Alfreð: Verður persónulegt áfall að missa Aron Tómas Þór þórðarson skrifar 7. janúar 2015 17:45 vísir/getty Alfreð Gíslason, þjálfari Þýskalandsmeistara Kiel, veitir ekki mörg stór viðtöl, en þegar hann lætur gamminn geysa hlusta allir. Tom O'Brannigan, fréttamaður og lýsandi Meistaradeildarinnar, fékk það einstaka tækifæri að spjalla við Alfreð í klukkustund heima hjá honum í Kiel á dögunum, en hægt er að hlusta á allt viðtalið hér að neðan. Alfreð fer um víðan völl; ræðir æsku sína á Akueyri, fjölskylduna, uppeldið, handbolta á Íslandi, getnaðarvarnir og margt fleira. Undir lok viðtalsins spyr O'Brannigan Alfreð út í brotthvarf Arons Pálmarssonar, en Aron yfirgefur Kiel í sumar og gengur í raðir Veszprém í Ungverjalandi. Alfreð sótti Aron aðeins 18 ára gamlan til FH í Hafnarfirði og er búinn að gera hann að einum af bestu handboltamönnum heims. Aðspurður hvort þetta verði eins og að missa sitt eigið barn frá sér svarar Alfreð því játandi. „Já, þetta er þannig. Það verður mjög sárt fyrir mig persónulega að missa hann,“ segir Alfreð. „Ekki bara vegna þess að hann er Íslendingur heldur því hann er búinn að vera lengi hjá okkur, er að verða einn sá besti í heiminum, hefur ótrúlegan leikskilning og bara allan pakkann. Það verður persónulegt áfall fyrir mig þegar hann fer. Það er staðreynd.“vísir/gettyAlfreð segist ekki hafa reynt að sannfæra Aron um að vera áfram, en hann vildi að stórskyttan og leikstjórnandinn myndi taka ákvörðun fljótt. „Ég held hann hafi reynt að halda þessu leyndu fyrir mér í nokkrar vikur. En ég er atvinnumaður og get ekki talað við hann öðruvísi en aðra leikmenn eða reynt að hafa áhrif á ákvörðun hans,“ segir Alfreð. „Ég myndi aldrei biðja leikmann um að gera mér persónulegan greiða því þá myndi ég skulda viðkomandi og þannig vinn ég ekki. Þetta er ákvörðun Arons. Hann verður að standa og falla með henni og taka afleiðingunum ef hún er röng.“ „Hann tók þessa ákvörðun en ég setti pressu á hann að afgreiða þetta snögglega. Hann sagði mér ekki strax hvað hann ætlaði að gera en ég vissi það alveg. Ég þurfti að hugsa um félagið, en það hefði verið skelfilegt að missa hann í sumar og fá ekki neinn annan í staðinn,“ segir Alfreð Gíslason. Svo fór að Veszprém var ekki tilbúið að borga upp samning Arons og klárar hann því tímabilið með Kiel. Sá hluti viðtalsins þar sem Alfreð talar um Aron efst eftir 48 mínútur og 10 sekúndur. Handbolti Tengdar fréttir Aron Pálmarsson: Lítur allt út fyrir það að ég verði hundrað prósent á HM Aron Pálmarsson hitti fjölmiðlamenn í dag í fyrsta sinn eftir að hann varð fyrir líkamsárás í miðbænum milli jóla og nýárs. Aron er mjög bjartsýnn á það að verða með íslenska landsliðinu á HM í Katar. 7. janúar 2015 12:17 Myndir af Aroni Pálmarssyni á æfingu í dag Aron Pálmarsson æfði með íslenska handboltalandsliðinu á opinni æfingu liðsins í dag en þetta var í fyrsta skiptið sem hann hitti fjölmiðlamenn eftir líkamsárásina sem hann varð fyrir milli jóla og nýárs. 