Markaðsmisnotkunarmálið: „Hvernig eru límingarnar?” Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. apríl 2015 13:36 Múgur og margmenni er í héraðsdómi. Vísir/GVA Nokkuð mikill fjöldi þeirra símtala sem saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, Björn Þorvaldsson, hefur spilað fyrir dómi í dag eru á milli tveggja ákærðu í málinu, þeirra Péturs Kristins Guðmarssonar og Ingólfs Helgasonar. Pétur var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings og er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í allsherjarmarkaðsmisnotkun með því að kaupa mikið magn af hlutabréfum í bankanum með það að augnamiði að halda verði þeirra uppi. Á Pétur að hafa gert þetta að undirlagi yfirmanna sinna, meðal annars Ingólfs Helgasonar, en hann var forstjóri Kaupþings á Íslandi.„Ég var bara að fylgja stefnu minna yfirmanna“ Saksóknari spurði Pétur, sem gefur skýrslu fyrir dómi í dag, út í símtöl hans og Ingólfs í upphafi árs 2008 og hvort þau væru dæmi um hversu vel hann fylgdist vel með viðskiptu með bréf í bankanum. „Við fengum alveg fyrirmæli frá honum og hann virtist fylgjast með en ekkert bara Kaupþingi heldur líka öðrum fyrirtækjum sem við vorum að kaupa í,” svaraði Pétur. Í einu símtalanna segir Ingólfur við Pétur að þeir verði „að verja þetta eins stíft og við getum eins og markaðirnar eru.” Björn spurði Pétur hvað Ingólfur átti við og sagði hann að Ingólfur yrði að svara því sjálfur. Skömmu síðar bætti hann svo við: „Það var aldrei markmið mitt að verja eitt eða neitt gengi. Ég var bara að fylgja stefnu minna yfirmanna og veita seljanleika.”Límingarnar Þá var spilað símtal milli Ingólfs og Péturs frá því í byrjun mars 2008: IH: „Hvernig eru límingarnar?” PKG: „Hvað segirðu?” IH: „Hvernig eru límingarnar?” PKG: „Límingarnar?” IH: „Já, límingarnar.” PKG: „Þær eru bara góðar.” IH: „Er það ekki?” PKG: „Jú, jú, jú. [...] Mig vantar bara 2-3 kaffibolla.” Pétur var spurður út í hvað „límingarnar” þýddu og var hann vægast sagt ósáttur við spurninguna: „Mér finnst magnað að þú sért að gera þetta tortryggilegt. Ég nota bara þetta orðatiltæki til að spyrja félaga mína hvernig þeir hafi það. En þetta er bara í samræmi við annað hérna.” Saksóknari spurði þá Pétur hvað hann hefði sagt og sá hann þá að sér: „Nei, ekkert. Þetta var óviðeigandi. Afsakið.”Var ekki vaknaður Hér blandaði dómsformaður, Arngrímur Ísberg, sér í málið og spurði hvort þetta hefði verið grín. Pétur ætlaði þá að fara að útskýra fyrir honum hvað límingarnar þýddu en Arngrímur sagðist alveg skilja það. Hann væri að spyrja hvort þetta væri grín. „Já, þetta var grín,” svaraði Pétur þá. „Og þetta með kaffibollana, var það líka grín?” spurði dómsformaður. „Já, eða þá var ég bara að meina að ég var ekki vaknaður því ég náði ekki strax hvað hann var að meina með límingunum,” svaraði Pétur. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmál: Ákærði viss um að starfsmenn sérstaks skemmti sér í vinnunni Andrúmsloftið er nokkuð létt í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Pétur Kristinn Guðmarsson, einn af ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, gefur skýrslu. 21. apríl 2015 10:52 Markaðsmisnotkunarmálið: „Hvað er að frétta af dauða kettinum?” Eitt símtalanna sem spilað var í morgun er frá 24 .janúar 2008 og er á milli Péturs og Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi: 21. apríl 2015 11:51 Fordæmalaust mál gegn lykilmönnum Kaupþings Aðalmeðferð í stóra markaðsmisnotkunarmálinu gegn níu starfsmönnum Kaupþings banka hófst í gær. Málið mun standa yfir í meira en mánuð. Sagðir hafa stundað blekkingar og sýndarviðskipti. Allir ákærðu neita sök. 21. apríl 2015 07:00 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Nokkuð mikill fjöldi þeirra símtala sem saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, Björn Þorvaldsson, hefur spilað fyrir dómi í dag eru á milli tveggja ákærðu í málinu, þeirra Péturs Kristins Guðmarssonar og Ingólfs Helgasonar. Pétur var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings og er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í allsherjarmarkaðsmisnotkun með því að kaupa mikið magn af hlutabréfum í bankanum með það að augnamiði að halda verði þeirra uppi. Á Pétur að hafa gert þetta að undirlagi yfirmanna sinna, meðal annars Ingólfs Helgasonar, en hann var forstjóri Kaupþings á Íslandi.