Alfreð: Verður persónulegt áfall að missa Aron Tómas Þór þórðarson skrifar 7. janúar 2015 17:45 vísir/getty Alfreð Gíslason, þjálfari Þýskalandsmeistara Kiel, veitir ekki mörg stór viðtöl, en þegar hann lætur gamminn geysa hlusta allir. Tom O'Brannigan, fréttamaður og lýsandi Meistaradeildarinnar, fékk það einstaka tækifæri að spjalla við Alfreð í klukkustund heima hjá honum í Kiel á dögunum, en hægt er að hlusta á allt viðtalið hér að neðan. Alfreð fer um víðan völl; ræðir æsku sína á Akueyri, fjölskylduna, uppeldið, handbolta á Íslandi, getnaðarvarnir og margt fleira. Undir lok viðtalsins spyr O'Brannigan Alfreð út í brotthvarf Arons Pálmarssonar, en Aron yfirgefur Kiel í sumar og gengur í raðir Veszprém í Ungverjalandi. Alfreð sótti Aron aðeins 18 ára gamlan til FH í Hafnarfirði og er búinn að gera hann að einum af bestu handboltamönnum heims. Aðspurður hvort þetta verði eins og að missa sitt eigið barn frá sér svarar Alfreð því játandi. „Já, þetta er þannig. Það verður mjög sárt fyrir mig persónulega að missa hann,“ segir Alfreð. „Ekki bara vegna þess að hann er Íslendingur heldur því hann er búinn að vera lengi hjá okkur, er að verða einn sá besti í heiminum, hefur ótrúlegan leikskilning og bara allan pakkann. Það verður persónulegt áfall fyrir mig þegar hann fer. Það er staðreynd.“vísir/gettyAlfreð segist ekki hafa reynt að sannfæra Aron um að vera áfram, en hann vildi að stórskyttan og leikstjórnandinn myndi taka ákvörðun fljótt. „Ég held hann hafi reynt að halda þessu leyndu fyrir mér í nokkrar vikur. En ég er atvinnumaður og get ekki talað við hann öðruvísi en aðra leikmenn eða reynt að hafa áhrif á ákvörðun hans,“ segir Alfreð. „Ég myndi aldrei biðja leikmann um að gera mér persónulegan greiða því þá myndi ég skulda viðkomandi og þannig vinn ég ekki. Þetta er ákvörðun Arons. Hann verður að standa og falla með henni og taka afleiðingunum ef hún er röng.“ „Hann tók þessa ákvörðun en ég setti pressu á hann að afgreiða þetta snögglega. Hann sagði mér ekki strax hvað hann ætlaði að gera en ég vissi það alveg. Ég þurfti að hugsa um félagið, en það hefði verið skelfilegt að missa hann í sumar og fá ekki neinn annan í staðinn,“ segir Alfreð Gíslason. Svo fór að Veszprém var ekki tilbúið að borga upp samning Arons og klárar hann því tímabilið með Kiel. Sá hluti viðtalsins þar sem Alfreð talar um Aron efst eftir 48 mínútur og 10 sekúndur. Handbolti Tengdar fréttir Aron Pálmarsson: Lítur allt út fyrir það að ég verði hundrað prósent á HM Aron Pálmarsson hitti fjölmiðlamenn í dag í fyrsta sinn eftir að hann varð fyrir líkamsárás í miðbænum milli jóla og nýárs. Aron er mjög bjartsýnn á það að verða með íslenska landsliðinu á HM í Katar. 7. janúar 2015 12:17 Myndir af Aroni Pálmarssyni á æfingu í dag Aron Pálmarsson æfði með íslenska handboltalandsliðinu á opinni æfingu liðsins í dag en þetta var í fyrsta skiptið sem hann hitti fjölmiðlamenn eftir líkamsárásina sem hann varð fyrir milli jóla og nýárs. 7. janúar 2015 12:51 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Sjá meira
Alfreð Gíslason, þjálfari Þýskalandsmeistara Kiel, veitir ekki mörg stór viðtöl, en þegar hann lætur gamminn geysa hlusta allir. Tom O'Brannigan, fréttamaður og lýsandi Meistaradeildarinnar, fékk það einstaka tækifæri að spjalla við Alfreð í klukkustund heima hjá honum í Kiel á dögunum, en hægt er að hlusta á allt viðtalið hér að neðan. Alfreð fer um víðan völl; ræðir æsku sína á Akueyri, fjölskylduna, uppeldið, handbolta á Íslandi, getnaðarvarnir og margt fleira. Undir lok viðtalsins spyr O'Brannigan Alfreð út í brotthvarf Arons Pálmarssonar, en Aron yfirgefur Kiel í sumar og gengur í raðir Veszprém í Ungverjalandi. Alfreð sótti Aron aðeins 18 ára gamlan til FH í Hafnarfirði og er búinn að gera hann að einum af bestu handboltamönnum heims. Aðspurður hvort þetta verði eins og að missa sitt eigið barn frá sér svarar Alfreð því játandi. „Já, þetta er þannig. Það verður mjög sárt fyrir mig persónulega að missa hann,“ segir Alfreð. „Ekki bara vegna þess að hann er Íslendingur heldur því hann er búinn að vera lengi hjá okkur, er að verða einn sá besti í heiminum, hefur ótrúlegan leikskilning og bara allan pakkann. Það verður persónulegt áfall fyrir mig þegar hann fer. Það er staðreynd.“vísir/gettyAlfreð segist ekki hafa reynt að sannfæra Aron um að vera áfram, en hann vildi að stórskyttan og leikstjórnandinn myndi taka ákvörðun fljótt. „Ég held hann hafi reynt að halda þessu leyndu fyrir mér í nokkrar vikur. En ég er atvinnumaður og get ekki talað við hann öðruvísi en aðra leikmenn eða reynt að hafa áhrif á ákvörðun hans,“ segir Alfreð. „Ég myndi aldrei biðja leikmann um að gera mér persónulegan greiða því þá myndi ég skulda viðkomandi og þannig vinn ég ekki. Þetta er ákvörðun Arons. Hann verður að standa og falla með henni og taka afleiðingunum ef hún er röng.“ „Hann tók þessa ákvörðun en ég setti pressu á hann að afgreiða þetta snögglega. Hann sagði mér ekki strax hvað hann ætlaði að gera en ég vissi það alveg. Ég þurfti að hugsa um félagið, en það hefði verið skelfilegt að missa hann í sumar og fá ekki neinn annan í staðinn,“ segir Alfreð Gíslason. Svo fór að Veszprém var ekki tilbúið að borga upp samning Arons og klárar hann því tímabilið með Kiel. Sá hluti viðtalsins þar sem Alfreð talar um Aron efst eftir 48 mínútur og 10 sekúndur.
Handbolti Tengdar fréttir Aron Pálmarsson: Lítur allt út fyrir það að ég verði hundrað prósent á HM Aron Pálmarsson hitti fjölmiðlamenn í dag í fyrsta sinn eftir að hann varð fyrir líkamsárás í miðbænum milli jóla og nýárs. Aron er mjög bjartsýnn á það að verða með íslenska landsliðinu á HM í Katar. 7. janúar 2015 12:17 Myndir af Aroni Pálmarssyni á æfingu í dag Aron Pálmarsson æfði með íslenska handboltalandsliðinu á opinni æfingu liðsins í dag en þetta var í fyrsta skiptið sem hann hitti fjölmiðlamenn eftir líkamsárásina sem hann varð fyrir milli jóla og nýárs. 7. janúar 2015 12:51 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Sjá meira
Aron Pálmarsson: Lítur allt út fyrir það að ég verði hundrað prósent á HM Aron Pálmarsson hitti fjölmiðlamenn í dag í fyrsta sinn eftir að hann varð fyrir líkamsárás í miðbænum milli jóla og nýárs. Aron er mjög bjartsýnn á það að verða með íslenska landsliðinu á HM í Katar. 7. janúar 2015 12:17
Myndir af Aroni Pálmarssyni á æfingu í dag Aron Pálmarsson æfði með íslenska handboltalandsliðinu á opinni æfingu liðsins í dag en þetta var í fyrsta skiptið sem hann hitti fjölmiðlamenn eftir líkamsárásina sem hann varð fyrir milli jóla og nýárs. 7. janúar 2015 12:51