7. janúar 2015 12:51 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Alfreð Gíslason, þjálfari Þýskalandsmeistara Kiel, veitir ekki mörg stór viðtöl, en þegar hann lætur gamminn geysa hlusta allir. Tom O'Brannigan, fréttamaður og lýsandi Meistaradeildarinnar, fékk það einstaka tækifæri að spjalla við Alfreð í klukkustund heima hjá honum í Kiel á dögunum, en hægt er að hlusta á allt viðtalið hér að neðan. Alfreð fer um víðan völl; ræðir æsku sína á Akueyri, fjölskylduna, uppeldið, handbolta á Íslandi, getnaðarvarnir og margt fleira. Undir lok viðtalsins spyr O'Brannigan Alfreð út í brotthvarf Arons Pálmarssonar, en Aron yfirgefur Kiel í sumar og gengur í raðir Veszprém í Ungverjalandi. Alfreð sótti Aron aðeins 18 ára gamlan til FH í Hafnarfirði og er búinn að gera hann að einum af bestu handboltamönnum heims. Aðspurður hvort þetta verði eins og að missa sitt eigið barn frá sér svarar Alfreð því játandi. „Já, þetta er þannig. Það verður mjög sárt fyrir mig persónulega að missa hann,“ segir Alfreð. „Ekki bara vegna þess að hann er Íslendingur heldur því hann er búinn að vera lengi hjá okkur, er að verða einn sá besti í heiminum, hefur ótrúlegan leikskilning og bara allan pakkann. Það verður persónulegt áfall fyrir mig þegar hann fer. Það er staðreynd.“vísir/gettyAlfreð segist ekki hafa reynt að sannfæra Aron um að vera áfram, en hann vildi að stórskyttan og leikstjórnandinn myndi taka ákvörðun fljótt. „Ég held hann hafi reynt að halda þessu leyndu fyrir mér í nokkrar vikur. En ég er atvinnumaður og get ekki talað við hann öðruvísi en aðra leikmenn eða reynt að hafa áhrif á ákvörðun hans,“ segir Alfreð. „Ég myndi aldrei biðja leikmann um að gera mér persónulegan greiða því þá myndi ég skulda viðkomandi og þannig vinn ég ekki. Þetta er ákvörðun Arons. Hann verður að standa og falla með henni og taka afleiðingunum ef hún er röng.“ „Hann tók þessa ákvörðun en ég setti pressu á hann að afgreiða þetta snögglega. Hann sagði mér ekki strax hvað hann ætlaði að gera en ég vissi það alveg. Ég þurfti að hugsa um félagið, en það hefði verið skelfilegt að missa hann í sumar og fá ekki neinn annan í staðinn,“ segir Alfreð Gíslason. Svo fór að Veszprém var ekki tilbúið að borga upp samning Arons og klárar hann því tímabilið með Kiel. Sá hluti viðtalsins þar sem Alfreð talar um Aron efst eftir 48 mínútur og 10 sekúndur.
Handbolti Tengdar fréttir Aron Pálmarsson: Lítur allt út fyrir það að ég verði hundrað prósent á HM Aron Pálmarsson hitti fjölmiðlamenn í dag í fyrsta sinn eftir að hann varð fyrir líkamsárás í miðbænum milli jóla og nýárs. Aron er mjög bjartsýnn á það að verða með íslenska landsliðinu á HM í Katar. 7. janúar 2015 12:17 Myndir af Aroni Pálmarssyni á æfingu í dag Aron Pálmarsson æfði með íslenska handboltalandsliðinu á opinni æfingu liðsins í dag en þetta var í fyrsta skiptið sem hann hitti fjölmiðlamenn eftir líkamsárásina sem hann varð fyrir milli jóla og nýárs. 7. janúar 2015 12:51 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Aron Pálmarsson: Lítur allt út fyrir það að ég verði hundrað prósent á HM Aron Pálmarsson hitti fjölmiðlamenn í dag í fyrsta sinn eftir að hann varð fyrir líkamsárás í miðbænum milli jóla og nýárs. Aron er mjög bjartsýnn á það að verða með íslenska landsliðinu á HM í Katar. 7. janúar 2015 12:17
Myndir af Aroni Pálmarssyni á æfingu í dag Aron Pálmarsson æfði með íslenska handboltalandsliðinu á opinni æfingu liðsins í dag en þetta var í fyrsta skiptið sem hann hitti fjölmiðlamenn eftir líkamsárásina sem hann varð fyrir milli jóla og nýárs. 7. janúar 2015 12:51