„Ég var bara að fylgja stefnu minna yfirmanna“ Saksóknari spurði Pétur, sem gefur skýrslu fyrir dómi í dag, út í símtöl hans og Ingólfs í upphafi árs 2008 og hvort þau væru dæmi um hversu vel hann fylgdist vel með viðskiptu með bréf í bankanum. „Við fengum alveg fyrirmæli frá honum og hann virtist fylgjast með en ekkert bara Kaupþingi heldur líka öðrum fyrirtækjum sem við vorum að kaupa í,” svaraði Pétur. Í einu símtalanna segir Ingólfur við Pétur að þeir verði „að verja þetta eins stíft og við getum eins og markaðirnar eru.” Björn spurði Pétur hvað Ingólfur átti við og sagði hann að Ingólfur yrði að svara því sjálfur. Skömmu síðar bætti hann svo við: „Það var aldrei markmið mitt að verja eitt eða neitt gengi. Ég var bara að fylgja stefnu minna yfirmanna og veita seljanleika.”Límingarnar Þá var spilað símtal milli Ingólfs og Péturs frá því í byrjun mars 2008: IH: „Hvernig eru límingarnar?” PKG: „Hvað segirðu?” IH: „Hvernig eru límingarnar?” PKG: „Límingarnar?” IH: „Já, límingarnar.” PKG: „Þær eru bara góðar.” IH: „Er það ekki?” PKG: „Jú, jú, jú. [...] Mig vantar bara 2-3 kaffibolla.” Pétur var spurður út í hvað „límingarnar” þýddu og var hann vægast sagt ósáttur við spurninguna: „Mér finnst magnað að þú sért að gera þetta tortryggilegt. Ég nota bara þetta orðatiltæki til að spyrja félaga mína hvernig þeir hafi það. En þetta er bara í samræmi við annað hérna.” Saksóknari spurði þá Pétur hvað hann hefði sagt og sá hann þá að sér: „Nei, ekkert. Þetta var óviðeigandi. Afsakið.”Var ekki vaknaður Hér blandaði dómsformaður, Arngrímur Ísberg, sér í málið og spurði hvort þetta hefði verið grín. Pétur ætlaði þá að fara að útskýra fyrir honum hvað límingarnar þýddu en Arngrímur sagðist alveg skilja það. Hann væri að spyrja hvort þetta væri grín. „Já, þetta var grín,” svaraði Pétur þá. „Og þetta með kaffibollana, var það líka grín?” spurði dómsformaður. „Já, eða þá var ég bara að meina að ég var ekki vaknaður því ég náði ekki strax hvað hann var að meina með límingunum,” svaraði Pétur.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmál: Ákærði viss um að starfsmenn sérstaks skemmti sér í vinnunni Andrúmsloftið er nokkuð létt í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Pétur Kristinn Guðmarsson, einn af ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, gefur skýrslu. 21. apríl 2015 10:52 Markaðsmisnotkunarmálið: „Hvað er að frétta af dauða kettinum?” Eitt símtalanna sem spilað var í morgun er frá 24 .janúar 2008 og er á milli Péturs og Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi: 21. apríl 2015 11:51 Fordæmalaust mál gegn lykilmönnum Kaupþings Aðalmeðferð í stóra markaðsmisnotkunarmálinu gegn níu starfsmönnum Kaupþings banka hófst í gær. Málið mun standa yfir í meira en mánuð. Sagðir hafa stundað blekkingar og sýndarviðskipti. Allir ákærðu neita sök. 21. apríl 2015 07:00 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Markaðsmisnotkunarmál: Ákærði viss um að starfsmenn sérstaks skemmti sér í vinnunni Andrúmsloftið er nokkuð létt í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Pétur Kristinn Guðmarsson, einn af ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, gefur skýrslu. 21. apríl 2015 10:52
Markaðsmisnotkunarmálið: „Hvað er að frétta af dauða kettinum?” Eitt símtalanna sem spilað var í morgun er frá 24 .janúar 2008 og er á milli Péturs og Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi: 21. apríl 2015 11:51
Fordæmalaust mál gegn lykilmönnum Kaupþings Aðalmeðferð í stóra markaðsmisnotkunarmálinu gegn níu starfsmönnum Kaupþings banka hófst í gær. Málið mun standa yfir í meira en mánuð. Sagðir hafa stundað blekkingar og sýndarviðskipti. Allir ákærðu neita sök. 21. apríl 2015 07:00
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent