroni Pálmarssyni á æfingu í dag Aron Pálmarsson æfði með íslenska handboltalandsliðinu á opinni æfingu liðsins í dag en þetta var í fyrsta skiptið sem hann hitti fjölmiðlamenn eftir líkamsárásina sem hann varð fyrir milli jóla og nýárs. 7. janúar 2015 12:51